Samfélagsmiðlar

Sumarverðið: Ódýrustu ferðirnar til sjö evrópskra borga

Það kostar sjaldnast undir fjörtíu þúsund að fljúga til Berlínar, Parísar og Hamborgar í sumar. Spánn er ennþá dýrari og sömu sögu eru að segja um Mílanó og Zurich.

Sá sem ætlar að verja einni til tveimur vikum í Barcelona eða Mílanó í sumar þarf að borga að lágmarki um 53 þúsund krónur fyrir flugið. Þýsku borgirnar Hamborg og Berlín er ódýrari og þó þrjú félög fljúgi til Parísar er munurinn lægstu fargjöldum þangað lítill samkvæmt verðkönnun Túrista sem var framkvæmd 7. og 8. janúar. Verð á farmiðum til sjö evrópskra voru athuguð og aðeins á flugleiðum þar sem ríkir samkeppni yfir sumarmánuðina.

Í könnuninni voru fundnar ódýrustu ferðirnar, báðar leiðir, með brottför frá Íslandi í hverjum mánuði fyrir sig. Miðað er við að dvölin í útlöndum sé ein til tvær vikur. Heimferðin getur því verið í öðrum mánuði en brottförin t.d. ef ódýrasta ferðin út er í síðustu viku júnímánaðar og ódýrasta ferðin til Íslands er í fyrstu viku júlí.

Farangurs- og bókunargjöldum er bætt við farmiðaverðið (smelltu hér til að sjá yfirlit yfir aukagjöld félaganna) og gengi dagsins í dag (8. janúar) er notað til að reikna út verð erlendu félaganna.

Alicante

Líkt og áður selja Heimsferðir flug með Primera Air suður á Spán. WOW air flýgur einnig þangað en Alicante er ekki lengur hluti af leiðakerfi Icelandair. Þeir sem reikna með að taka meira en handfarangur með sér í Spánarreisuna fá ódýrustu miðana hjá Heimsferðum. Flugtímar liggja þó ekki fyrir hjá ferðaskrifstofunni.

 HeimsferðirWOW air
Jún51.800 kr.54.490 kr.
Júl48.300 kr.52.490 kr.
Ágú39.800 kr.50.490 kr.

HÓTEL: Smelltu hér til að gera verðsamanburð á gistingu í Alicante

Barcelona

WOW air er ódýrara en Icelandair í júní og júlí en það síðarnefnda býður betur í ágúst.

 IcelandairWOW air
Jún67.060 kr.60.110 kr.
Júl63.760 kr.56.110 kr.
Ágú52.960 kr.56.110 kr.

 

 

HÓTEL: Smelltu hér til að gera verðsamanburð á gistingu í Barcelona

Berlín

Í fyrsta skipti í vetur hefur Íslendingum staðið til boða áætlunarflug til höfuðborgar Þýskalands því WOW air hefur flogið þangað tvisvar í viku. Í sumar fjölgar ferðunum og þá blanda tvö stærstu flugfélög Þýskalands sér í slaginn um farþegana á leið milli Berlínar og Reykjavíkur. Airberlin er ódýrast alla þrjá mánuðina en framboð á ódýrustu miðum hjá félaginu er takmarkað.

 AirberlinLufthansaWOW air
Jún39.783 kr.47.040 kr.40.651 kr.
Júl44.693 kr.69.860 kr.52.381 kr.
Ágú42.999 kr.58.090 kr.42.651 kr.

 

 

HÓTEL: Smelltu hér til að gera verðsamanburð á gistingu í Berlín

Hamborg

Þjóðarverjar eru þriðji stærsti hópur ferðamanna á Íslandi og því verður flogið héðan til sjö þýskra flugvalla í sumar. Til næstfjölmennstu borgarinnar, Hamborg, fljúga Icelandair, Lufthansa og Airberlin. Það íslenska býður best í júní og júlí en er dýrast í ágúst.

 AirberlinIcelandairLufthansa
Jún47.260 kr.41.210 kr.46.570 kr.
Júl43.533 kr.41.210 kr.58.270 kr.
Ágú36.249 kr.41.210 kr.37.930 kr.

 

 

HÓTEL: Smelltu hér til að gera verðsamanburð á gistingu í Hamborg

Mílanó

Það er lítið um áætlunarflug til Ítalíu en þó fljúga bæði Icelandair og WOW air til Mílanó í sumar. Ódýrasta ferðin í júní er með Icelandair en í júlí og ágúst kostar minna að fljúga með WOW air.

 IcelandairWOW air
Jún53.880 kr.56.584 kr.
Júl61.080 kr.56.584 kr.
Ágú68.410 kr.56.584 kr.

 

 

HÓTEL: Smelltu hér til að gera verðsamanburð á gistingu í Mílanó

París

Yfir veturinn er það aðeins Icelandair sem flýgur héðan til Parísar. Umferðin þangað eykst á sumrin þegar WOW air og fransk-hollenska lággjaldaflugfélagið Transavia blanda sér í baráttuna. Í byrjun sumars er WOW ódýrast en svo er lítill munur á þessum þremur.

 IcelandairTransaviaWOW air
Jún42.710 kr.44.015 kr.38.917 kr.
Júl47.510 kr.47.401 kr.46.917 kr.
Ágú47.510 kr.47.501 kr.49.917 kr.

 

 

HÓTEL: Smelltu hér til að gera verðsamanburð á gistingu í París

Zurich

Stærsta borg Sviss er inn á kortum Icelandair og WOW air yfir sumarmánuðina en það fyrrnefnda er mun ódýrari kostur fyrir þá sem kaupa miða þangað í dag.

 IcelandairWOW air
Jún52.980 kr.74.700 kr.
Júl52.980 kr.74.700 kr.
Ágú52.980 kr.74.700 kr.

 

 

HÓTEL: Smelltu hér til að gera verðsamanburð á gistingu í Zurich

TENGDAR GREINAR: Mun ódýrara til Kaupmannahafnar en London
TILBOÐ: 10% afsláttur á gistingu í London

Mynd: Paris.info

 

Nýtt efni

Lufthansa-flugsamsteypan tilkynnti í dag að flugferðum til Amman í Jórdaníu, Erbil í Kúrdahéruðum Íraks og Tel Aviv í Ísrael yrði frestað til þriðjudags og ekki yrði flogið til Beirút í Líbanon og Teheran í Íran a.m.k. til fimmtudags vegna stríðsógnarinnar og hernaðaraðgerða í Mið-Austurlöndum. Á flugvellinum í Amman í Jórdaníu - MYND: Unsplash/Cila Photography Reuters-fréttastofan …

Hjá Könglum er rík áhersla lögð á að nýta afurðir úr nærumhverfinu, hvort sem það eru jurtir, afgangar eða aukaafurðir bruggunarferlisins. Sjálfbær hugsun og skynsöm nýting náttúrunnar er auk þess í farabroddi þar sem aldrei er tekið meira en náttúran hefur að gefa, svo hún geti tekið við sér aftur eftir uppskeruna. Heitið Könglar varð …

Árið 2001 starfaði Khaled Hosseini sem heimilislæknir en stundaði bókaskrif í frístundum sínum. Hann vaknaði á hverjum morgni klukkan 4:30 og sat við eldhúsborðið yfir bókaskrifum fyrstu þrjár morgunstundirnar. Síðan fór hann í sturtu, klæddi sig og keyrði á læknastofuna til að meðhöndla sjúklinga sína. En sjálfur segir höfundurinn að allan þann tíma sem hann …

Icelandair tekur í notkun þrjár nýjar Boeing Max þotur fyrir sumarvertíðina og sú fyrsta er komin til landsins en hún er fengin af lager flugvélaframleiðandans í Seattle. Hinar tvær eru splunkunýjar og segir Guðni Sigurðsson, talsmaður flugfélagsins, að þær séu báðar komnar af færibandinu og nú fari fram lokaskoðun á þeim. Von er á þessum …

Íslendingar hafa líklega önnur viðmið um það hvað sé hæfilega margt fólk samankomið á einum stað en þjóðir sem vanar eru meiri mannþröng og umferðarþunga alla daga. Sjálfsagt er það eigingjarnt og sjálfmiðað að ætlast til þess að fá að ganga einsamall í friði og ró niður Almannagjá á Þingvöllum á góðum sumardegi. Þeir dagar …

Frestur til að skila inn tilboðum í 35 prósent hlut Landsbankans í Keahótelin, eina stærstu hótelkeðju landsins, rann út fyrir síðustu jól. Ennþá er söluferlið í gangi samkvæmt svari frá bankanum en engar nýjar upplýsingar er að fá um stöðuna. Hluturinn í Keahótelunum var auglýstur til sölu í lok nóvember í fyrra og þá sagði …

Wizz Air er meðal þeirra flugfélaga í heiminum sem losa minnst af CO2 og hefur fengið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir viðleitni til sjálfbærni. Þessi árangur skýrist fyrst og fremst af því að ungverska félagið er með nýjan flugflota í þjónustu sinni, aðallega Airbus A321neo sem flestar eru innan við fimm ára gamlar. Þá hjálpa góð sætanýting …

Þessar niðurstöður komu í ljós í könnun sem Jacques Delors-stofnunin gerði í mars í þessum löndum, en niðurstöðurnar fóru ekki mjög hátt fyrr en The Guardian gerði þær að umtalsefni á dögunum. Niðurstöðurnar þykja nefnilega athyglisverðar í ljósi þess að mikið hefur verið rætt um að bakslag hafi orðið í stuðningi almennings í Evrópu við aðgerðir í umhverfismálum. Könnunin …