Samfélagsmiðlar

Á heimavelli: Kristín í París

Kristín Jónsdóttir hefur búið í París í rúm tuttugu ár. Hún hefur í áratug rekið vefinn Parísardaman og býður upp á gönguferðir um borgina. Hér gefur hún nokkrar hugmyndir að góðum stundum í París.

Rómantískt kvöld

Uppskrift að góðu kvöldi getur til dæmis verið að fara snemma út að borða einhvers staðar í nágrenni Pont Neuf-brúarinnar. Ég get til dæmis mælt með Le chien qui fume sem er hefbundinn franskur staður. Þaðan er svo stutt að ganga að fyrrnefndri brú, og fara niður að bökkunum þar sem bronsstytta af Hinriki IV á hestbaki trónir og taka klukkustundarlanga siglingu með Les Vedettes du Pont Neuf. Brýrnar eru allar fallega upplýstar, sem og helstu byggingar meðfram ánni. Athugið að síðasta brottför er kl. 22:30.

Sætur eftirmiðdagur

Kökur úr góðu bakaríi eru þess virði að smakka. Upplagt er að fara og velja sér eina af þessum girnilegu djásnum og gæða sér á þeim úti í garði eða á næsta kaffihúsi. Þá þarf að biðja þjóninn um leyfi, því auðvitað er ekki sjálfsagt mál að koma með nesti. Þeir sem eru forsjálir geta verið með servíettur, diska og glös í farangrinum og jafnvel komið við í vínbúð eftir kaldri kampavínsflösku. Makkarónukökur eru vinsælar þessa dagana en fylgið innsæinu og prófið jarðarberjatertu (fraisier), svartaskógarköku (forêt noire) eða hvað sem fangar augu ykkar við kökukælinn.

Það er vitanlega hægt að bíða í röðinni hjá Ladurée, eða koma við í fínustu matvörubúðinni Fauchon við Place de la Madeleine, en í París úir og grúir af fallegum og góðum bakaríum, hér er t.d. ein ábending:

Gérard Mulot, 6, rue Pas de la Mule, 75004 París. – örskammt frá Place des Vosges, þar sem hægt er að setjast í grasið, eða á bekk í skugga trjánna.

Ókeypis

París er sannarlega ein af fegurstu borgum í heimi. Ég mæli með því að fara á Pont des Arts við sólarlag. Þaðan er fallegt útsýni til allra átta. Í austri trónir Notre Dame á Borgarey, Ile de la Cité, og elsta steinbrúin, Pont Neuf, nýtur sín vel. Til vesturs liggur Louvre-höllin við Signubakka og himininn getur orðið ansi fallegur ef skilyrði eru hagstæð.

Göngugötur og stemning

Það er ekki mikið af göngugötum í París, en Montorgueil hverfið í 1. hverfi, norðan við Les Halles, var tekið í gegn fyrir nokkrum árum og lokað fyrir bílaumferð að mestu. Rue Montorgueil er yndisleg gata, þar skiptast á lifandi kaffihús, matsölustaðir og sælkerabúðir. Mannlífið er skrautleg blanda af gamla fólkinu sem hefur alltaf búið þarna og yngri nýríkum íbúum, í bland við alls konar fólk sem sækir vinnu eða kemur að versla í hverfinu. Fordrykkur á kaffihúsi upp úr fimm er góð leið til að uppgötva fjölbreytta mannlífsflóru Parísar.

Aðrar lifandi götur: Rue des Rosiers í 4. hverfi og Rue Mouffetard í 5. hverfi.

Cluny safnið

Miðaldasafn Parísar, Musée de Cluny, er eitt af þessum smáu þægilegu söfnum sem eru góð fyrir þá sem geta ekki hugsað sér yfirþyrmandi risasöfn á borð við Louvre. Perla safnsins er veggteppaserían Ungfrúin og einhyrningurinn, sem Tracy Chevalier hefur nýtt sér sem innblástur í skáldsögu (sú sem skrifaði um málverkið Stúlka með perlueyrnalokk).

Teppin sýna samskipti einhyrnings og ungrar stúlku sem hann kennir að þekkja skilningarvitin fimm. Þau er hægt að túlka á erótískan hátt og hafa því náð heimsfrægð. Hér má til dæmis lesa um þau, á ensku.

Smellið hér til að heimsækja vef Parísardömunnar.

TENGDAR GREINAR: Ferðaminningar Teits Þorkelssonar

Mynd: Benni Valsson

Nýtt efni

Víðast hvar eru gistinætur útlendinga helsti mælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustu enda nær eingöngu eyríki að telja ferðafólk við landamæri með einföldum hætti. Hjá frændþjóðum okkar eru gistinæturnar því aðalmálið og nú fjölgar erlendu gestunum í Noregi þónokkuð frá fyrra ári en forsvarsfólk íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja hefur undanfarna mánuði bent á harðnandi samkeppni við þau …

Icelandair var stundvísasta flugfélag Evrópu í nýliðnum júní samkvæmt lista greiningafyrirtækisins Cirium. Að jafnaði voru 84 prósent ferða Icelandair á réttum tíma í síðasta mánuði sem er á pari við stundvísina í maí. Í öðru sæti á lista Cirum er Iberia Express og Iberia í þriðja sæti. SAS varð í fjórða og Finnair í fimmta …

helsinki yfir

Hagstofur víða birta nú nýjar verðlagsmælingar sem flestar sýna að verðbólga er á niðurleið. Nú í morgunsárið var komið að finnsku hagstofunni og þar sýna tölur að verðlag hefur hækkað um 1,3 prósent síðastliðna 12 mánuði. Á milli maí og júní fór verðbólgan niður um 0,2 prósent. Það voru lækkandi húsnæðisvextir og fallandi verð á …

„Ef maður vill færa út kvíarnar þá verður að taka áhættuna þegar „eina raunverulega" vöruhúsakeðjan í Evrópu er til sölu," segir Ayad Al-Saffar, stofnandi Axcent of Scandinavia, sem um helgina keypti belgíska verslunarfélagið Inno í félagi við fjárfestingafélagið Skel. Stjórnarformaður þess síðastnefnda er Jón Ásgeir Jóhannesson sem jafnframt fer fyrir meirihluta í fjárfestingafélaginu en Jón …

Kaupmannahafnarflugvöllur er fjölfarnasta flughöfn Norðurlanda og fóru hátt í 2,9 milljónir farþega þar um í júní eða ríflega þrefalt fleiri en um Keflavíkurflugvöll á sama tíma. Íslenski flugvöllurinn kemst þó á blað yfir vinsælustu áfangastaðina fyrir farþega í Kaupmannahöfn og er í níunda sæti á topplistanum fyrir júní. Í þeim mánuði nýttu 55.515 farþegar sér …

Þegar heimsfaraldurinn hófst í febrúar árið 2020 lækkaði gengi hlutabréfa í ferðaþjónustufyrirtækjum hratt og hjá Icelandair fór það niður um þrjá fjórðu fyrstu mánuðina eftir að landamærum var lokað til að hefta útbreiðslu veirunnar. Gengið hélt svo áfram að lækka fram á haustið þegar efnt til hlutafjárútboðs þar sem hver hlutur var seldur á 1 …

Aðdáun Indverja á vískíi er ekki ný af nálinni. Þó var það ekki fyrr en í kringum árið 2010 að framleiðandinn Amrut, sem var stofnaður árið 1948, kynnti Indian Single Malt viskí sem átti sérstaklega góðu gengi að fagna í Skotlandi, af öllum stöðum, áður en það hélt áfram til Bandaríkjanna þar sem það mæltist …

Ein leiðin til að sjá eigin augum hversu umsvifamikil atvinnugrein ferðaþjónustan er í landinu er að fara í morgunferð austur á Þingvelli, njóta þess að vera þar nánast einn dálitla stund og hlusta á fuglana syngja, fylgjast síðan með bílaflóðinu inn á stæðin við gestastofuna á Hakinu þegar klukkan fer að ganga tíu. Þá sér …