Samfélagsmiðlar

Ferðaminningar Ingunnar Snædal

Úlfaldareið um eyðimerkur Marakkó reyndi mikið á rass- og lærvöðva Ingunnar Snædal ljóðskálds af Jökuldal. Hana dreymir um ferðalag til Kanada til að fylgjast með bæjarferðum ísbjarna. Fimmta ljóðabók Ingunnar, Það sem ég hefði átt að segja næst – þráhyggjusögur, er nýkomin út hjá Bjarti.

Fyrsta ferðalagið til útlanda:

Ferð til Írlands með góðri vinkonu og dóttur hennar í kringum 1990. Ég var með Írland á heilanum frá barnæsku og leið alveg eins og ég væri komin heim. Eftir það trúi ég á fyrri líf og allt mögulegt þegar sá gállinn er á mér.

Best heppnaða utanlandsferðin:

Engin reynsla hefur haft jafn djúpstæð áhrif á mig og bakpokaferðalagið um Indland og Nepal sem ég fór í með manninum mínum fyrrverandi 1997.

Verst heppnaða utanlandsferðin:

Ef litið er til þess að í Indlandsferðinni fékk umræddur fyrrverandi maður salmonellusýkingu sem hann er enn að glíma við, hlýtur nefnd ferð líka að vera sú verst heppnaða.

Vandræðalegasta uppákoman:

Þriggja daga úlfaldareið inn í eyðimerkur Marokkó var tvímælalaust ekki eins spennandi og hún hljómar og hreint helvíti fyrir rass- og lærvöðva. Við fyrrverandi konan mín vorum á þessu ferðalagi með dóttur okkar og foreldrum mínum, úlfaldaferðin var mín hugmynd, ég hlýt að hafa verið hálfbiluð að draga fullorðna foreldra mína með í þetta. Eina nóttina fékk dóttir mín ælupest undir stjörnubjörtum febrúarhimni eyðimerkurinnar og ældi linnulaust niðureftir hliðum úlfaldans síns á víxl daginn eftir.

Tek alltaf með í fríið:

Plástur, spilastokk og góðar bækur.

Besti maturinn sem ég hef smakkað á ferðalagi:

Fylltar ólífur og reyktur ostur á laugardagsmarkaðnum í Galway á Írlandi. Og McDonough´s franskar, sem mig dreymir ennþá stundum um, lykt og allt.

Uppáhalds staðurinn í útlöndum:

Verð að segja Írland. Eða ólífuhéruð Andalúsíu. Eða West Village í New York. Gulufjöll í Kína voru draumi líkust. Æi, má ég ekki heldur segja allir staðirnir sem ég á eftir að fara til?

Draumafríið:

Akkúrat núna langar mig til Manitoba í Kanada, í einhvern svona lumberjack fíling og fá að fylgjast með bæjarferðum ísbjarna.

Nýtt efni

Víðast hvar eru gistinætur útlendinga helsti mælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustu enda nær eingöngu eyríki sem talið geta ferðafólk við landamæri með einföldum hætti. Hjá frændþjóðum okkar eru gistinæturnar því aðalmálið og nú fjölgar erlendu gestunum í Noregi þónokkuð frá fyrra ári en forsvarsfólk íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja hefur undanfarna mánuði bent á harðnandi samkeppni við …

Icelandair var stundvísasta flugfélag Evrópu í nýliðnum júní samkvæmt lista greiningafyrirtækisins Cirium. Að jafnaði voru 84 prósent ferða Icelandair á réttum tíma í síðasta mánuði sem er á pari við stundvísina í maí. Í öðru sæti á lista Cirum er Iberia Express og Iberia í þriðja sæti. SAS varð í fjórða og Finnair í fimmta …

helsinki yfir

Hagstofur víða birta nú nýjar verðlagsmælingar sem flestar sýna að verðbólga er á niðurleið. Nú í morgunsárið var komið að finnsku hagstofunni og þar sýna tölur að verðlag hefur hækkað um 1,3 prósent síðastliðna 12 mánuði. Á milli maí og júní fór verðbólgan niður um 0,2 prósent. Það voru lækkandi húsnæðisvextir og fallandi verð á …

„Ef maður vill færa út kvíarnar þá verður að taka áhættuna þegar „eina raunverulega" vöruhúsakeðjan í Evrópu er til sölu," segir Ayad Al-Saffar, stofnandi Axcent of Scandinavia, sem um helgina keypti belgíska verslunarfélagið Inno í félagi við fjárfestingafélagið Skel. Stjórnarformaður þess síðastnefnda er Jón Ásgeir Jóhannesson sem jafnframt fer fyrir meirihluta í fjárfestingafélaginu en Jón …

Kaupmannahafnarflugvöllur er fjölfarnasta flughöfn Norðurlanda og fóru hátt í 2,9 milljónir farþega þar um í júní eða ríflega þrefalt fleiri en um Keflavíkurflugvöll á sama tíma. Íslenski flugvöllurinn kemst þó á blað yfir vinsælustu áfangastaðina fyrir farþega í Kaupmannahöfn og er í níunda sæti á topplistanum fyrir júní. Í þeim mánuði nýttu 55.515 farþegar sér …

Þegar heimsfaraldurinn hófst í febrúar árið 2020 lækkaði gengi hlutabréfa í ferðaþjónustufyrirtækjum hratt og hjá Icelandair fór það niður um þrjá fjórðu fyrstu mánuðina eftir að landamærum var lokað til að hefta útbreiðslu veirunnar. Gengið hélt svo áfram að lækka fram á haustið þegar efnt til hlutafjárútboðs þar sem hver hlutur var seldur á 1 …

Aðdáun Indverja á vískíi er ekki ný af nálinni. Þó var það ekki fyrr en í kringum árið 2010 að framleiðandinn Amrut, sem var stofnaður árið 1948, kynnti Indian Single Malt viskí sem átti sérstaklega góðu gengi að fagna í Skotlandi, af öllum stöðum, áður en það hélt áfram til Bandaríkjanna þar sem það mæltist …

Ein leiðin til að sjá eigin augum hversu umsvifamikil atvinnugrein ferðaþjónustan er í landinu er að fara í morgunferð austur á Þingvelli, njóta þess að vera þar nánast einn dálitla stund og hlusta á fuglana syngja, fylgjast síðan með bílaflóðinu inn á stæðin við gestastofuna á Hakinu þegar klukkan fer að ganga tíu. Þá sér …