Samfélagsmiðlar

Besti veitingastaður Norðurlanda

Besti veitingastaður í heimi er í Kaupmannahöfn en á Jótlandi er sá sem þykir skara fram úr á Norðurlöndum. Enn eitt dæmi um að gerð vinsældalista er ekki vísindaleg en breytir engu fyrir áhugafólk um góðan mat.

Það er margra mánaða bið eftir borði á besta veitingastað í heimi, Noma í Kaupmannahöfn. Konungsfjölskyldan er ekki einu sinni tekinn framfyrir röð sem er óvenjulegt í landi frænda okkar þar sem Margrét Þórhildur og hennar fólk getur alla jafna gengið að bestu bitunum.

En kannski er Noma ekki endilega sá besti í heimi því á Jótlandi er að finna Henne Kirkeby Kro, huggulega sveitakrá, sem nýlega var kjörinn besti veitingastaður Norðurlanda. Kokkar kráarinnar þykja standa sig betur en kollegar þeirra á Noma og hinum Michelin stöðunum í Kaupmannahöfn. Að minnsta kosti að mati samtaka norræna sælkera sem veittu verðlaunin.

Fiskur og grænmeti

Það ríkir ekki hefðbundin kráarstemmning á Henne Kirkeby Kro. Þetta er nefnilega alvöru veitingastaður þar sem helstu matreiðslumenn Danmerkur standa við eldavélar og útbúa rétti sem oftar en ekki eru settir saman úr hráefni úr nágrenninu. Sjávarfang frá strandbæjunum við vesturhafið er til dæmis áberandi á matseðlinum og grænmeti úr sveitinni.

Í hádeginu kosta aðalréttirnir frá tæpum tvö hundruð dönskum krónum (rúmar 4000 íslenskar) og þriggja rétta hádegismatur er á 345 danskar (rúmar 7000 íslenskar). Á kvöldin stendur valið á milli 550 króna matseðils eða 875 króna (tæpar 20.000 íslenskar).

Lagt sig eftir matinn

Eftir gestirnir hafa borðað nægju sína af dönsku góðgæti þá eiga þeir þess kost að halla sér á einu af fimm gestaherbergjum hússins. Þar er aðstaðan fyrsta flokks og kostar herbergið frá tæpum tvö þúsund dönskum (um 45.000 íslenskar).

þeir sem vilja gera sérstaklega vel við sig panta því bedda og borð þegar stefnan hefur verið sett á þetta fallega sveitbýli á vesturströnd Jótlands. Og það borgar sig að panta í tíma þó vissulega séu sætin á Henne Kirkeby Kro ekki eins umsetin og þau hjá Noma.

TENGDAR GREINAR: Villta norðvestrið
KÍKTU Í FRÍVERSLUN TÚRISTA

Myndir: Henne Kirkeby Kro

Þessi grein er skrifuð í samvinnu við:

Nýtt efni

Biðinni er brátt lokið og eftirvæntingarfullir aðdáendur írska rithöfundarins Sally Rooney getað andað léttar því að í liðinni viku var tilkynnt af The Wylie Agency, umboðsskrifstofu rithöfundarins, að ný bók væri væntanleg frá henni þriðjudaginn 24. september 2024.  Alex Bowler, talsmaður Faber & Faber, enska forlags rithöfundarins, sendi líka frá sér tilkynningu í tilefni af væntanlegri  …

Farþegar á Keflavíkurflugvelli gátu að jafnaði valið á milli nærri 10 brottfara á dag til höfuðborgar Bretlands í síðasta mánuði. Þetta er viðbót um eina ferð frá sama tíma í fyrra ef tillit er tekið til þess að nú er hlaupaár. London var sú borg sem oftast var flogið til frá Keflavíkurflugvelli í febrúar samkvæmt …

Það er bannað að auglýsa vín á Íslandi - nema auðvitað í amerískum samfélagsmiðlum og þeim erlendu vefsíðum sem íslenskir lesendur heimsækja. Áfengisauglýsingar eru hinsvegar mikilvæg tekjulind fjölmiðla í löndum allt í kringum okkur enda býr áfengisiðnaðurinn yfir miklu fjármagni og vill viðhalda áhuga neytenda á öllum aldri á þessum viðurkennda en varasama vímugjafa. FF7 …

Með hjálp málgreiningarforrits og athugun á orðanotkun hefur Lapo Lappin komist að því að tvær af vinsælustu bókum Camillu geta varla verið skrifaðar af höfundinum sjálfum og bendir Lappin á að textinn líkist mjög textum eftir annan rithöfund, Pascal Engman. Sjálf neitar Camilla (og það gerir Pascal einnig) öllum ásökunum og telur þær vera ávöxt öfundar …

Stundum fer rás atburða í hring. Flugvélasmiðja Spirit í Wichita var sett á stofn af Stearman Aircraft árið 1927 en tveimur árum síðar eignaðist United Aircraft and Transport Corporation fyrirtækið og rak til ársins 1934. Þá tók Boeing við rekstrinum og í heimsstyrjöldinni síðari, árið 1941, varð Spirit deild innan Boeing. Þannig hélst fyrirkomulagið til …

„Ég er búinn að vera í björgunarsveit í að verða 15 ár og í öllum útköllum tók ég Beef Jerky, þurrkað nautakjöt frá Bandaríkjunum, með mér sem nesti í neyð. Ég gekk til dæmis einu sinni þvert yfir landið, frá Reykjanestá yfir á Langanes og fyrir þá ferð gerði ég mikla leit að góðu, íslensku …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …