Samfélagsmiðlar

Hvar er ódýrast að sjá Paul McCartney í sumar?

Bítilinn ætlar að spila á þrennum tónleikum í Evrópu í sumar og svo einkennilega vill til að borgirnar sem hann hefur valið byrja alla á bókstafnum v.

Það ennþá heilmikið fjör í Paul McCartney og hann hefur verið duglegur við að troða upp síðustu ár. Í vor og sumar fer á hann á ferðina á ný og heldur nokkra tónleika í Brasilíu og þrenna í Evrópu. Þeir fyrstu verða í Varsjá, svo er ferðinni heitið til Verona og að lokum treður hann upp í Vínarborg.

Túristi bar saman kostnaðinn við að gera sér ferð til þessara þriggja borga í júní til að sjá bítilinn.

Varsjá laugardaginn 22. júní

Það er líklegt að hátt í sextíu þúsund manns muni taka undir með Paul í Hey Jude á þjóðarleikvangi Pólverja í júní. Ódýrustu miðarnir á tónleikana kosta tæpar tíu þúsund krónur (242 zloty) en þeir dýrustu er á rúmar fjörtíu þúsund. Wow Air flýgur tvisvar í viku til höfuðborgar Póllands og ef haldið er út föstudaginn 21. júní og heim á mánudeginum kostar farið 63.812 krónur. Með hótelleit Túrista má finna ódýra gistingu í Varsjá í lok júní, til dæmis kosta þrjár nætur á hinu fjögurra stjörnu hóteli Polonia Palace tæpar þrjátíu þúsund krónur.

Ef tveir deila herbergi þá kostar tónleikaferðin til Varsjár innan við nítíu þúsund krónur.

Verona þriðjudaginn 25. júní

Bæði Icelandair og Wow Air fljúga til Milanó en þaðan tekur um nítíu mínútur að komast til Verona. Tónleikarnir fara fram í rómverska hringleikahúsinu Arena en miðasala er ekki hafin. Flugið með Wow Air laugardaginn fyrir tónleika og heim viku síðar kostar 81.597 krónur (án farangurs) og ódýrasta farið með Icelandair, dagana í kringum tónleikana, er á 94.430 krónur. Hótelherbergi í Verona eru aðeins dýrari en í Varsjá.

Það er sennilega erfitt að halda kostnaði við ferðalag til Verona undir 150 þúsund krónum.

Vínarborg fimmtudaginn 27. júní

Ef Paul hefur náð tökum á þýsku þann tíma sem hann bjó í Hamborg fyrir rúmum fimmtíu árum síðan er líklegt að hann slái um sig á þeirri tungu á sviðinu á Happel leikvanginum í Vínarborg. Þeir sem vilja verða vitni að því komast inn á völlinn fyrir 9600 krónur (60 evrur). Meðlimir í aðdáendaklúbbi kappans fá þó miðana aðeins ódýrari. Austurríska lággjaldaflugfélagið Niki er það eina sem flýgur milli Keflavíkur og Vínar og ef lagt er í hann 26. júní og heim 2. júlí kostar farið um 85 þúsund krónur. En Niki býður líka upp á þann valkost að fljúga héðan með systurfélaginu Airberlin í gegnum Munchen og þá kostar farið 61.447 krónur (án farangurs). Hér má finna alls kyns tilboð á gistingu í Vínarborg, m.a. Daniel Vienna sem er fjögurra stjörnu hótel sem fengið hefur mikið lof ferðaskríbenta undanfarin misseri.

Þeir sem eru til í að millilenda á leiðinni til Vínar geta komist á tónleikana þar fyrir álíka mikið og þeir sem halda til Varsjár. Í Póllandi er hins vegar ódýrara að vera en í Austurríki.

Á heimasíðu Paul er hægt að bóka miða og fylgjast með hvort hann bæti Valencia, Vilnius eða kannski Vík við tónleikaröðina.

TILBOÐ: Viltu 10% afslátt af gistingu í Edinborg?

Mynd: Oli Gill/Wikicommons

 

Nýtt efni

Fyrstu fimm mánuði ársins hefur verð á flugmiðum frá Íslandi til útlanda verið ódýrara en á sama tímabili í fyrra. Í maí lækkaði verðið um 5,7 prósent samkvæmt nýjum mælingum Hagstofunnar en til samanburðar hækkaði verðlag almennt um 6,2 prósent á milli ára. Verðmælingar Hagstofunnar ná til fleiri flugfélaga en þeirra íslensku en þau standa …

Það er stundum margt um ferðamanninn á Skólavörðustíg og á Laugavegi. Einhverjir tuða vegna þessa, segjast vilja endurheimta miðborgina, en fleiri gera sér grein fyrir því að ferðamenn hafa glætt miðborgina nýju lífi. Það er svo annað mál að ferðamannafjöldi leiðir gjarnan til einhæfni í þjónustu: Ferðamannamenn í miðborginni - MYND: ÓJ Minjagripaverslunum fjölgar óhæfilega, …

Kynnisferðir hf. hagnaðist um rúmlega 1,3 milljarða króna á síðasta ári og tvöfaldaðist hann á milli ára. Tekjur félagsins námu 14,5 milljörðum króna og jukust um 30 prósent frá í fyrra. „Við erum afar stolt af þeim árangri sem náðist í rekstri félagsins á síðasta ári þrátt fyrir hátt vaxtastig og aðrar krefjandi ytri aðstæður. …

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, og ríkisstjórn hans með Janet Yellen, fjármálaráðherra, fremsta í flokki, hafa nú kynnt fyrstu opinberu leiðbeiningarnar fyrir markað með kolefniseiningar þar í landi. Leiðbeininginum er ætlað auka líkurnar á því að kolefniseiningar sem ganga kaupum og sölum séu af nægilegum gæðum og að verkefnin sem liggi þeim til grundvallar skili raunverulegum árangri, …

„Fyrir þessa aðgerð voru rúmlega 800 manns í störfum sem ekki eru flugtengd og uppsagnirnar náðu eingöngu til þeirra," segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, en fyrirtækið samdi í dag um starfslok 82 starfsmanna. Uppsagnirnar náðu ekki til áhafna líkt og FF7 hafði áður greint frá. „Eins og við höfum sagt þá var árið …

Ráðuneyti viðskipta og sjávarútvegsmála í Noregi kynnti fyrir tveimur árum drög að frumvarpi um að þarlendir kjarasamningar og reglur um aðbúnað næðu líka til áhafna erlendra skipa sem færu um norska lögsögu. Litið yrði svo á að um leið og erlent skip færi inn fyrir norska lögsögu giltu um það sömu reglur og alla innlenda …

Fjárfestar lögðu Play til 4,6 milljarða króna í hlutafjárútboði félagsins sem lauk þann 11. apríl síðastliðinn. Í kjölfarið urðu töluverðar breytingar á hópi stærstu hluthafa félagsins. Nú er lífeyrissjóðurinn Birta stærsti einstaki hluthafinn en samanlagt fara sjóðir á vegum Íslandssjóða fyrir enn stærri hlut. Meðal nýrra stórra hluthafa er félag í eigu Einars Sveinssonar og …

Icelandair sagði í dag upp 82 starfsmönnum en um er að ræða starfsfólk úr ýmsum deildum á skrifstofum og starfsstöðvum félagsins. Í tilkynningu er bent á að Icelandair hafi á árunum 2021 til 2023 ráðið og þjálfað um 2.500 starfsmenn og góður árangur hafi náðst við að byggja félagið hratt upp eftir heimsfaraldurinn. Nú er …