Samfélagsmiðlar

Góð frammistaða hjá Icelandair

klukka

Brottfarir Icelandair voru langoftast á réttum tíma síðastliðin hálfan mánuð og tafirnar voru að jafnaði aðeins tvær mínútur. Iceland Express stóð sig líka vel á tímabilinu.

Síðustu tvær vikur hafa vélar Icelandair hafið sig til flugs frá Keflavík að jafnaði nærri þrjátíu sinnum á dag. Í 94 prósent tilvika hafa vélarnar farið á réttu tíma. Hjá Iceland Express voru brottfarir um fimm á dag og voru 91% á áætlun. Stundvísi WOW air var aðeins lakari en ferðir félagsins voru um þrjár á dag.

Hlutfall koma sem stóðust áætlun var lægra hjá öllum félögunum þremur. Í heildina voru því níu af tíu ferðum Icelandair og Iceland Express á réttum tíma og 79 prósent hjá WOW air. Tafir hjá því síðarnefnda voru 24 mínútur að jafnaði. Meðalseinkun á ferðum Icelandair, til og frá landinu, voru hins vegar aðeins 2 mínútur eins og sjá má á töflunni hér að neðan.

Stundvísitölur Túrista, 1. til 15. ágúst (í sviga eru niðurstöður seinni hluta júlí).

1. – 15. ágúst.

Hlutfall brottfara á tímaMeðalseinkun brottfaraHlutfall koma á tíma
Meðalseinkun komaHlutfall ferða á tíma
Meðalbið alls
Icelandair94% (84%)2 mín (11 mín)87% (80%)3 mín (10 mín)90% (82%)2 mín (10 mín)
Iceland Express91% (94%)8 mín (2 mín)89% (88%)14 mín (2 mín)90% (91%)

11 mín (2 mín)

WOW air86% (77%)17 mín (33 mín)71% (85%)32 min (6 mín)79% (81%)24 mín (19 mín)

Um útreikningana: Daglega reiknar Túristi út hversu mikill munur er á áætluðum komu- og brottfaratímum og þeim tímasetningum sem gefnar eru upp fyrir lendingar og flugtak á heimasíðu Keflavíkurflugvallar. Þar sem seinkun um korter telst vera innan skekkjumarka í fluggeiranum þá eru fimmtán mínútur dregnar frá öllum seinkunum. Flug sem tefjast um minna en stundarfjórðung teljast vera á áætlun.

Fylgstu með Túrista á Facebook

NÝJAR GREINAR: Fáir í rússibana í rigningu
TILBOÐ: 5% afsláttur á ódýru hóteli í Köben og á hótelíbúðum í Berlín

Mynd: Gilderic/Creative Commons

Mynd: Denmark Media Center

Nýtt efni

Lufthansa-flugsamsteypan tilkynnti í dag að flugferðum til Amman í Jórdaníu, Erbil í Kúrdahéruðum Íraks og Tel Aviv í Ísrael yrði frestað til þriðjudags og ekki yrði flogið til Beirút í Líbanon og Teheran í Íran a.m.k. til fimmtudags vegna stríðsógnarinnar og hernaðaraðgerða í Mið-Austurlöndum. Á flugvellinum í Amman í Jórdaníu - MYND: Unsplash/Cila Photography Reuters-fréttastofan …

Hjá Könglum er rík áhersla lögð á að nýta afurðir úr nærumhverfinu, hvort sem það eru jurtir, afgangar eða aukaafurðir bruggunarferlisins. Sjálfbær hugsun og skynsöm nýting náttúrunnar er auk þess í farabroddi þar sem aldrei er tekið meira en náttúran hefur að gefa, svo hún geti tekið við sér aftur eftir uppskeruna. Heitið Könglar varð …

Árið 2001 starfaði Khaled Hosseini sem heimilislæknir en stundaði bókaskrif í frístundum sínum. Hann vaknaði á hverjum morgni klukkan 4:30 og sat við eldhúsborðið yfir bókaskrifum fyrstu þrjár morgunstundirnar. Síðan fór hann í sturtu, klæddi sig og keyrði á læknastofuna til að meðhöndla sjúklinga sína. En sjálfur segir höfundurinn að allan þann tíma sem hann …

Icelandair tekur í notkun þrjár nýjar Boeing Max þotur fyrir sumarvertíðina og sú fyrsta er komin til landsins en hún er fengin af lager flugvélaframleiðandans í Seattle. Hinar tvær eru splunkunýjar og segir Guðni Sigurðsson, talsmaður flugfélagsins, að þær séu báðar komnar af færibandinu og nú fari fram lokaskoðun á þeim. Von er á þessum …

Íslendingar hafa líklega önnur viðmið um það hvað sé hæfilega margt fólk samankomið á einum stað en þjóðir sem vanar eru meiri mannþröng og umferðarþunga alla daga. Sjálfsagt er það eigingjarnt og sjálfmiðað að ætlast til þess að fá að ganga einsamall í friði og ró niður Almannagjá á Þingvöllum á góðum sumardegi. Þeir dagar …

Frestur til að skila inn tilboðum í 35 prósent hlut Landsbankans í Keahótelin, eina stærstu hótelkeðju landsins, rann út fyrir síðustu jól. Ennþá er söluferlið í gangi samkvæmt svari frá bankanum en engar nýjar upplýsingar er að fá um stöðuna. Hluturinn í Keahótelunum var auglýstur til sölu í lok nóvember í fyrra og þá sagði …

Wizz Air er meðal þeirra flugfélaga í heiminum sem losa minnst af CO2 og hefur fengið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir viðleitni til sjálfbærni. Þessi árangur skýrist fyrst og fremst af því að ungverska félagið er með nýjan flugflota í þjónustu sinni, aðallega Airbus A321neo sem flestar eru innan við fimm ára gamlar. Þá hjálpa góð sætanýting …

Þessar niðurstöður komu í ljós í könnun sem Jacques Delors-stofnunin gerði í mars í þessum löndum, en niðurstöðurnar fóru ekki mjög hátt fyrr en The Guardian gerði þær að umtalsefni á dögunum. Niðurstöðurnar þykja nefnilega athyglisverðar í ljósi þess að mikið hefur verið rætt um að bakslag hafi orðið í stuðningi almennings í Evrópu við aðgerðir í umhverfismálum. Könnunin …