Samfélagsmiðlar

Skítugustu viðkomustaðir ferðalanga

grand central

Fimm varhugaverðir hlutir sem laða bæði að sér bakteríur og ferðamenn.

Veikindi geta því miður sett mark sitt á utanlandsferðina. Samkvæmt höfundum Lonely Planet ferðabókanna þá ættu ferðamenn að vera á varðbergi á þessum stöðum til að minnka líkurnar á smiti.

Flugvélaklósett

Þó salerni í flugvélum séu alla jafna snyrtileg að sjá þá leynast þar víða bakteríur. Ástæðan er sú að vaskurinn er rétt við klósettskálina og það býður hættunni heim að sögn Lonely Planet. Eins komast farþegarnir ekki hjá því að skvetta vatni út fyrir þegar þeir þvo sér um hendurnir því vaskurinn er lítill. Þá verður til fín gróðrarstía allt í kringum handlaugina því bakteríurnar kunna best vel við sig á rökum svæðum.

Almenningssamgöngur

Strætisvagnar og lestir í útlöndum eru alla jafna þétt skipaðar og á hverjum degi skilja því þúsundir manna eftir sig slóð í vögnunum. Handföng, slár og stansrofar eru þakktir bakteríum og því góð regla að bera á sig spritt eftir ferðalagið. Samkvæmt Lonely Planet er líka hætta á að leyfar eftir saur finnist í sætunum.

Lyklaborð

Að nota almenningstölvur, til dæmis á internetkaffihúsum og hótelum, jafnast á við að strjúka puttunum eftir klósettsetu segir Leif Pettersen sérfræðingur Lonely Planet í þessum málaflokki. Ástæðan er sú að lyklaborðin eru sjaldan þrifin og eins er erfitt að hreinsa þau mjög vel.

Peningar

Heilbrigðisstofnun New York borgar fann eitt sinn 135.000 bakteríur á skítugum dollaraseðli en þeir bandarísku eru víst sérstaklega skítugir því þeir eru aðeins úr pappír en ekki plastblöndu líkt og þeir áströlsku. En á þeim fer víst bakteríufjöldi, per rúmsentimetra, niður í allt að tíu.

Annað fólk

Ástæðan fyrir því að klósettin, strætisvagnanir, lyklaborðin og peningarnir verða svona skítugir er sú að notendurnir hafa óhreinkað þá. Könnun sem gerð var meðal farþega á stórum lestarstöðvum í New York leiddi í ljós að aðeins 49 prósent farþega hafði þvegið sér um hendurnar eftir að hafa farið þar á klósettið.

Við þetta má svo bæta að nýleg rannsókn leiddi í ljós að skítugasti hluturinn inn á hótelherbergjum er sjónvarpsfjarstýringin.

Þar sem við komumst varla hjá því að halda okkur fast í strætó, nota flugvélaklósett og handleika peninga þá er sennilega lítið annað að gera en að loka augunum fyrir þessum hættum. Góður handþvottur og spritt geta þó vafalítið minnkað líkurnar á að sóðaskapur annarra spilli utanlandsreisunni.

Nýtt efni

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …

MYND: ÓJ

Kínverskir ferðamenn hafa verið töluvert áberandi í Reykjavík og víðar um land í vor. Auðvitað er fólk af kínverskum uppruna búsett um allan heim og eitthvað af því fer í Íslandsferðir en þeim hefur snarfjölgað sem koma hingað alla leið frá Alþýðulýðveldinu Kína. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli komu hingað í marsmánuði 8.642 Kínverjar og …

Brasilíski flugframleiðandinn Embraer greinir frá góðum gangi í pöntunum og afhendingu véla á fyrstu mánuðum ársins. Mestur var fögnuðurinn í höfuðstöðvunum í São José dos Campos þegar American Airlines staðfesti kaup á 90 farþegaþotum af gerðinni E175, sem verða notaðar í innanlandsflugi og eru hluti af stórri endurnýjun flugflota félagsins. E175 eru meðaldrægar vélar, oftast …

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …