Samfélagsmiðlar

Flóra veitingahúsa blómstrar í kuldanum

Kuldaboli hefur tekið ástfóstri við Kaupmannahöfn í vetur og borgin verið snævi þakin síðan í byrjun desember. Um helgar fjölmenna íbúarnir út á ísinn með skautana og gönguskíðin og hjólreiðarfólk lætur ekki kuldann slá sig út af laginu og þeytist áfram á hjólunum með kuldatár í augum. Blessunarlega getur fólkið alltaf brugðið sér inn á næsta kaffihús eða veitingahús til að fá smá hlýju í kroppinn. Og það gera margir. Því eru danskir veitingamenn brattir þessi misserin og opna hvern staðinn á fætur öðrum. Túristi mælir með þessum fimm nýju og ódýru veitingastöðum í Kaupmannahöfn.

Scarpetta

Á hinni líflegu Norðurbrú opnuðu einir farsælustu veitingamenn borgarinnar ítalskan matsölustað. Pizzur og pasta eru þar í aðalhlutverki en einnig er nautasteik (95 dkr) og pottréttur (80 dkr) á matseðlinum. Þeir sem aðeins vilja pizzu með pepperoni, sveppum og ananas verða fyrir vonbrigðum en þeir sem vilja prófa eitthvað nýtt ofan á deigið verða ánægðir með úrvalið. Pastað og pizzurnar kosta á bilinu 65 til 85 dkr. Staðurinn er mjög látlaus en notarlegur og þar er oftast setið á öllum borðum. Hér er hægt að panta borð.

Scarpetta, Rantzausgade 7, +45 35 35 08 08

Tony´s

Kokkarnir á Tony´s sækja í ítalska skólann líkt og kollegar þeirra á Scarpetta en reyna að krydda þetta örlítið með einhverskonar New York þema. Matseðillinn er því í anda íhaldsamra ítalskra veitingahúsa í Bandaríkjunum. Á Tony´s er tvísetið og fólk pantar því borð annað hvort klukkan sex, hálf sjö eða frá hálf níu og getur þá setið fram að lokun. Frá Tony ættu flestir að fara saddir enda stendur valið á milli þriggja rétta (200 dkr) eða fjögurra (250 dkr). Fyrir suma rétti þarf að borga aukalega, t.d. fyrir New York strip steikina (100 dkr). Réttirnir eru annars klassískir ítalskir og þriggja rétta seðill gæti litið svona út: Risotto í forrétt, spaghetti með kjötbollum í aðalrétt og tíramisú í eftirrétt. Matseðlinum er skipt út á tveggja mánaða fresti. Ódýrustu vínflöskurnar kosta 200 danskar krónur. Eigendur staðarins opnuðu nýverið annað veitingahús sem heitir Allo-Allo og þar er verðlagið svipað og hjá Tony en réttirnir franskir.

Tony´s, Havnegade 47, +45 33 13 33 07

Fiskebaren

Danir eru oftar en ekki gikkir þegar kemur að öðru sjávarfangi en rauðsprettu, síld og laxi. Þeir tóku hins vegar sénsinn veitingamennirnir á Fiskebaren og opnuðu veitingastað og bar þar sem gert er út á létta sjávarrétti og góð vín. Þetta féll í kramið í Köben og nú er alltaf fullt hús. Fiskebaren er í gömlu sláturhúsahverfi á Vesturbrú sem kallast Kødbyen.  Þar er líka til húsa hinn vinsæli bar, Jolene sem er í eigu íslenskra aðila. Á Fiskebaren er gert út á afslappaða stemmningu og gestirnir geta valið um að narta í smárétti eða takast á við stærri skammta.

Kødbyens Fiskebar, Flæsketorvet 100, +45 32 15 36 36

Etika

Færeyjar eru sennilega ekki ofarlega í huga fólks þegar það snæðir sushi. En Etika er útibú frá sushistað í Þórshöfn og frá Færeyjum kemur fiskurinn á danska staðinn. Maðurinn á bakvið Etika er reyndar Dani sem meðal annars stofnaði Sticks´n´Sushi staðina sem notið hafa mikilla vinsælda í Danmörku og reyndu fyrir sér á Íslandi um árið. Hér er hægt að halda reikningnum í lægri kantinum en þó skal reikna með að matur fyrir einn kosti tæplega 300 danskar.

ETIKA HEFUR VERIÐ LOKAÐ.

Aamanns

Það eru vafalaust margir á þeirri skoðun að dönsk matarmenning sé ekkert síðri en sú ítalska og japanska. Aamanns er nýlegur staður á Austurbrú þar sem stuðst er við gamlar danskar uppskriftir en þó leyfir smurbrauðsdaman sér að brydda upp á nokkrum nýjungum. Þess vegna leynast ber í biksímatnum, granatepli í hænsnasalatinu og svínabringan er bleytt með sírópi. Þrjár smurbrauðssneiðar kosta 165 dkr í hádeginu. Þetta er því klassískur danskur staður með smá skvettu af nýjungagirni.

Aamannas, Øster Farimagsgade 1, +45 35 55 33 10

LESTU MEIRA:

Ódýrt í hádeginu við Strikið

Vegvísir fyrir Kaupmannahöfn

Ódýr hótel í Kaupmannahöfn

Nýtt efni

Notkun á sjálfbæru eldsneyti er besta leiðin til að draga hratt úr losun frá flugsamgöngum, segir Willie Walsh, framkvæmdastjóra Alþjóðasambands flugfélaga, IATA. Hann ræddi mikilvægi þess að minnka losun í ávarpi sínu á flugmálaráðstefnu Changi í Singapúr í vikunni.  Willie Walsh undirstrikaði í ávarpi sínu að flugheimurinn stefndi staðfastlega að kolefnishlutleysi árið 2050: „Við megum …

Vesturland er í útjaðri meginstraums erlendra ferðamanna sem koma til Íslands. Flestir eru þeir á Suðvesturlandi, fara Gullna hringinn og meðfram suðurströndinni - en auðvitað aka margir þeirra eftir Hringveginum í gegnum Borgarfjörð eða halda upp á Snæfellsnes - og áfram sem leið liggur til Vestfjarða með ýmsum útúrdúrum. Við ætlum sem sagt ekki að …

Gott símasamband í höfuðborg Bretlands byggði lengi á hinum 177 metra háa BT Tower sem kenndur var við eigandann, British Telecom. Turninn varð hæsta mannvirkið í London þegar hann var reistur af símafyrirtækinu árið 1964. Það var ekki fyrr en 16 árum síðar að annað mannvirki í London fór upp fyrir þetta símamastur sem einnig …

Velta í ferðaþjónustu í nóvember og desember í fyrra var nærri óbreytt miðað við sama tíma árið 2022 eða rúmlega 121 milljarður króna. Ef veltan hefði verið í takt við verðbólgu og fjölgun gistinátta ferðamanna þá hefði hún verið um 13 milljörðum kr. hærri. Af undirgreinum ferðaþjónustunnar þá var veitingareksturinn sá eini sem hélt í …

Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Bain Capital Credit varð langstærsti hluthafinn í Icelandair í júní 2021 og á nú 17,2 prósenta hlut. Sjóðurinn hefur fjárfest fyrir 10,4 milljarða króna í flugfélaginu en fengi rétt 7,5 milljarða fyrir hlutinn í dag. Mismunurinn nemur nærri 3 milljörðum króna en gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um 18 prósent frá því …

Tölur sem Kóperníkus, lofthjúpsvöktunaþjónusta Evrópusambandsins, og ítölsku umhverfisverndarsamtökin Legambiente kynntu nýlega sýna að í Mílanó mælist svifryk og önnur loftmengun áfram hvað mest í allri Evrópu. Nú er loks rætt um það af yfirvöldum í Mílanó og nærliggjandi borgum og bæjum á Langabarðalandi að grípa einhverra aðgerða - eins og að takmarka notkun á mest …

Þátttaka hins opinbera í rafbílakaupum landsmanna er nú með breyttu sniði. Í stað skattaafsláttar upp á 1,3 milljónir króna, sem dreginn var frá söluverði nýrra rafbíla, þá verða kaupendur bílanna að greiða fullt verð í umboðinu og sækja svo um 900 þúsund króna styrk hjá Orkustofnun í framhaldinu. Þessi breyting var gerð um síðustu áramóti …

Sá sem kaupir ódýrasta fargjaldið hjá Icelandair, Economy Light, þarf að borga aukalega fyrir innritaðan farangur. Áður var töskugjaldið 5.280 krónur en nú þarf að borga allt að 6.600 krónur undir farangurinn aðra leið. Hækkunin nemur 25 prósentum og svo mikil eru hún líka ef innrita á skíði. Flutningur á þeim kostar núna allt að …