Samfélagsmiðlar

Stórtónleikastaður Dana

Það er ekki sjálfgefið að stórstjörnurnar haldi tónleika í Kaupmannahöfn á leið sinni um Danmörku. Herning á Jótlandi lokkar nefnilega margar þeirra til sín.

Það er nóg pláss fyrir stórstjörnur í Jyske Boxen höllinni
Eric Clapton, Rhianna og Justin Bieber eru stærstu nöfnin á listanum yfir þá sem troða upp í jóska bænum Herning í ár.

Bærinn er þekktur fyrir að veita ráðstefnum og tónleikum húsaskjól og á stærsta tónleikastað bæjarins er pláss fyrir alla fjörtíu og fimm þúsund íbúannna.

Tónleikahöllin Jyske Boxen rúmr fimmtán þúsund gesti og það er þar sem Clapton og nýstirnin tvö halda sína einu tónleika á danskri grundu í ár. Mörgum Kaupmannahafnarbúanum til mikillar gremju. 

Ekki bara popp

Það er pláss fyrir fleiri listamenn í Herning en dægurlagasöngvara. Þar eru til að mynda tvö nýlistasöfn sem íbúum miklu fjölmennara bæjarfélags þætti mikil prýði af að hafa í sinni heimabyggð. Heart nefnist það stærra og þar er að finna gott úrval af dönskum verkum og svo nokkur eftir þá heimsfrægustu. Á Carl-Henning Pedersen & Else Alfelts safninu er fókusað á verk listamanna sem kenndu sig við Cobra stefnuna. Húsakynni safnanna tveggja þykja ákaflega smekkleg og hafa víða verið lofuð.

Þeir sem vilja fá krydda Jótlandsreisuna með smá kúltúr ættu því að kikja við í Herning.

Þessi grein er skrifuð í samstarfi við:

 

 

 

TENGDAR GREINAR: Flug og hjól á JótlandiÍ landi danskra rússíbana
TILBOÐ: 10% afsláttur á ódýrt hótel í Kaupmannahöfn

Myndir: Jyskeboxen / Tony Brøchner, Heartmus / Iwan Baan og Carl-Henning Pedersen & Else Alfelts museum.

Bookmark and Share

Nýtt efni

Gott símasamband í höfuðborg Bretlands byggði lengi á hinum 177 metra háa BT Tower sem kenndur var við eigandann, British Telecom. Turninn varð hæsta mannvirkið í London þegar hann var reistur af símafyrirtækinu árið 1964. Það var ekki fyrr en 16 árum síðar að annað mannvirki í London fór upp fyrir þetta símamastur sem einnig …

Velta í ferðaþjónustu í nóvember og desember í fyrra var nærri óbreytt miðað við sama tíma árið 2022 eða rúmlega 121 milljarður króna. Ef veltan hefði verið í takt við verðbólgu og fjölgun gistinátta ferðamanna þá hefði hún verið um 13 milljörðum kr. hærri. Af undirgreinum ferðaþjónustunnar þá var veitingareksturinn sá eini sem hélt í …

Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Bain Capital Credit varð langstærsti hluthafinn í Icelandair í júní 2021 og á nú 17,2 prósenta hlut. Sjóðurinn hefur fjárfest fyrir 10,4 milljarða króna í flugfélaginu en fengi rétt 7,5 milljarða fyrir hlutinn í dag. Mismunurinn nemur nærri 3 milljörðum króna en gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um 18 prósent frá því …

Tölur sem Kóperníkus, lofthjúpsvöktunaþjónusta Evrópusambandsins, og ítölsku umhverfisverndarsamtökin Legambiente kynntu nýlega sýna að í Mílanó mælist svifryk og önnur loftmengun áfram hvað mest í allri Evrópu. Nú er loks rætt um það af yfirvöldum í Mílanó og nærliggjandi borgum og bæjum á Langabarðalandi að grípa einhverra aðgerða - eins og að takmarka notkun á mest …

Þátttaka hins opinbera í rafbílakaupum landsmanna er nú með breyttu sniði. Í stað skattaafsláttar upp á 1,3 milljónir króna, sem dreginn var frá söluverði nýrra rafbíla, þá verða kaupendur bílanna að greiða fullt verð í umboðinu og sækja svo um 900 þúsund króna styrk hjá Orkustofnun í framhaldinu. Þessi breyting var gerð um síðustu áramóti …

Sá sem kaupir ódýrasta fargjaldið hjá Icelandair, Economy Light, þarf að borga aukalega fyrir innritaðan farangur. Áður var töskugjaldið 5.280 krónur en nú þarf að borga allt að 6.600 krónur undir farangurinn aðra leið. Hækkunin nemur 25 prósentum og svo mikil eru hún líka ef innrita á skíði. Flutningur á þeim kostar núna allt að …

Sérstakar ívilnanir fyrir kaupendur rafbíla voru felldar úr gildi um síðustu áramót og nú leggst fullur virðisaukaskattur á kaupverðið. Skattaafslátturinn nam áður allt að 1,3 milljónum króna og í flestum tilfellum hækkuðu bílaumboðin verðið á rafbílunum um þessa upphæð. Önnur biðu með að gefa út nýja verðskrá og það var tilfellið hjá Vatt ehf. sem …

Stjórn Play kynnti 8. febrúar sl. áform sín um að selja nýtt hlutafé í flugfélaginu fyrir þrjá til fjóra milljarða króna til styrkja lausafjárstöðu þess. Tilkynning um hlutafjárútboðið kom í tengslum við birtingu á uppgjöri félagsins fyrir síðasta ár. Nú liggur fyrir að stærstu hluthafar flugfélagsins hafa skráð sig fyrir nýju hlutafé upp á 2,6 …