Samfélagsmiðlar

Snjallsímavæðing í fluggeiranum

Það styttist í að hægt verði að bóka flug með WOW air með nýju snjallsímaforriti. Icelandair og Iceland Express hyggjast einnig auka símþjónustuna hjá sér.

Það bætist hratt við úrvalið af snjallsímaforritum (apps) sem eiga að auðvelda túristum að ná áttum á ókunnugum stöðum, finna bestu veitingahúsin, bóka hótel o.s.frv. Flugfélög hér heima og erlendis eru eitt af öðru að prófa sig áfram á þessu sviði. Icelandair er til dæmis með sérstaka heimasíðu sem er sérstaklega hönnuð fyrir farsíma með vafra. Notendurnir þurfa þó að vera nettengdir til að geta nýtt sér hana en Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúa Icelandair, segir að fyrirtækið sé að skoða valkosti sem vinni með vef-appinu sem nú er til staðar.

WOW air að verða klár

„Í appinu okkar, sem er væntanlegt innan skamms fyrir bæði iPhone og Android síma, verður hægt að bóka flug, farþegar geta haldið utan um bókun sína, fengið upplýsingar um komu og brottfaratíma ásamt því að geta skoðað upplýsingar um áfangastaði,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir talskona WOW air um app fyrirtækisins sem er væntanlegt á næstunni. Fyrirtækið stígur stórt skref með þessu framtaki því félög eins og SAS og Norwegian hafa dregið lappirnar í þessum málum. Það síðarnefnda hleypti þó af stokkunum einföldu appi í síðustu viku sem nýtist ekki til að bóka flugmiða.

Hjá Iceland Express fengust þær upplýsingar að málið væri til skoðunar og þessi þjónusta kæmi vel til greina.

TENGDAR GREINAR: Flugvellir sem hampa snjallsímum Ferðatrygging í símanum

Nýtt efni

„Aðkoma mín að ferðaþjónustunni hefur verið á ýmsum sviðum og ég hef fengið að starfa í greininni í meira en þrjá áratugi, þar af meira en aldarfjórðung í eigin rekstri. Á þessum árum hefur greinin okkar vaxið úr því að vera næstum því tómstundagaman fyrir áhugasama í það að vera stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar með öllum …

Veitingahúsarekstur á Íslandi getur verið töluverður barningur: Vaktafyrirkomulag er kostnaðarsamt og launin vega mjög þungt í rekstri, verð á hráefni er hátt og opinber gjöld ekki síður, einkum á áfengi. Veitingamenn bíða eins og aðrir að gengið verði frá kjarasamningum og það verði hægt að gera einhverjar áætlanir fram í tímann.  Þegar launin sem greiða …

Kauphöllin

Hlutabréfavísatalan Stoxx Europe 600 náði sína hæsta gilda á föstudaginn og hefur þá hækkað um nærri 70 prósent frá því mars 2020 þegar vísitala fór lægst í upphafi heimsfaraldursins. Vísitala Bloomberg sem fylgist með gengi evrópskra flugfélaga hefur á sama tíma hækkað um 23 prósent. Af stóru evrópsku flugfélögunum er Ryanair það eina þar sem …

Tónlistarmaðurinn hefur á þessum árum lagt inn 689 lög í eigin nafni. En þrátt fyrir afar litlar vinsældir hefur maðurinn fengið útborgaðar um það bil sem svarar 90 milljónum íslenskra króna frá streymisveitunum vegna þess hve oft lögin hafa verið spiluð. Til að fá útborgað um eitt hundrað krónur frá tónlistarstreymisveitu þarf lag að vera …

Árið 2023 varð metár í komum ferðamanna til hinnar fornu, fögru og söguríku Aþenu. Um sjö milljónir erlendra ferðamanna lentu á Aþenu-flugvelli sem kenndur er við Eleftherios Venizelos, 600 þúsundum fleiri en 2019. Bandaríkjamenn voru stærsti hópurinn, ein milljón, en næst á eftir komu 687 þúsund Bretar, 478 þúsund Þjóðverjar, 462 þúsund Frakkar og 410 …

Áætlun Ryanair á komandi sumarvertíð byggir á því að félagið fái að lágmarki 50 nýjar Boeing Max þotur en forstjóri flugfélagsins, Michael O'Leary, er svartsýnn á að það gangi eftir. Nýju þoturnar verði í besta falli fjörutíu en upphaflega hafði Boeing lofað 57 nýjum Max-þotum samkvæmt frétt Bloomberg. „Það hamlar vexti okkar að vita ekki …

Stellantis er einn stærsti bílaframleiðandi heims. Í viðtali við þýska blaðið Welt am Sonntag ítrekar Carlos Tavares, forstjóri Stellantis, stuðning samsteypunnar við banni við sölu á bílum knúnum bensíni og dísil árið 2035. Ummælin falla í tilefni af því að margir spá íhaldssveiflu í Evrópuþingskosningum í júní og að í framhaldi af því verði áformum …

Það vakti athygli að fáum dögum eftir lát eins af þekktari ritstjórum The New York Times, Joseph Lelyveld, streymdu inn á Amazon-netverslunina fjölmargar nýjar ævisögur ritstjórans. Lelyveld lést í janúar í ár og þegar bróðir hans Michael fór inn á netið fáum dögum eftir útför Josephs til að sjá hvernig samferðarmenn minntust bróðurins tók hann eftir …