Samfélagsmiðlar

Fagnaðu áramótum í útlöndum – ódýrustu fargjöldin

Þeir sem vilja kynna sér áramótasiði í löndunum í kringum okkur geta enn náð sér í far út fyrir minna en fimmtíu þúsund.

Það er hægt að sjá skaupið á netinu og brennan og flugeldarnir breytast lítið milli ára. Þú missir því ekki að neinu hér heima og því tilvalið að slást í hóp með þeim þúsundum sem safnast fyrir á Times Square í New York, Leicester Square í London, við Eiffelturninn í París eða kastalann í Edinborg í kringum miðnætti á gamlársdag.

Ódýrast til London

Það er kannski óraunhæft að ætla til London um áramót með aðeins handfarangur. En ef þú ferð í flugið í úlpunni og áramótafötunum þá sleppur það kannski og þá kostar farið út með easyJet tæpar fjörtíu og fimm þúsund krónur. WOW air og Icelandair rukka hins vegar rúmlega fjörtíu og átta þúsund fyrir flugið. Þeir sem vilja heldur pakka áramótafötunum niður og versla svolítið í ferðinni þurfa hins vegar að borga aukalega 5800 krónur fyrir innritaða tösku hjá WOW air og aðeins meira hjá easyJet. Farmiðar til Kaupmannahafnar kosta álíka og til London en þar fer minna fyrir skipulögðum fagnaðarlátum um áramót þó mikið fjör sé reyndar á brúnni sem liggur yfir á Norðurbrú í kringum miðnætti.

Fjörið á Times Square

Það er næsta víst að myndir frá hátíðarhöldunum á Times Square um áramót munu birtast í fjölmiðlum hér heima á nýársdagsmorgun. Þeir sem vilja vera viðstaddir þessa þekktu áramótagleði geta flogið út en farið kostar a.m.k. 113.790 krónur. Það kostar hins vegar mun minna til Washington en þar bjóða mörg hótel upp á pakka sem inniheldur gistingu og áramótapartí. Minna fer fyrir skipulögðum útihátíðum í höfuðborg Bandaríkjanna á þessum tímamótum.

Það er efnt til tónleika og mikilla hátíðarhalda við Edinborgarkastala á gamlársdagskvöld. Þeir sem vilja gera sér glaðan dag með heimamönnum þurfa að fljúga til Glasgow og taka svo lest eða rútu yfir til Edinborgar. Flugið til Glasgow kostar hins vegar a.m.k. 51.700 krónur í kringum áramót. Farið til höfuðborgar Frakklands er á 76.150 krónur.

Samaburður á fargjöldum um áramót (verð fundin 11.nóv.)

BorgFélagFerðatímabilVerð
LondoneasyJet30/12-3/144.834
LondonWOW air29/12-2/148.025
LondonIcelandair29/12-2/148.480
KaupmannahöfnWOW air28/12-2/144.760
KaupmannahöfnIcelandair28/12-2/146.850
GlasgowIcelandair27/12-3/151.750
BerlínWOW air30/12-4/154.851
ParísIcelandair27/12-2/176.150
WashingtonIcelandair29/12-1/188.960
New YorkIcelandair28/12-1/1113.790

 

 

 

 

 

 

 

 


Á heimasíðu Hotels.com geturðu leitað eftir hótelum í New York, London, París og Edinborg

NÝJAR GREINAR: Ferðaminningar Dr GunnaSandy langt frá meti Eyjafjallajökuls

Mynd: NYCgo

Nýtt efni

„Samstarf fólks um allt land er forsenda þess að þróunin verði Grænlandi í hag. Ferðamenn virða ekki sveitamörk heldur eru með hugann allan við að njóta áfangastaða sinna. Þess vegna er svo brýnt að við sem áfangastaðurinn Grænland vinnum saman að því að bjóða upp á óaðfinnanlega og heildstæða upplifun - og náum saman, bæði …

Biðinni er brátt lokið og eftirvæntingarfullir aðdáendur írska rithöfundarins Sally Rooney getað andað léttar því að í liðinni viku var tilkynnt af The Wylie Agency, umboðsskrifstofu rithöfundarins, að ný bók væri væntanleg frá henni þriðjudaginn 24. september 2024.  Alex Bowler, talsmaður Faber & Faber, enska forlags rithöfundarins, sendi líka frá sér tilkynningu í tilefni af væntanlegri  …

Farþegar á Keflavíkurflugvelli gátu að jafnaði valið á milli nærri 10 brottfara á dag til höfuðborgar Bretlands í síðasta mánuði. Þetta er viðbót um eina ferð frá sama tíma í fyrra ef tillit er tekið til þess að nú er hlaupaár. London var sú borg sem oftast var flogið til frá Keflavíkurflugvelli í febrúar samkvæmt …

Það er bannað að auglýsa vín á Íslandi - nema auðvitað í amerískum samfélagsmiðlum og þeim erlendu vefsíðum sem íslenskir lesendur heimsækja. Áfengisauglýsingar eru hinsvegar mikilvæg tekjulind fjölmiðla í löndum allt í kringum okkur enda býr áfengisiðnaðurinn yfir miklu fjármagni og vill viðhalda áhuga neytenda á öllum aldri á þessum viðurkennda en varasama vímugjafa. FF7 …

Með hjálp málgreiningarforrits og athugun á orðanotkun hefur Lapo Lappin komist að því að tvær af vinsælustu bókum Camillu geta varla verið skrifaðar af höfundinum sjálfum og bendir Lappin á að textinn líkist mjög textum eftir annan rithöfund, Pascal Engman. Sjálf neitar Camilla (og það gerir Pascal einnig) öllum ásökunum og telur þær vera ávöxt öfundar …

Stundum fer rás atburða í hring. Flugvélasmiðja Spirit í Wichita var sett á stofn af Stearman Aircraft árið 1927 en tveimur árum síðar eignaðist United Aircraft and Transport Corporation fyrirtækið og rak til ársins 1934. Þá tók Boeing við rekstrinum og í heimsstyrjöldinni síðari, árið 1941, varð Spirit deild innan Boeing. Þannig hélst fyrirkomulagið til …

„Ég er búinn að vera í björgunarsveit í að verða 15 ár og í öllum útköllum tók ég Beef Jerky, þurrkað nautakjöt frá Bandaríkjunum, með mér sem nesti í neyð. Ég gekk til dæmis einu sinni þvert yfir landið, frá Reykjanestá yfir á Langanes og fyrir þá ferð gerði ég mikla leit að góðu, íslensku …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …