Samfélagsmiðlar

New York á útsölu

Hótelstjórar, veitingamenn og leikhúsfólk í heimsborginni leggjast öll á árarnar í von um að fá fleiri ferðamenn til borgarinnar í byrjun árs.

Þó New York sé vinsælasti ferðamannastaðurinn í Bandaríkjunum þá eru fyrstu tveir mánuðir ársins fremur rólegir hjá þeim sem starfa í ferðaþjónustunni í borginni. Enda er veðrið þar, líkt og hér, óútreiknanlegt á þessum árstíma og kuldaboli getur látið finna rækilega fyrir sér.

Til að ráða bót á þessum skorti á túristum í upphafi árs bjóða hótel borgarinnar fríar gistinætur, ókeypis morgunmat og lægri verð á dýrustu herbergjunum. Í leikhúsunum fá áhorfendur tvo miða á verði eins og á góðum matsölustöðum er hægt að fá þriggja rétta máltíð á þrjú þúsund krónur.

Þriðja nóttin í kaupbæti

Þeir sem eru til í að spenna bogann og bóka sér fimm stjörnu gistingu í New York á næstu vikum geta gert góð kaup. Þriðja nóttin er nefnilega frí á nokkrum af betri hótelunum, til dæmis kosta þrjár nætur á London NYC hótelinu um 75 þúsund krónur og svipaða prísa má finna á fleiri fimm stjörnu hótelum. Á ódýrari gististöðum eru alls kyns tilboð í gangi út febrúar, t.d. 15 prósent afsláttur fyrir þá sem bóka nokkrar nætur og frír morgunmatur.

Ódýrara að dekra við bragðlaukana

Þær eru fáar, ef einhverjar, borgirnar sem státa af öðru eins úrvali af góðum veitingastöðum eins og New York gerir. Það eru því jákvæð tíðindi fyrir matgæðinga að margir af betri matsölustöðum Manhattan ætla að lækka hjá sér verðið frá miðjum janúar og fram til tíunda febrúar. Hádegismaturinn kostar þá 24 dollara (3000 krónur) og kvöldmaturinn 35 dollara (4360 kr.). Um er að ræða þriggja rétta máltíðir og líkt og alltaf í Bandaríkjunum er skattinum bætt við eftir á.

Tilboð á dýrasta söngleik allra tíma

Einn af þeim fjölmörgu söngleikjum sem eru á fjölunum við Broadway er sá um Kóngulóarmanninn. Hann er sá dýrasti sem settur hefur verið upp á þessum slóðum og tónlistin er eftir þá Bono og The Edge úr U2. Þeir sem eru snöggir til geta fengið tvo miða á verði eins fram til mánaðarmóta. Fleiri leikhús bjóða sambærileg kjör.

Á heimasíðu ferðamálaráðs borgarinnar er að finna nánari upplýsingar um hvernig bóka má þessi tilboðsverð á gistingu, mat og skemmtun (smellið hér).

Icelandair er eina félagið sem flýgur héðan til New York yfir vetrarmánuðina. Þar má finna flug báðar leiðir á tæplega sextíu þúsund í janúar og febrúar og ódýrasta helgin, fimmtudagur til sunnudags, er á um sjötíu þúsund samkvæmt óformlegri athugun Túrista á fargjöldum.

TENGDAR GREINAR: Bestu borgaranir í New York
NÝJAR GREINAR: Við fáum meira frí í ár

Mynd: Joe Buglewicz © NYC & Company

Nýtt efni

Eftirspurn eftir ferðalögum til útlanda meðal Íslendinga er áfram sterk fullyrti Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, á kynningu á nýju uppgjöri flugfélagsins nú í morgun. Farþegum Icelandair frá heimamarkaðnum fækkaði hins vegar um 9 prósent á öðrum ársfjórðungi í samanburði við sama tímabil í fyrra. Þennan samdrátt útskýrði Bogi Nils með því að benda á …

Í byrjun júlí tóku gildi bráðabirgðatollar á rafbíla sem fluttir eru inn frá Kína til aðildarríkja Evrópusambandsins. Var gripið til þessa eftir að rannsókn á vegum Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins leiddi í ljós að kínverska framleiðslan nyti óeðlilega mikils ríkisstuðnings og skaði því evrópskir rafbílaframleiðendur. Aukatollurinn, sem nú leggst ofan á þann 10 prósent toll sem fyrir …

Á öðrum ársfjórðungi í fyrra hagnaðist Icelandair um 2,1 milljarð króna fyrir skatt en núna var niðurstaðan hagnaður upp á 73 milljónir króna. Í dollurum, uppgjörsmynt Icelandair, var rekstrarafkoman (Ebit) jákvæð um 3,3 milljónir dollara en 21 milljón í fyrra. Sú niðurstaða var sú besta í mörg ár eins og sjá má. Skilyrði til flugrekstrar …

Fyrir fjórum vikum síðan boðaði Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra, átak í markaðssetningu á Íslandi sem áfangastað fyrir ferðamenn. Segja má að ráðherrann hafi verið að svara kalli forsvarsfólks ferðaþjónustunnar sem hvatt hefur til opinberrar kynningar á Íslandi sem áfangastað líkt og víða tíðkast. Tveimur dögum eftir að Lilja Dögg lofaði „hundruðum millj­óna“ til …

Stjórnendur Icelandair og Play gáfu það út í sumarbyrjun að fargjöld hefðu lækkað vegna mikillar samkeppni í flugi yfir Atlantshafið. Félögin tvö þurfa nú í auknum mæli að sækja á þann markað þar sem minni eftirspurn er eftir Íslandsferðum. Gallinn er hins vegar sá að farþegar sem fljúga milli Evrópu og N-Ameríku, með millilendingu á …

Í júní í fyrra voru óvenju margir bandarískir ferðamenn á landinu miðað við flugframboð. Nú í sumar hefur flugferðunum fjölgað um 12 prósent en samt fækkaði bandarískum ferðamönnum um 19 prósent í nýliðnum júní. Það er Icelandair sem er langumsvifamest í flugi héðan til Bandaríkjanna og stóð félagið undir 7 af hverjum 10 flugferðum héðan …

Víðast hvar eru gistinætur útlendinga helsti mælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustu enda nær eingöngu eyríki að telja ferðafólk við landamæri með einföldum hætti. Hjá frændþjóðum okkar eru gistinæturnar því aðalmálið og nú fjölgar erlendu gestunum í Noregi þónokkuð frá fyrra ári en forsvarsfólk íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja hefur undanfarna mánuði bent á harðnandi samkeppni við þau …

helsinki yfir

Hagstofur víða birta nú nýjar verðlagsmælingar sem flestar sýna að verðbólga er á niðurleið. Nú í morgunsárið var komið að finnsku hagstofunni og þar sýna tölur að verðlag hefur hækkað um 1,3 prósent síðastliðna 12 mánuði. Á milli maí og júní fór verðbólgan niður um 0,2 prósent. Það voru lækkandi húsnæðisvextir og fallandi verð á …