Þeir sem ferðast með þessa farangurstösku hafa báðar hendur fríar.
Framleiðendur Hop ferðatöskunnar telja sig vera með í höndunum byltingarkennda vöru sem eigi eftir að leysa bráðan vanda ferðamanna út um allan heim. Þeir hafa þróað ferðatösku sem fylgir eiganda sínum eftir án þess að hann þurfi að draga hana á eftir sér. Taskan er með innbyggða skynjara sem stjórnast af snjallsímaforriti sem ferðalangurinn setur í gang þegar lagt er í hann. Taskan sér svo sjálf um að rúlla sér áfram.
Eins og sjá má á kynningarmyndbandinu hér fyrir neðan víkur Hop ekki frá eiganda sínum en sá gengur reyndar grunsamlega hægt eftir sléttu gólfi, þarf hvergi að beygja og mætir ekki neinum. Það er því óljóst hvernig Hop virkar við raunverulegri aðstæður, til dæmis í mannþröng eða á götu úti.
Ekki kemur fram hvenær taskan kemur á markað eða hvað hún muni kosta.
NÝJAR GREINAR: Icelandair býður betur til Gatwick – Verslað í Washington
Mynd: Cargocollective