Samfélagsmiðlar

Gott kaffi í Gautaborg

Eigendur kaffihússins da Matteo í Gautaborg hafa sett sér það markmið að bjóða uppá besta kaffið í Svíþjóð. Túristi tók hús á þeim nýverið og getur varla beðið eftir næstu heimsókn.

Það er afslappað andrúmsloft í miðborg Gautaborgar, annarrar stærstu borgar Svíþjóðar. Enda er bílaumferð haldið í lágmarki og sporvagnar sjá um að flytja fólkið á milli staða. Vagnarnir hafa yfir sér einhvern ævintýralegan blæ og helst af öllu vildi maður fá að vera einn í heiminum í smástund og setjast undir stýri.

Gangandi vegfarendum er líka gert hátt undir höfði í Gautaborg og um borgina liggja fjölmargar göngugötur þar sem nóg er af verslunum og kaffihúsum. Það er því mikið framboð af mat og drykk í miðbænum en þeir sem vilja vera öruggir með gott kaffi ættu að leita uppi Viktoriapassagen, litið, fallegt húsasund sem liggur milli tveggja verslunargata, Vallgatan og  Södra Larmgatan. En þar er da Matteo til húsa.

Á da Matteo er kaffið í aðalhlutverki enda hafa eigendurnir sett sér það markmið að selja besta kaffið í landinu. Með því er svo boðið uppá tilbúnar samlokur og sænskt bakkelsi í fyrsta klassa. Innréttingarnar eru einfaldar því barstólum er stillt upp við löng og mjó borð og ókunnungir sitja því hlið við hlið. Enda koma gestirnir koma ekki til að drepa tímann heldur í þeim tilgangi að fá sér virkilega gott kaffi og kannski að blaða í gegnum lókalblaðið, Göteborg Posten. Sumir gestanna koma meira að segja aðeins til að skella í sig einum espressó. Þannig kaffihúsagesti sér maður sjaldan hér heima.

Segja má að staðurinn sé hluti af nýrri bylgju kaffihúsa þar sem eigendurnir kaupa kaffið beint af framleiðendum, rista sjálfir og standa svo við kaffivélina og afgreiða viðskiptavinina. Og eiga sér ekki þann draum að opna kaffihús á bensínstöðvum og verslunarmiðstöðvum.

da Matteo er opið alla daga til kl. 19 en lokar klukkan fimm um helgar og er líka til húsa við Vallgata 5 sem er í stuttu göngufæri frá staðnum við Viktoriapassagen.

Túristi þorir ekki að fullyrða að kaffið á da Matteo sé það besta í Svíþjóð en gott er það.

Það eru fleiri góðir kaffibarir í Gautaborg:

Bar Italia (Prinsgatan 7) – Eins og nafnið gefur til kynna er kaffið ítalskt á þessum stað í Linnéstaden, skemmtilegu hverfi í útjaðri miðborgarinnar. 

Brunos Espresso (Postgatan 33) – Í nágrenni við hina risastóru verslunarmiðstöð, Nordstan býður Brúnó uppá gott kaffi.

Brogyllen Konditori (Västra Hamngatan 2) – Í þessu gamla, glæsilega bakaríi og kaffihúsi hanga kristalljósakrónur yfir kanelbollunum. 

NÝTT: Skautasvell í stórborgum

MYND: Túristi

 

Bookmark and Share

Nýtt efni

Um síðustu mánaðamót var greint frá því á borgarvef Amsterdam að innan marka hennar væri að finna 10 snjalldælur sem ökumenn gætu nýtt sér án endurgjalds. Það sem greinir snjalldælu frá þessum hefðbundnu, sem ökumenn geta nálgast víða til að dæla lofti í bíldekkin, er að þær tryggja að þrýstingur sé réttur. Margir ökumenn hafa …

Eins og raunin var í gær, þá fá ferðamenn ekki að fara upp á Akrópólishæðina í Aþenu um miðjan daginn vegna óvenjulega mikils hita miðað við árstíma. Engum verður hleypt upp á hæðina frá hádegi til klukkan fimm síðdegis. Sama gildir um aðra fornleifastaði í landinu, sem ferðamenn sækjast eftir að skoða. Allir sem hafa …

Í byrjun síðasta vetrar hóf Easyjet að fljúga tvisvar í viku milli London og Akureyrar. Aldrei áður höfðu áætlunarferðir verið í boði á þessari flugleið og íbúar á Norðurlandi tóku þessari nýjung fagnandi og voru í meirhluta sætanna í þotum breska flugfélagsins. Þetta mátti sjá á tölum norðlenska gististaða því breskum gestum fjölgaði ekki ýkja …

Ákvörðun Evrópusambandsins um að leggja allt að 38,1 prósents viðbótartoll á kínverska rafbíla vekur áhyggjur margra í alþjóðlega viðskiptaheiminum. Verndartollum er ætlað að hemja samkeppni að utan, reisa varnir á heimavelli, en leiða auðvitað gjarnan til þess að mótaðilinn svarar fyrir sig. Það óttast einmitt evrópskir framleiðendur, sem háðir eru viðskiptum við Kína, að gerist …

Vorið 2021, stuttu áður en Play fór í loftið í fyrsta sinn, efndi félagið til hlutafjárútboðs þar sem söfnuðust 10 milljarðar króna. Í kjölfarið voru bréfin skráð á First North Growth í Kauphöllinni en um þann markað gilda ekki eins strangar reglur og Aðalmarkað Nasdaq. Í tengslum síðustu hlutafjáraukningu, sem lauk í apríl síðastliðnum, var …

Viðskiptastríð vesturveldanna og Kína heldur áfram að þyngjast því fyrr í dag gaf Evrópusambandið út að 38,1 prósent innflutningstollar yrðu lagðir á kínverska rafbíla frá og með næsta mánuði. Sú hækkun bætist við þann 10 prósent toll sem í dag ríkir á innflutning rafbíla frá Kína til aðildarríkja ESB. Þessi viðbótartollur hefur verið yfirvofandi síðustu …

Það var í júní 2014 sem breska lággjaldaflugfélagið Flybe, sem nú er gjaldþrota, hóf áætlunarflug til Íslands frá Birmingham. Flugleiðin stóð ekki undir væntingum stjórnenda Flyby og var lögð niður eftir níu mánuði. Þá tók Icelandair við keflinu og hélt úti tíðum ferðum milli Íslands og þessarar næstfjölmennustu borgar Bretlands fram í ársbyrjun 2018. Síðan …

Í Bandaríkjunum eru lestarsamgöngur ekki eins góðar og í Evrópu og þurfa þeir sem ætla að sækja komandi landsfundi Demókrata og Repúblikana annað hvort að keyra eða fljúga á fundarstað. Af þeim sökum hefur bandaríska flugfélagið United Airlines bætt við 118 flugferðum til og frá Chicago í ágúst í tilefni af landsfundi Demókrata. Repúblikanar hittast …