Samfélagsmiðlar

Gistinóttum Íslendinga í Skandinavíu fjölgaði mikið

Í sumar fóru 7 prósent fleiri Íslendingar til útlanda en í fyrra. Á sama tíma fjölgaði gistinóttum í Osló og Stokkhólmi um rúmlega þriðjung frá síðasta sumri.

Íslendingar keyptu rúmlega níu þúsund gistinætur í Kaupmannahöfn í júní, júlí og ágúst í ár. Þetta er aukning um nærri átta af hundraði frá sama tíma í fyrra. Íslenskum túristum fjölgaði mun meira í höfuðborgum Noregs og Svíþjóðar eða um rúmlega þriðjung í báðum tilvikum. Gistinætur merktar Íslendingum eru þó um fjórum sinnum færri í þessum tveimur borgum en í Kaupmannahöfn samkvæmt upplýsingum Túrista frá ferðamálaráðum borganna þriggja.

Á vef Ferðamálastofu kemur fram að utanlandsferðum Íslendinga fjölgaði um tæp sjö prósent í sumar í samanburði við síðasta ár. Hlutfallslega er aukningin í komu Íslendinga til Oslóar og Stokkhólms því langt umfram fjölgunina í ferðalögum til útlanda.

Í sumar flugu Icelandair og SAS til beggja þessara borga en Norwegian bauð upp á flug til Osló.

Líkt og fjallað var um hér á síðunni nýverið það jókst framboð á flugsætum til Kaupmannahafnar um rúmlega fjögur þúsund í sumar en farþegum á flugleiðinni fjölgaði aðeins um tæplega þúsund. Sætisnýtingin hefur því verið verri en sumarið á undan.

Fylgstu með Túrista á Facebook

TENGDAR GREINAR: Miklu fleiri Íslendingar til Berlínar
NÝJAR GREINAR: Ferðamannaborg ársins í Evrópu

Nýtt efni

Heldur færri beiðnum um vegabréfsáritun var hafnað á Schengen-svæðinu 2023 miðað við árið á undan, 1,6 milljónum eða 15,8 prósentum af heildarfjölda áritana í stað 17,9 prósenta. Flestum beiðnum var að venju hafnað í Frakklandi eða 436.893, samkvæmt frétt SchengenNews, en Frakkar taka líka við flestum beiðnum. Þau ríki sem koma næst á eftir á …

Þegar nýtt íslenskt flugfélag fer í loftið þá er Kaupmannahöfn ávallt meðal fyrstu áfangastaða. Þannig var það í tilfelli Iceland Express, sem þó var ekki fullgilt flugfélag, Wow Air og Play. Hjá öllum þremur var stefnan ekki sett á Stokkhólm fyrr en fleiri þotur höfðu bæst í flotann. Play fór sína fyrstu ferð til sænsku …

Árið 2023 varð landsvæði sem nam tvöfaldri stærð Lúxemborgar eldum að bráð í Evrópu - meira en hálf milljón hektara gróðurlendis eyðilagðist. Samkvæmt upplýsingum Evrópska upplýsingakerfins um gróðurelda (European Forest Fire Information System - EFFIS) voru 37 prósent umrædds lands þakin runnum og harðblaðaplöntum en á 26 prósentum óx skógur.  Auk gríðarlegs tjóns vistkerfisins fylgdu …

Kopar er nú meðal eftirsóttustu hráefna í iðnaði og verð á honum hækkar ört - svipað og gerðist með hráolíuna á áttunda áratugnum eftir að olíuframleiðendur í Arabalöndunum settu viðskiptabann á Bandaríkin og bandalagsríki þeirra vegna stuðnings við Ísrael í Yom Kippur-stríðinu. Mikil hækkun á verði kopars á mörkuðum skýrist raunar að hluta af auknum …

Ísland komst fyrst á kortið hjá United Airlines vorið 2018 þegar félagið hóf áætlunarflug hingað frá New York. Síðar bætti bandaríska flugfélagið við ferðum hingað frá Chicago og í báðum tilvikum voru brottfarir í boði frá frá vori og fram á haust. Í fyrra varð ekkert út Íslandsflugi United frá New York en í lok …

Ferjan Sæfari leggst að bryggju í Sandvík, þorpi Grímseyjar, um hádegisbil eftir um þriggja klukkustunda siglingu frá Dalvík. Ferjan stoppar ekki lengi í eyjunni í þetta sinn heldur leggur aftur af stað frá Grímsey klukkan 14. Dagsferðalangar í Grímsey á veturna stoppa því aðeins í tæpar tvær klukkustundir í eyjunni en leggja á sig meira …

Mótun ferðamálastefnu fyrir Ísland til ársins 2030 var sett á ís þegar Covid-faraldurinn hófst en þráðurinn var tekinn upp að nýju í fyrra. Þá skipaði ráðherra ferðamála, Lilja Alfreðsdóttir, sjö starfshópa til að fara í verkið og komu meira en 100 manns að þeirri vinnu. Drög að tillögu til þingsályktunar voru birti í febrúar og …

Þrátt fyrir takmarkað framboð á flugi innan Evrópu þá eru fargjöld ekki á uppleið og verðþróunin er neytendum í hag nú í sumarbyrjun að sögn forstjóra og fjármálastjóra Ryanair sem kynntu nýtt ársuppgjör félagsins nú í morgun. Reikningsár þessa stærsta lágfargjaldaflugfélags Evrópu lauk í lok mars sl. og þar var niðurstaðan hagnaður upp á 1,9 …