Samfélagsmiðlar

Þrjár rauðar og klassískar krár

Tíminn hefur staðið í stað á þessum þremur knæpum í Frankfurt, Kaupmannahöfn og Edinborg.

 

Kay´s Bar – Edinborg

„Hvað varstu að borða?“, spyr Fraser, eigandi Kay´s Bar, þegar ég bið hann um að mæla með góðum bjór snemma kvölds. Þegar ég segi honum að ég hafi nýlokið við Fish and Chips hristir hann höfuðið, skenkir botnfylli af ljósum öl í glas og réttir mér. „Þú finnur sennilega ekkert bragð, er það nokkuð? Fish and chips fer alveg með bragðlaukana. Þetta er það eina sem dugar“, segir hann og fyllir glas af dökkum, bragðmiklum bjór. Og Fraser veit hvað hann syngur enda staðið vaktina lengi á þessum rómaða hverfispöbb, smá spöl frá helstu ferðamannaslóðum skosku höfuðborgarinnar. Í hádeginu er boðið upp á snarl á Kay´s Bar (39 Jamaica Street) og Fraser segist mæla sérstaklega með Haggis í hádegismat og auðvitað er enginn djúpsteikur fiskur á matseðlinum.

Die Rote Bar í Frankfurt

Þessi kokteilbar við bakka Main hefur verið sagður „á mörkum þess að vera of svalur fyrir Frankfurt“. Það eru engar merkingar utan á húsinu og engin leið að ramba á þennan litla stað. Við dyrnar er þó merkt bjalla og ef henni er hringt birtist smókingklæddur og vatnsgreiddur barþjónn að vörmu spori. Hann vísar gestunum til sætis í litlum sal þar sem rauðir ljósaskermar dempa þau fáu ljós sem þar er að finna. Múskin heyrist varla og gestirnir hafa komið sér þægilega fyrir með hanastél. Hingað er fólk komið til að ræða málin en ekki dansa. Die Rote Bar (Mainkai 7) hefur verið á sínum stað í nærri sjö áratugi og að sögn barþjónsins er bekkurinn ávallt þéttskipaður. Verðinu er þó stillt í hóf því „allir eigi að hafa efni á góðum kokteil við og við.“

Bo-Bi Bar – Kaupmannahöfn

Gardínur heyra eiginlega sögunni til á börum Kaupmannahafnar því nú vill fólk lifa fyrir opnum tjöldum. Á hinum agnarsmáa Bo-Bi Bar (Klareboderne 14) hefur hins vegar engu verið breytt síðan þessi fyrsti ameríski bar borgarinnar var opnaður fyrir nærri hundrað árum síðan. Veggirnir eru klæddir rauðu veggfóðri, á borðunum grænir dúkar og sætin bólstruð. Það er líka dregið er fyrir gluggana og því sjást gestirnir ekki frá götunni. Einhverjir þeirra hafa kannski eitthvað að fela en flestir eru bara fegnir að geta farið inn á svona klassískan og huggulegan bar þar sem ekkert breytist, heldur ekki verðið og fyrir suma er það líka kostur að vertinn hefur aldrei heyrt minnst á reykingabann.

 

Nýtt efni

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …

MYND: ÓJ

Kínverskir ferðamenn hafa verið töluvert áberandi í Reykjavík og víðar um land í vor. Auðvitað er fólk af kínverskum uppruna búsett um allan heim og eitthvað af því fer í Íslandsferðir en þeim hefur snarfjölgað sem koma hingað alla leið frá Alþýðulýðveldinu Kína. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli komu hingað í marsmánuði 8.642 Kínverjar og …

Brasilíski flugframleiðandinn Embraer greinir frá góðum gangi í pöntunum og afhendingu véla á fyrstu mánuðum ársins. Mestur var fögnuðurinn í höfuðstöðvunum í São José dos Campos þegar American Airlines staðfesti kaup á 90 farþegaþotum af gerðinni E175, sem verða notaðar í innanlandsflugi og eru hluti af stórri endurnýjun flugflota félagsins. E175 eru meðaldrægar vélar, oftast …

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …