Samfélagsmiðlar

Netsamband í flugi til og frá Íslandi

Þeir sem fljúga með Norwegian frá Keflavík til Osló í sumar geta verið á netinu á leiðinni yfir hafið. Þetta verður í fyrsta skipti sem þessi þjónusta er í boði í Íslandsflugi.

Það tekur tvo og hálfan tíma að fljúga frá Keflavík til höfuðborgar Noregs. Þeir sem fara þessa leið með norska lággjaldaflugfélaginu Norwegian í sumar geta drepið tímann á netinu. Því nær allur flugfloti félagsins er útbúinn þráðlausu netkerfi og kostar þjónustan ekki krónu.

Í samtali við Túrista segir Boris Bubresko, yfirmaður viðskiptaþróunnar félagsins, gera ráð fyrir að það verði netsamband alla leiðinni frá Íslandi til Noregs. Hann bendir þó á að Ísland sé við ystu mörk svæðisins sem net Norwegian nái til. Því verði ekki hægt að segja til með vissu um hvernig sambandið verður yfir Íslandi fyrr en fyrsta nettengda þotan hefur flogið til landsins.

Túristi prófaði þessa nýju þjónustu Norwegian nýverið og það kom þægilega á óvart hversu gott netsambandið var (Sjá nánar hér).

Eins og áður segir eru ekki allar vélar Norwegian með þráðlausu neti og því ekki víst að þeir sem fljúga með félaginu á milli Noregs og Íslands geti hringt í gegnum Skype, farið á Facebook eða lesið sér til um Osló á netinu í háloftunum.

Farþegar bandaríska flugfélagsins Delta á leið til New York ættu einnig að komast á netið en þó aðeins þegar flogið er yfir Bandaríkjunum. Kostar aðgangurinn 12 dollara sem jafngildir rúmum 1500 krónum.

TENGDAR GREINAR: Flugfarþegar sækja í frítt net
NÝJAR GREINAR: Þýskir ferðamenn kvarta undan Grikkjum


Nýtt efni

Rekstrarafkoma Play var neikvæð um 2,9 milljarða króna í fyrra og svo bættust við rúmir þrír milljarðar í fjármagnskostnað. Tapið fyrir skatt nam því 6,3 milljörðum króna. Afkomuspáin fyrir yfirstandandi ár gerði ráð fyrir að rekstrarafkoman yrði í kringum núllið en nú hefur staðan versnað og reiknað er með neikvæðri afkomu. Þetta kemur fram í …

Verð á hlutabréfum í þýska rafhlöðuframleiðandanum Varta hrundi við opnun markaðar í Frankfurt í dag, eða um nærri 80%, eftir að fréttir bárust af tillögum um endurskipulagningu fyrirtækisins. Þær myndu leiða til þess að hlutabréf núverandi eigenda yrðu nánast verðlaus.  Meðal þess sem að rætt er um er að núverandi meirihlutaeigandi, austurríski milljarðamæringurinn Nichael Tojner, …

Meðal þess sem kom í ljós eftir Covid-19-faraldurinn var að starfsfólk skorti í vaxandi ferðaþjónustu víða um heim. Faraldurinn truflaði gangverk vinnumarkaðar margra landa og sér ekki fyrir endann á því. Skortur á starfsfólki gæti hamlað vexti í greininni. Ætli megi ekki segja að fólk vilji fremur ferðast en þjóna öðrum? Vandræði eru á mörgum …

Íslandssjóðir eru ekki lengur meðal 20 stærstu hluthafa Icelandair en sjóðastýringafyrirtækið, sem er í eigu Íslandsbanka, varð stærsti hluthafinn í Play eftir hlutafjáraukningu í apríl sl. Íslandssjóðir hafa síðustu mánuði dregið töluvert úr fjárfestingu sinni í Icelandair og eru ekki lengur meðal tuttugu stærstu hluthafanna. Nú eru aftur á móti tvö eignarhaldsfélög á vegum Högna …

Ekkert félag flýgur fleirum innan Evrópu en lágfargjaldaflugfélagið Ryanair gerir og síðustu mánuði hafa farþegar félagsins að jafnaði borgað minnað fyrir sætin en þeir sem voru á ferðinni í fyrra. Tekjur félagsins lækkuðu þannig á milli ára samkvæmt uppgjöri sem félagið birti í morgun fyrir fjórðunginn apríl til júní. Sá er fyrsti fjórðungur reikningsársins hjá …

BYD

Kínverski rafbílaframleiðandinn BYD lækkaði verð á bílum sínum á íslenska markaðnum í ársbyrjun þegar dregið var úr opinberum stuðningi við kaup á nýjum rafbílum. Þar með gat Vatt, sem er með umboð fyrir BYD hér á landi, boðið ódýrustu tegundina á lægra verði en í fyrra að því gefnu að kaupandinn fái hinn nýja rafbílastyrk …

Megn óánægja er meðal starfsmanna skemmtigarðsins Disneyland í Kaliforníu í Bandaríkjunum og hóta þeir nú verkfalli í fyrsta skipti frá árinu 1984. Kjaraviðræður sem staðið hafa síðan í apríl hafa engum árangri skilað. Ef af verður munu 14 þúsund starfsmenn skemmtigarðsins leggja niður störf samkvæmt frétt CNN en 99 prósent þeirra hafa samþykkt verkfallsaðgerðir. Til …

Flugferðirnar yfir Atlantshafið eru tíðari í dag en þær voru í fyrra en eftirspurnin hefur ekki aukist í sama mæli. Af þeim sökum fá flugfélögin minna fyrir hvert sæti og nú í vor nam lækkunin á ódýrasta farrými allt að fimmtungi að jafnaði. Og nú þegar markaðurinn fyrir Íslandsferðir er ekki eins sterkur og í …