Samfélagsmiðlar

Farið á Ólympíuleika verður varla ódýrara

Það hefur sennilega sjaldan eða aldrei verið ódýrara að gera sér ferð á Ólympíuleika.

Ólympíusirkusinn treður aðeins upp á fjögurra ára fresti og heimsóknir hans til nágrannalandanna eru ekki tíðar. Á næsta ári gefst íþróttaáhugafólki hér á landi þó gott færi á að vera viðstatt þennan stórviðburð án þess að þurfa að kaupa sér flugmiða til annarra heimsálfa. Því leikarnir verða haldnir í London dagana 27.júlí til 12. ágúst.

Samkvæmt athugun Túrista kostar farið með Iceland Express til London og tilbaka, á meðan leikunum stendur, 37.700 krónur en 39.270 með Icelandair. Fjölmargar dagsetningar eru í boði hjá báðum aðilum á þessu verði þá sautján daga í júlí og ágúst sem um ræðir. Easy Jet flýgur nokkrum héðan til Lundúna á tímabilinu og þar eru verðin misjöfn eða frá 16.883 til 23.890 krónur. Farþegar félagsins sem innrita farangur þurfa svo að greiða aukalega 5415 krónur.

Miðar á leikana

Forsölu á miðum á Ólympíuleikana er að mestu lokið en samkvæmt frétt BBC er talið að skipuleggjendur þeirra muni bjóða aukalega hátt í tvær milljónir miða á næsta ári. Langstærsti hluti miðanna kostar á bilinu 20 til 100 pund. Miðasala á knattspyrnukeppni karla og kvenna hefst þann 29. nóvember þannig að þeir sem eru áhugasamir um þá grein ættu að kynna sér dagskrána því leikirnir fara fram á fótboltavöllum um allt Bretland og því ekki víst að flug til London sé besti kosturinn.

Í leitarvélinni hér að neðan er svo hægt að skoða verð á gistingu í London dagana 27. júlí til 12. ágúst.

Næstu Ólympíuleikar fara fram í Ríó í Brasilíu árið 2016 en vetrarleikarnir verða haldnir í millitíðinni Sochi í Rússlandi árið 2014.

NÝJAR GREINAR: Bestu bresku borgirnar að mati heimamanna

Mynd: ODA

Nýtt efni

Eftirspurn eftir ferðalögum til útlanda meðal Íslendinga er áfram sterk fullyrti Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, á kynningu á nýju uppgjöri flugfélagsins nú í morgun. Farþegum Icelandair frá heimamarkaðnum fækkaði hins vegar um 9 prósent á öðrum ársfjórðungi í samanburði við sama tímabil í fyrra. Þennan samdrátt útskýrði Bogi Nils með því að benda á …

Í byrjun júlí tóku gildi bráðabirgðatollar á rafbíla sem fluttir eru inn frá Kína til aðildarríkja Evrópusambandsins. Var gripið til þessa eftir að rannsókn á vegum Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins leiddi í ljós að kínverska framleiðslan nyti óeðlilega mikils ríkisstuðnings og skaði því evrópskir rafbílaframleiðendur. Aukatollurinn, sem nú leggst ofan á þann 10 prósent toll sem fyrir …

Á öðrum ársfjórðungi í fyrra hagnaðist Icelandair um 2,1 milljarð króna fyrir skatt en núna var niðurstaðan hagnaður upp á 73 milljónir króna. Í dollurum, uppgjörsmynt Icelandair, var rekstrarafkoman (Ebit) jákvæð um 3,3 milljónir dollara en 21 milljón í fyrra. Sú niðurstaða var sú besta í mörg ár eins og sjá má. Skilyrði til flugrekstrar …

Fyrir fjórum vikum síðan boðaði Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra, átak í markaðssetningu á Íslandi sem áfangastað fyrir ferðamenn. Segja má að ráðherrann hafi verið að svara kalli forsvarsfólks ferðaþjónustunnar sem hvatt hefur til opinberrar kynningar á Íslandi sem áfangastað líkt og víða tíðkast. Tveimur dögum eftir að Lilja Dögg lofaði „hundruðum millj­óna“ til …

Stjórnendur Icelandair og Play gáfu það út í sumarbyrjun að fargjöld hefðu lækkað vegna mikillar samkeppni í flugi yfir Atlantshafið. Félögin tvö þurfa nú í auknum mæli að sækja á þann markað þar sem minni eftirspurn er eftir Íslandsferðum. Gallinn er hins vegar sá að farþegar sem fljúga milli Evrópu og N-Ameríku, með millilendingu á …

Í júní í fyrra voru óvenju margir bandarískir ferðamenn á landinu miðað við flugframboð. Nú í sumar hefur flugferðunum fjölgað um 12 prósent en samt fækkaði bandarískum ferðamönnum um 19 prósent í nýliðnum júní. Það er Icelandair sem er langumsvifamest í flugi héðan til Bandaríkjanna og stóð félagið undir 7 af hverjum 10 flugferðum héðan …

Víðast hvar eru gistinætur útlendinga helsti mælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustu enda nær eingöngu eyríki að telja ferðafólk við landamæri með einföldum hætti. Hjá frændþjóðum okkar eru gistinæturnar því aðalmálið og nú fjölgar erlendu gestunum í Noregi þónokkuð frá fyrra ári en forsvarsfólk íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja hefur undanfarna mánuði bent á harðnandi samkeppni við þau …

helsinki yfir

Hagstofur víða birta nú nýjar verðlagsmælingar sem flestar sýna að verðbólga er á niðurleið. Nú í morgunsárið var komið að finnsku hagstofunni og þar sýna tölur að verðlag hefur hækkað um 1,3 prósent síðastliðna 12 mánuði. Á milli maí og júní fór verðbólgan niður um 0,2 prósent. Það voru lækkandi húsnæðisvextir og fallandi verð á …