Samfélagsmiðlar

Stundvísitölur: Sáralítlar tafir á ferðum til útlanda

Farþegar á leið frá landinu á fyrri hluta mánaðarins þurftu lítið sem ekkert að bíða. Komutímar héldu ekki eins oft. Icelandair hefur fjölgað ferðum mikið.

Meðalbið eftir brottförum frá Keflavík síðustu tvær vikur var lítil sem engin. Nær allar ferðir Icelandair, Iceland Express og WOW air fóru á tíma og engri ferð hjá SAS seinkaði. En skandinavíska félagið er nú það þriðja umsvifamesta á Keflavíkurflugvelli. Komutímar stóðust sjaldnar áætlun og þá sérsaktlega hjá WOW air. En hafa verður í huga að ferðir þess félags eru fáar þessar vikurnar og hver seinkun vegur því þungt í meðaltalinu.

Primera Air, Norwegian, easyJet og Air Greenland flugu líka milli Íslands og útlanda á tímabilinu en ferðir þeirra voru færri en þessara fjögurra sem finna má í töflunni hér fyrir neðan.

Fimmtungs fjölgun hjá Icelandair

Icelandair stóð fyrir rétt tæplega sex hundruð ferðum til og frá Keflavík fyrstu fimmtán daga október. Það er aukning um 20 prósent frá sama tíma í fyrra samkvæmt útreikningum Túrista. Ferðum Iceland Express hefur hins vegar fækkað um 28 prósent frá fyrri hluta október á síðasta ári.

Þegar vægi félaganna, sem halda úti millilandaflugi héðan í haust, er skoðað þá kemur í ljós að 77 prósent ferðanna eru á vegum Icelandair. Iceland Express stendur fyrir tíundu hverji ferð, SAS 4 prósent og WOW air 3 prósent. Hlutfall annarra félaga er því 6 prósent.

Stundvísitölur fyrri hluti október

1.-15.okt.Hlutfall brottfara á tímaMeðalseinkun brottfaraHlutfall koma á tímaMeðalseinkun komaHlutfall ferða á tímaMeðalseinkun allsFjöldi ferða
Icelandair97%184%391%2590
Iceland Express97%0,193%195%0,578
SAS100%0100%0100%030
WOW air91%0,567%1378%723

Um útreikningana: Daglega reiknar Túristi út hversu mikill munur er á áætluðum komu- og brottfaratímum og þeim tímasetningum sem gefnar eru upp fyrir lendingar og flugtak á heimasíðu Keflavíkurflugvallar. Þar sem seinkun um korter telst vera innan skekkjumarka í fluggeiranum þá eru fimmtán mínútur dregnar frá öllum seinkunum. Flug sem tefjast um minna en stundarfjórðung teljast vera á áætlun.

Fylgstu með Túrista á Facebook

NÝTT: Vegvísir Berlín
TENGDAR GREINAR: Stundvísitölur seinni hluta september

Nýtt efni

Um 90% af öllum úrgangi sem fellur til á Íslandi, bæði frá heimilum og rekstri, ratar í einhvers konar endurvinnslu eða endurnýtingu. Þetta sýna nýjar úrgangstölur frá Umhverfisstofnun, fyrir árið 2022.  Það er fróðlegt að rýna í þessar tölur og fá þar með yfirsýn yfir neyslu Íslendinga, en Íslendingar eru á meðal mestu neysluþjóða í heimi. Magn …

Kínverjar eru leiðandi í smíði rafbíla, sem taldir eru mikilvægir vegna nauðsynlegra orkuskipta í samgöngum. Hinsvegar er Kína enn mjög háð brennslu kola, nærri 60% rafmagns í landinu er framleitt með kolum og það er enn verið að auka kolanám í landinu. Auk þess sem flutt er inn mikið af olíu og gasi. Jafnhliða er …

Það vour 1.299 bílar skráðir nýir á götuna hér á landi fyrstu þrjár vikurnar í júní og þar af 986 á vegum bílaleiga. Það jafngildir því að 24 prósent nýrra ökutækja fór til einstaklinga en á sama tíma í fyrra var hlutfallið 38 prósent samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins sem ná til 23. júní. Þessar fyrstu þrjár …

Það voru þrjú norræn alþjóðaflugfélög sem hófu flugrekstur í Covid-faraldrinum. Hér á landi var það Play en Flyr og Norse í Noregi. Öll þrjú leigðu árið 2021 þotur á lægra verði en áður hafði þekkst og efndu til hlutafjárútboða meðal fagfjárfesta og almennings. Í byrjun síðasta árs varð Flyr gjaldþrota en rekstur þess byggði á …

Ein árangursríkasta loftslagsaðgerð síðari ára á Íslandi er líklega sú að banna urðun lífræns úrgangs. Þetta bann tók gildi í upphafi árs 2023 og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Smám saman hafa jákvæðar tölur verið að berast, sem gefa tilefni til bjartsýni. Það er semsagt hægt að ná árangri í loftslagsmálum, þótt margir …

Barselóna er ein vinsælasta ferðamannaborg Evrópu en óþol íbúa vegna ágangsins hefur farið vaxandi á síðustu árum - ekki síst vegna húsnæðisvanda ungs fólks sem ekki getur keppt við ferðaþjónustuna í leiguverði. Fyrri borgaryfirvöld hættu útgáfu nýrra leyfa til útleigu og lokað mörgum ferðamannaíbúðum en nú eru í farvatninu enn meiri breytingar. Airbnb og öðrum …

Í Svíþjóð kalla sumarsólstöður, eða Midsommar, á mikil hátíðarhöld þar sem síld og snaps hafa lengstum verið í aðalhlutverki. Sölutölur sænskra kaupmanna sýna þó að vinsældir síldarinnar dala ár frá ári og nú er svo komið að salan hefur helmingast frá árinu 2008. Frá þessu greinir Sænska ríkisútvarpið. Skýringin á þessari þróun liggur í bragðlaukum …

Ferðahópur á Þingvöllum

Alþingi hefur samþykkt tillögu til þingsályktunar, sem ferðamálaráðherra lagði fram í apríl, um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030. Öðlast þingsályktunin þegar gildi en mótun stefnunar var sett á ís þegar Covid-faraldurinn hófst en þráðurinn var tekinn upp að nýju í fyrra. Þá skipaði ráðherra ferðamála, Lilja Alfreðsdóttir, sjö starfshópa til að fara í verkið og komu meira …