Samfélagsmiðlar

Þriðja mesta lækkunin á íslenskum hótelum

Þeir sem pöntuðu gistingu hér á landi í gegnum eina stærstu hótebókunarsíðu í heimi greiddu að meðaltali minna nú en í fyrra fyrir herbergin. Aðeins í tveimur löndum lækkaði verðið meira en hér.

Á fyrri helmingi ársins lækkaði verð á íslenskum hótelum um tíund samkvæmt útreikningum hótelbókunarsíðunnar Hotels.com. Fór meðalverðið sem viðskiptavinir síðunnar greiddu fyrir hótelnóttina hér úr 18.300 krónum í 16.600. Á heimsvísu voru það aðeins hótelstjórarar í Óman og Kolumbíu sem þurftu að sætta sig við meiri verðlækkanir.

Meðalverð Hotels.com eru reiknuð út í breskum pundum og hefur íslenska krónan veikst um 6 prósent gagnvart pundinu á tímabilinu og hefur sú breyting áhrif á stöðuna.

Reykjavík var ein þeirra borga þar sem verðið féll mest samkvæmt Hotels.com eða um 11 prósent á fyrri hluta ársins í samanburði við sama tíma í fyrra.

Hvert vægi Hotels.com er á íslenska hótelmarkaðnum er ekki vitað og því ekki víst að þessi verðlækkun sem fyrirtækið hefur skráð í sínar bækur endurspegli raunverulega stöðu hér á landi.

NÝJAR GREINAR: Gistnóttum Íslendinga í Skandinavíu fjölgaði mikiðFerðamannaborg ársins í Evrópu

Nýtt efni

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, og ríkisstjórn hans með Janet Yellen, fjármálaráðherra, fremsta í flokki, hafa nú kynnt fyrstu opinberu leiðbeiningarnar fyrir markað með kolefniseiningar þar í landi. Leiðbeininginum er ætlað auka líkurnar á því að kolefniseiningar sem ganga kaupum og sölum séu af nægilegum gæðum og að verkefnin sem liggi þeim til grundvallar skili raunverulegum árangri, …

„Fyrir þessa aðgerð voru rúmlega 800 manns í störfum sem ekki eru flugtengd og uppsagnirnar náðu eingöngu til þeirra," segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, en fyrirtækið samdi í dag um starfslok 82 starfsmanna. Uppsagnirnar náðu ekki til áhafna líkt og FF7 hafði áður greint frá. „Eins og við höfum sagt þá var árið …

Ráðuneyti viðskipta og sjávarútvegsmála í Noregi kynnti fyrir tveimur árum drög að frumvarpi um að þarlendir kjarasamningar og reglur um aðbúnað næðu líka til áhafna erlendra skipa sem færu um norska lögsögu. Litið yrði svo á að um leið og erlent skip færi inn fyrir norska lögsögu giltu um það sömu reglur og alla innlenda …

Fjárfestar lögðu Play til 4,6 milljarða króna í hlutafjárútboði félagsins sem lauk þann 11. apríl síðastliðinn. Í kjölfarið urðu töluverðar breytingar á hópi stærstu hluthafa félagsins. Nú er lífeyrissjóðurinn Birta stærsti einstaki hluthafinn en samanlagt fara sjóðir á vegum Íslandssjóða fyrir enn stærri hlut. Meðal nýrra stórra hluthafa er félag í eigu Einars Sveinssonar og …

Icelandair sagði í dag upp 82 starfsmönnum en um er að ræða starfsfólk úr ýmsum deildum á skrifstofum og starfsstöðvum félagsins. Í tilkynningu er bent á að Icelandair hafi á árunum 2021 til 2023 ráðið og þjálfað um 2.500 starfsmenn og góður árangur hafi náðst við að byggja félagið hratt upp eftir heimsfaraldurinn. Nú er …

Miklar breytingar eru við sjóndeildarhringinn í grænlenskri ferðaþjónustu. Ný flugstöð verður tekin í notkun í Nuuk 28. nóvember. Síðan er ráðgert að ljúka framkvæmdum við nýjar flugstöðvar í Ilulissat og Qaqortoq á Suður-Grænlandi fyrir lok ársins 2026. Nú sinna Air Greenland og Icelandair Grænlandsflugi en færi ættu að skapast til að laða að fleiri flugfélög. …

Þýski Volkswagen ætlar ekki að játa sig sigraðan í baráttunni um markaðinn fyrir ódýrar gerðir rafbíla, þar sem kínverskir framleiðendur hafa náð góðri fótfestu og boða enn frekari landvinninga. Fyrr í mánuðinum runnu út í sandinn viðræður fornu fjendanna Volkswagen og franska Renault um að standa sameiginlega að þróun og smíði nýs rafknúins alþýðubíls til …

Þegar landamæri opnuðu á ný eftir heimsfaraldurinn fylltust þoturnar og flugfélögin gátu hækkað farmiðaverðið það mikið að mörg þeirra skiluðu í fyrra meiri hagnaði en oft áður. Hækkandi tekjur af hverju flugsæti náðu þannig að vega upp á móti háu olíuverði, hækkandi launakostnaði og aukinni verðbólgu. Núna eru hins vegar vísbendingar um að hinni uppsöfnuðu …