Samfélagsmiðlar

Ferðaminningar Ingunnar Snædal

Úlfaldareið um eyðimerkur Marakkó reyndi mikið á rass- og lærvöðva Ingunnar Snædal ljóðskálds af Jökuldal. Hana dreymir um ferðalag til Kanada til að fylgjast með bæjarferðum ísbjarna. Fimmta ljóðabók Ingunnar, Það sem ég hefði átt að segja næst – þráhyggjusögur, er nýkomin út hjá Bjarti.

Fyrsta ferðalagið til útlanda:

Ferð til Írlands með góðri vinkonu og dóttur hennar í kringum 1990. Ég var með Írland á heilanum frá barnæsku og leið alveg eins og ég væri komin heim. Eftir það trúi ég á fyrri líf og allt mögulegt þegar sá gállinn er á mér.

Best heppnaða utanlandsferðin:

Engin reynsla hefur haft jafn djúpstæð áhrif á mig og bakpokaferðalagið um Indland og Nepal sem ég fór í með manninum mínum fyrrverandi 1997.

Verst heppnaða utanlandsferðin:

Ef litið er til þess að í Indlandsferðinni fékk umræddur fyrrverandi maður salmonellusýkingu sem hann er enn að glíma við, hlýtur nefnd ferð líka að vera sú verst heppnaða.

Vandræðalegasta uppákoman:

Þriggja daga úlfaldareið inn í eyðimerkur Marokkó var tvímælalaust ekki eins spennandi og hún hljómar og hreint helvíti fyrir rass- og lærvöðva. Við fyrrverandi konan mín vorum á þessu ferðalagi með dóttur okkar og foreldrum mínum, úlfaldaferðin var mín hugmynd, ég hlýt að hafa verið hálfbiluð að draga fullorðna foreldra mína með í þetta. Eina nóttina fékk dóttir mín ælupest undir stjörnubjörtum febrúarhimni eyðimerkurinnar og ældi linnulaust niðureftir hliðum úlfaldans síns á víxl daginn eftir.

Tek alltaf með í fríið:

Plástur, spilastokk og góðar bækur.

Besti maturinn sem ég hef smakkað á ferðalagi:

Fylltar ólífur og reyktur ostur á laugardagsmarkaðnum í Galway á Írlandi. Og McDonough´s franskar, sem mig dreymir ennþá stundum um, lykt og allt.

Uppáhalds staðurinn í útlöndum:

Verð að segja Írland. Eða ólífuhéruð Andalúsíu. Eða West Village í New York. Gulufjöll í Kína voru draumi líkust. Æi, má ég ekki heldur segja allir staðirnir sem ég á eftir að fara til?

Draumafríið:

Akkúrat núna langar mig til Manitoba í Kanada, í einhvern svona lumberjack fíling og fá að fylgjast með bæjarferðum ísbjarna.

Nýtt efni

Heldur færri beiðnum um vegabréfsáritun var hafnað á Schengen-svæðinu 2023 miðað við árið á undan, 1,6 milljónum eða 15,8 prósentum af heildarfjölda áritana í stað 17,9 prósenta. Flestum beiðnum var að venju hafnað í Frakklandi eða 436.893, samkvæmt frétt SchengenNews, en Frakkar taka líka við flestum beiðnum. Þau ríki sem koma næst á eftir á …

Þegar nýtt íslenskt flugfélag fer í loftið þá er Kaupmannahöfn ávallt meðal fyrstu áfangastaða. Þannig var það í tilfelli Iceland Express, sem þó var ekki fullgilt flugfélag, Wow Air og Play. Hjá öllum þremur var stefnan ekki sett á Stokkhólm fyrr en fleiri þotur höfðu bæst í flotann. Play fór sína fyrstu ferð til sænsku …

Árið 2023 varð landsvæði sem nam tvöfaldri stærð Lúxemborgar eldum að bráð í Evrópu - meira en hálf milljón hektara gróðurlendis eyðilagðist. Samkvæmt upplýsingum Evrópska upplýsingakerfins um gróðurelda (European Forest Fire Information System - EFFIS) voru 37 prósent umrædds lands þakin runnum og harðblaðaplöntum en á 26 prósentum óx skógur.  Auk gríðarlegs tjóns vistkerfisins fylgdu …

Kopar er nú meðal eftirsóttustu hráefna í iðnaði og verð á honum hækkar ört - svipað og gerðist með hráolíuna á áttunda áratugnum eftir að olíuframleiðendur í Arabalöndunum settu viðskiptabann á Bandaríkin og bandalagsríki þeirra vegna stuðnings við Ísrael í Yom Kippur-stríðinu. Mikil hækkun á verði kopars á mörkuðum skýrist raunar að hluta af auknum …

Ísland komst fyrst á kortið hjá United Airlines vorið 2018 þegar félagið hóf áætlunarflug hingað frá New York. Síðar bætti bandaríska flugfélagið við ferðum hingað frá Chicago og í báðum tilvikum voru brottfarir í boði frá frá vori og fram á haust. Í fyrra varð ekkert út Íslandsflugi United frá New York en í lok …

Ferjan Sæfari leggst að bryggju í Sandvík, þorpi Grímseyjar, um hádegisbil eftir um þriggja klukkustunda siglingu frá Dalvík. Ferjan stoppar ekki lengi í eyjunni í þetta sinn heldur leggur aftur af stað frá Grímsey klukkan 14. Dagsferðalangar í Grímsey á veturna stoppa því aðeins í tæpar tvær klukkustundir í eyjunni en leggja á sig meira …

Mótun ferðamálastefnu fyrir Ísland til ársins 2030 var sett á ís þegar Covid-faraldurinn hófst en þráðurinn var tekinn upp að nýju í fyrra. Þá skipaði ráðherra ferðamála, Lilja Alfreðsdóttir, sjö starfshópa til að fara í verkið og komu meira en 100 manns að þeirri vinnu. Drög að tillögu til þingsályktunar voru birti í febrúar og …

Þrátt fyrir takmarkað framboð á flugi innan Evrópu þá eru fargjöld ekki á uppleið og verðþróunin er neytendum í hag nú í sumarbyrjun að sögn forstjóra og fjármálastjóra Ryanair sem kynntu nýtt ársuppgjör félagsins nú í morgun. Reikningsár þessa stærsta lágfargjaldaflugfélags Evrópu lauk í lok mars sl. og þar var niðurstaðan hagnaður upp á 1,9 …