Samfélagsmiðlar

Sofið í annarra manna rúmi

Hér er þrjár síður þar sem finna má fría eða ódýra heimagistingu.

Það eru margar óvenjulegar íbúðir til leigu á Airbnb.
Þeir eru blessunarlega margir útlendingarnir sem vilja ólmir skipta á íbúðunum sínum í heitu löndunum fyrir húsaskjól hér á landi. Svo er hellingur af fólki til í að leyfa þér að gista hjá sér fyrir ekki neitt.

Hér eru þrír ólíkir kostir fyrir þá sem vilja spara sér hótelgistinguna í næstu utanlandsferð.

Homeexchange.com

Af þeim rúmlega fjörtíu þúsund eignum sem eru auglýstar á Homeexchange.com eru 146 íslenskar. Það er því töluvert af Íslendingum sem borga mánaðarlega um 1200 íslenskar (9,95 dollara) fyrir að hafa íbúðina sína á skrá á síðunni og eiga möguleika á að ferðast til útlanda án þess að borga fyrir gistingu.

Í þau tæplega tuttugu ár sem Homeexchange hefur verið til hefur fyrirtækinu aldrei borist kvörtun vegna skemmdarverka eða þjófnaðar samkvæmt því sem fram kemur á heimasíðunni.

Couchsurfing.org

Fyrir mörgum árum sendi Bandaríkjamaðurinn Casey Fenton tölvupóst á 1500 reykvíska stúdenta og bað um að fá að gista á sófanum hjá þeim. Fjöldi fólks tók jákvætt í þessa beiðni hans og þá kviknaði hugmyndin að Couchsurfing.org. Í dag er að finna á síðunni heimboð frá rúmlega tveimur milljónum manna um víða veröld.

Það kostar ekkert að leita í gagnabankanum en frjáls framlög til reksturs síðunnar eru vel þegin. Gistingin kostar heldur ekki neitt en það er næstum því sjálfsögð kurteisi að færa gestgjafanum litla gjöf í þakklætisskyni.

Airbnb.com

Hjá Airbnb er hægt að finna hóflega verðlagða heimagistingu í níu þúsund borgum í 170 löndum. Og á síðunni geta líka þeir sem vilja drýgja tekjurnar leigt ferðamönnum íbúðirnar sínar. Í Reykjavík eru á fimmta tug gistimöguleika að finna og verðið á bilinu 50 til 150 dollara fyrir nóttina.

NÝJAR GREINAR: Ferðaminningar Gerðar Kristnýjar
TILBOÐ:
Kaupmannahöfn: Hotel Sct Thomas – 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista

Mynd: Airbnb

Nýtt efni

Þetta eru ískyggilegar fréttir fyrir Íslendinga og aðrar þjóðir landanna sem liggja að Norður-Atlantshafi. Það er hluti af kjarngóðu og upplýstu uppeldi allra landsmanna að heyra um mikilvægi Golfstraumsins - helst snemma í frumbernsku, og landsmenn eru minntir á mikilvægi hans reglulega út æviskeiðið. Golfstraumurinn liggur frá Karíbahafinu og hingað norður eftir og gerir það …

Lestarferð á fjölförnustu viðskiptaferðaleiðum Bretlands losar innan við helming af því CO2 sem jafn löng ferð með rafbíl gerir, samkvæmt útreikningum sem The Rail Delivery Group, hagsmunasamtök lestarfélaga þar í landi, hafa reiknað út og sagt er frá í The Guardian. Þar sem um er að ræða vistvænstu lestirnar, sem einungis ganga fyrir rafmagni, þá …

Toyota í Japan tilkynnti í morgun að framleiðsla fyrirtækisins hefði aukist um sjö prósent í janúar og að þetta væri þrettándi mánuðurinn í röð sem fleiri bílar væru framleiddir en í sama mánuði árið á undan. Meginskýringin er sögð mikil eftirspurn í Bandaríkjunum. Í janúar runnu rúmlega 740 þúsund fleiri Toyotur af færiböndum verksmiðjanna en …

Við þeim sem fara um Ráðhústorg í Kaupmannahöfn þessa dagana blasir við risastór auglýsing frá Icelandair. Velunnari FF7 var þar á ferð í vikunni og sendi meðfylgjandi mynd. Auglýsingin er á húsi númer fjögur við Ráðhústorg og fyrir hornið á vegg sem snýr að H.C. Andersen Boulevard, sem er mikil umferðaræð í gegnum miðborgina. Unnið …

Tæknirisinn Apple hefur síðastliðinn áratug unnið að þróun rafknúinna og sjálfstýrðra ökutækja sem þó aldrei hafa verið formlega kynnt. Og það verður varla úr þessu því nú hefur þessari þróunarvinnu verið hætt samkvæmt frétt Bloomberg. Þriðjungurinn af þeim mörg hundruð manns sem unnið hafa að bílaverkefninu verða færð yfir á svið gervigreindar hjá Apple en …

Útibú Arion banka á Keflavíkurflugvelli lokaði í janúar og við fjármálaþjónustu í flugstöðinni tók Change Group sem hátti hagkvæmasta tilboðið í þennan rekstur í útboði sem Isavia efndi til í fyrra. Ennþá er Change Group þó ekki komin með tilskilin leyfi til að sinna gjaldeyrisviðskiptum hér á landi samkvæmt því sem FF7 kemst næst og …

Hún er svo vinsæl, bandaríski rithöfundurinn Sarah J. Maas, að þegar þriðja bindið í Crescent City-bókaflokknum kom út þann 30. janúar síðastliðinn stóðu aðdáendur hennar í löngum röðum í vetrarkuldanum fyrir framan bókabúðirnar sem höfðu ákveðið að opna búðir sínar á miðnætti á útgáfudeginum í New York og víðar um Bandaríkin. Þessar raðir fyrir framan …

Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur áætlað að af öllum mat sem framleiddur er í heiminum fari um þriðingur í ruslið, eða 1,3 milljarðar tonna á ári. Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna hefur áætlað að á heimsvísu fari um 17 prósent af öllum mat í matvöruverslunum, á veitingastöðum og á heimilum í ruslið. Það er gríðarlegt magn af prýðisgóðri næringu sem þar fer …