Samfélagsmiðlar

Fjölskylduvænstu flugstöðvarnar í Bretlandi

Skosku flugvellirnir skáka þeim ensku þegar kemur að þjónustu við yngstu farþegana og ferðafélaga þeirra.

Góð aðstaða fyrir börn á flugvöllum er ein af forsendunum fyrir því að flugferðin sjálf gangi snurðulaust fyrir sig hjá þeim yngstu. Það er nefnilega mikilvægt að allir hafa fengið eitthvað gott í svanginn fyrir brottför og aðstaðan til að skipta um bleijur hafi verið þrifaleg og góð. Leiksvæðin skipta ekki síður máli og sérstaklega þegar tafir verða á flugi.

Í Bretlandi er það flugstöðin í Edinborg sem þykir uppfylla kröfur foreldra best samkvæmt könnun ferðabókunarsíðunnar Skyscanner. Þar á eftir kemur flugstöð nágrannanna í Glasgow. Vellirnir í Liverpool og Manchester eru í þriðja og fjórða sæti.

Af flugstöðvunum í London fær Gatwick hæstu einkunn og er sú fimmta fjölskylduvænsta í Bretlandi. Standsted í því áttunda en Heathrow nær aðeins tíunda sætinu. Ástæðan er fólksmergðin þar á bæ og skortur á leiksvæðum samkvæmt frétt Daily Mail.

TENGDAR GREINAR: Íslensk mamma leigir túristum í Danmörku barnavörurBestu bresku borgirnar að mati heimamanna
NÝJAR GREINAR: Hádegismatur fyrir séða sælkera í Stokkhólmi

Hotels.com: Sértilboð á hótelum í London

Mynd: Katiew (Creative Commons)

Nýtt efni

Biðinni er brátt lokið og eftirvæntingarfullir aðdáendur írska rithöfundarins Sally Rooney getað andað léttar því að í liðinni viku var tilkynnt af The Wylie Agency, umboðsskrifstofu rithöfundarins, að ný bók væri væntanleg frá henni þriðjudaginn 24. september 2024.  Alex Bowler, talsmaður Faber & Faber, enska forlags rithöfundarins, sendi líka frá sér tilkynningu í tilefni af væntanlegri  …

Farþegar á Keflavíkurflugvelli gátu að jafnaði valið á milli nærri 10 brottfara á dag til höfuðborgar Bretlands í síðasta mánuði. Þetta er viðbót um eina ferð frá sama tíma í fyrra ef tillit er tekið til þess að nú er hlaupaár. London var sú borg sem oftast var flogið til frá Keflavíkurflugvelli í febrúar samkvæmt …

Það er bannað að auglýsa vín á Íslandi - nema auðvitað í amerískum samfélagsmiðlum og þeim erlendu vefsíðum sem íslenskir lesendur heimsækja. Áfengisauglýsingar eru hinsvegar mikilvæg tekjulind fjölmiðla í löndum allt í kringum okkur enda býr áfengisiðnaðurinn yfir miklu fjármagni og vill viðhalda áhuga neytenda á öllum aldri á þessum viðurkennda en varasama vímugjafa. FF7 …

Með hjálp málgreiningarforrits og athugun á orðanotkun hefur Lapo Lappin komist að því að tvær af vinsælustu bókum Camillu geta varla verið skrifaðar af höfundinum sjálfum og bendir Lappin á að textinn líkist mjög textum eftir annan rithöfund, Pascal Engman. Sjálf neitar Camilla (og það gerir Pascal einnig) öllum ásökunum og telur þær vera ávöxt öfundar …

Stundum fer rás atburða í hring. Flugvélasmiðja Spirit í Wichita var sett á stofn af Stearman Aircraft árið 1927 en tveimur árum síðar eignaðist United Aircraft and Transport Corporation fyrirtækið og rak til ársins 1934. Þá tók Boeing við rekstrinum og í heimsstyrjöldinni síðari, árið 1941, varð Spirit deild innan Boeing. Þannig hélst fyrirkomulagið til …

„Ég er búinn að vera í björgunarsveit í að verða 15 ár og í öllum útköllum tók ég Beef Jerky, þurrkað nautakjöt frá Bandaríkjunum, með mér sem nesti í neyð. Ég gekk til dæmis einu sinni þvert yfir landið, frá Reykjanestá yfir á Langanes og fyrir þá ferð gerði ég mikla leit að góðu, íslensku …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …