Samfélagsmiðlar

Ferðamannaborg ársins í Evrópu

Í fyrra var það London og þar á undan þótti Istanbúl best en í ár unnu Skotar.

Hinar grjótlögðu, þröngu götur sem liggja upp að Edinborgarkastala, helsta kennileiti höfuðborgar Skotlands, hafa lengi haft aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Þar getur fólk virt fyrir sér hina fallegu byggð, keypt sér ódýr skotapils og jafnvel fundið góða afsökun til að fá sér vískí um miðjan dag.

Niðri á jafnsléttunni er að finna alls kyns búðir og gististaði og á matsölustöðunum er boðið upp á allt frá djúpsteiku marssúkkulaði og upp í Michelin mat.

Það er því margt hægt að gera í Edinborg og það þarf því ekki að koma á óvart að hún hafi verið valin fremsti áfangastaður Evrópu á verðlaunahátíðinni World Travel Awards fyrr í þessum mánuði.

Tekur Edinborg þar með við titlinum af Lundúnum sem hefur fengið nafnbótina reglulega síðan verðlaunin voru fyrsta afhent árið 1996.

Hætta við sérstakan hótelskatt

Síðustu ár hafa yfirvöld í Edinborg íhugað að leggja sérstakt gjald ofan á hótelverð í borginni. Áætlaðar árstekjur af gjaldheimtunni voru sem samsvarar um milljarður íslenskra króna. Peninginn átti m.a. að nota til að styðja við bakið á Edinborgarhátíðinni en hún laðar til sín mikinn fjölda gesta en gengur víst ekki upp fjárhagslega samkvæmt frétt Daily Mail.

En nú virðist gjaldtakan komin af dagskrá og því fagna ferðamálafrömuðir borgarinnar sem ítrekað hafa bent á að ein af ástæðunum fyrir komu túrista til Edinborgar er sú staðreynd að hún er frekar ódýr ferðamannastaður. Skatturinn hefði því komið sér illa.

Ferðaskrifstofan VITA býður upp á ferðir til Edinborgar í nóvember og í vor. Breska flugfélagið easyJet hefur svo áætlunarflug til borgarinnar næsta sumar.

NÝJAR GREINAR: Verslað í Washington5 ástæður til að heimsækja Berlín í vetur

Mynd: VisitScotland/ScottishViewpoint

Nýtt efni

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …

Stærstu hluthafar Play skuldbindu sig til að leggja flugfélaginu til 2,6 milljarða króna í nýtt hlutafé í byrjun síðustu viku en með þeim skilyrðum að hlutafjárútboðið myndi nema samtals fjórum milljörðum króna. Nú hefur félagið tryggt sér þá 1,4 milljarða sem upp á vantaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að þessi hlutafjáraukning sé …

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …

Þjóðarflugfélög Frakka og Hollendinga mynda samsteypuna Air France-KLM Group og hagnaðist fyrirtækið um 934 milljónir evra á nýliðnu ári. Sú upphæð jafngildir 140 milljörðum króna. Aldrei áður hefur þessi fransk-hollenska samsteypa skilað svona miklum hagnaði að því fram kemur í tilkynningu nú í morgun í tilefni af birtingu uppgjörsins. Þar kemur fram að stríðið á …