Samfélagsmiðlar

Gengið með Steinunni um Berlín

Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur tekur upp þráðinn frá því haust og býður fólki að ganga með sér um söguslóðir bóka sinna í Berlín. Steinunn sagði Túrista frá gönguferðunum, bókunum og borginni.

„Þetta byrjaði allt á því að við Júlía Björnsdóttir vorum að slæpast í Kreuzberg með vinum. Og ég fór að segja frá Ankerklause, knæpunni við kanalinn, þar sem söguhetjan mín, Martin Montag, geislalæknir, hittir fyrst Petru konuna sína, í miðju Berlínarvori. (Líklega hittast allir á þessari súper og svolítið óhrjálegu knæpu, því það kom síðar í ljós að hún er uppáhaldsstaður Quentins Tarantino). Og við Júlía fórum að prjóna, létum okkur detta í hug að sögusvið þessara tveggja samstæðu skáldsagna, Jójó og Fyrir Lísu, væri nokkurra skrefa virði. Við hófum tilraunagöngur og tímamælingar og höfum nú gengið þó nokkrum sinnum. Svo vel hefur tekist til að við köllum þetta töfragöngur. Þær eru að minnsta kosti upplífgandi sprell. Og fyrir utan allt annað prýðis meðlæti með textanum. Mótefni jafnvel líka, gegn alvöru málanna.“

Býr á ævintýralegum stað

„Frá mínum bæjardyrum er Berlín með sínu furðulega landslagi og flóknu sorgarsögum fullkomin borg fyrir söguefnið mitt – söguefni sem tók reyndar upp á því að tengjast raunveruleikanum á Íslandi og miklu víðar á stórum skala, og með ófyrirsjáanlegum hætti. Ef við höldum okkur við Ísland, þá liðu tveir mánuðir frá því að Fyrir Lísu kom út, skáldsaga sem fjallar meðfram um tilraun til að afhjúpa afkastamikinn barnaníðing, jójómanninnn – þangað til ljóstrað var upp um íslenskan jójómann með þeim hætti að það hlýtur að hafa breytt sýn allra sem fylgdust með á þennan falda heim – sem er þó rétt við nefið á okkur.  Ég viðurkenni að ég fylgdist allvönkuð með þessum uppljóstrunum og ætlaði varla að trúa mínum eigin eyrum og augum – þótt ég hefði sjálf verið að fjalla um þennan heim. En vel að merkja, í skáldskap.

Hvað sögusviðið varðar, og vettvang gönguferðanna okkar Júlíu, þá var ég svo heppin að búa á besta og ævintýralegasta stað í Berlín – í Kreuzberg – það verður að hafa það þótt þessi bæjarhluti sé nú orðið sá sem mest er í tísku. Ég naut þess að laga umhverfið í þessum bæjarhluta að þörfum skáldsagnanna minna, Jójó og Fyrir Lísu, og ég fékk í því samhengi að yrkja um suma af uppáhaldsstöðunum mínum – Viktoriapark – kirkjugarðana við Sudstern – og fáeinar vel valdar knæpur.“

Vorið er „töfratími“ í Berlín

„Þá var vorið í Berlín mér í meira lagi notadrjúgt. Þetta er árstíð sem kemur ekki með hiksti eins og íslenskt vor, heldur í hendingskasti, og umbreytingin á borginni með litum og lífi er sú mesta sem ég hef séð á byggðu bóli. Í gullinsniðs-samræmi við hugarumbreytingu Martins míns Montag.

í Jójó stendur einmitt þetta skrifað um þverhausinn þann sem hafði aldrei ætlað að binda sig: En það var þetta vorkvöld við kanalinn sem setti strik í piparsveinsreikninginn, bakkarnir þéttsetnir kátu fólki með luktir og snarl og drykkjarföng og ljósin glömpuðu í vatninu og sjálfir hundarnir voru í hægagangi í blíðu rökkrinu þegar tíminn virtist hafa dottið í sjóinn um leið og sólin ….

Hér liggur leið hans auðvitað að aðalknæpunni Ankerklause, þar sem Petra stendur fyrir utan með sitt rósavínsglas og lokkar hann óvart til sín, svo ekki verður aftur snúið.

Í aprílgöngunum okkar Júlíu verður þessi töfratími í Berlín upp runninn, líf og litir í hverju horni, og sólin skín á ferðamenn og innfædda, sem flykkjast út á stétt, ekki síst í Kreuzberg til að drekka kaffið sitt eða rósavín vorsins.“

Steinunn og Júlía munu ganga um söguslóðir bókanna tveggja sunnudaginn 21.apríl og miðvikudaginn 24. apríl. Hægt er að skrá sig á fésbókarsíðu þeirra (smellið hér og hér fyrir nánari upplýsingar).

TENGDAR GREINAR: Júlía á heimavelli í Berlín
HÓTEL: Frítt freyðivín í Berlín –  5% afsláttur af hótelíbúðum í Berlín
VEGVÍSIR: Berlín

 

 

Nýtt efni

Fyrstu fimm mánuði ársins hefur verð á flugmiðum frá Íslandi til útlanda verið ódýrara en á sama tímabili í fyrra. Í maí lækkaði verðið um 5,7 prósent samkvæmt nýjum mælingum Hagstofunnar en til samanburðar hækkaði verðlag almennt um 6,2 prósent á milli ára. Verðmælingar Hagstofunnar ná til fleiri flugfélaga en þeirra íslensku en þau standa …

Þess hefur verið beðið að Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tilkynnti um refsitolla á innflutning kínverskra rafbíla. Kínversk stjórnvöld hafa verið sökuð um óeðlilega mikinn ríkisstuðning við innlenda framleiðendur og var þetta meðal umræðuefna í Evrópuferð forseta Kína nýverið. Ný tollheimta myndi þýða milljarða evra aukalegar álögur á kínverska rafbílaframleiðendur.  Xi-Jingping, forseti Kína - MYND: Britta Pedersen/dpa-Zentralbild/dpa/Alamy Nú …

Það er stundum margt um ferðamanninn á Skólavörðustíg og á Laugavegi. Einhverjir tuða vegna þessa, segjast vilja endurheimta miðborgina, en fleiri gera sér grein fyrir því að ferðamenn hafa glætt miðborgina nýju lífi. Það er svo annað mál að ferðamannafjöldi leiðir gjarnan til einhæfni í þjónustu: Ferðamannamenn í miðborginni - MYND: ÓJ Minjagripaverslunum fjölgar óhæfilega, …

Kynnisferðir hf. hagnaðist um rúmlega 1,3 milljarða króna á síðasta ári og tvöfaldaðist hann á milli ára. Tekjur félagsins námu 14,5 milljörðum króna og jukust um 30 prósent frá í fyrra. „Við erum afar stolt af þeim árangri sem náðist í rekstri félagsins á síðasta ári þrátt fyrir hátt vaxtastig og aðrar krefjandi ytri aðstæður. …

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, og ríkisstjórn hans með Janet Yellen, fjármálaráðherra, fremsta í flokki, hafa nú kynnt fyrstu opinberu leiðbeiningarnar fyrir markað með kolefniseiningar þar í landi. Leiðbeininginum er ætlað auka líkurnar á því að kolefniseiningar sem ganga kaupum og sölum séu af nægilegum gæðum og að verkefnin sem liggi þeim til grundvallar skili raunverulegum árangri, …

„Fyrir þessa aðgerð voru rúmlega 800 manns í störfum sem ekki eru flugtengd og uppsagnirnar náðu eingöngu til þeirra," segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, en fyrirtækið samdi í dag um starfslok 82 starfsmanna. Uppsagnirnar náðu ekki til áhafna líkt og FF7 hafði áður greint frá. „Eins og við höfum sagt þá var árið …

Ráðuneyti viðskipta og sjávarútvegsmála í Noregi kynnti fyrir tveimur árum drög að frumvarpi um að þarlendir kjarasamningar og reglur um aðbúnað næðu líka til áhafna erlendra skipa sem færu um norska lögsögu. Litið yrði svo á að um leið og erlent skip færi inn fyrir norska lögsögu giltu um það sömu reglur og alla innlenda …

Fjárfestar lögðu Play til 4,6 milljarða króna í hlutafjárútboði félagsins sem lauk þann 11. apríl síðastliðinn. Í kjölfarið urðu töluverðar breytingar á hópi stærstu hluthafa félagsins. Nú er lífeyrissjóðurinn Birta stærsti einstaki hluthafinn en samanlagt fara sjóðir á vegum Íslandssjóða fyrir enn stærri hlut. Meðal nýrra stórra hluthafa er félag í eigu Einars Sveinssonar og …