Samfélagsmiðlar

Verður flogið beint til þessara borga á næsta ári?

Ef nýir áfangastaðir bætast við leiðakerfi flugfélaganna næsta sumar þá er líklegt að einn eða fleiri af þessum verði fyrir valinu.

Í sumar er flogið beint frá Keflavík til 45 áfangastaða í Evrópu og N-Ameríku. Til sumra borga er flogið nokkrum sinnum á dag og það gefur augaleið að Íslendingar ná ekki að fylla meirihluta sætanna í öllum þessum ferðum. Íslenskir ferðalangar njóta því góðs af vinsældum landsins meðal erlendra ferðamanna og þeirri staðreynd að leiðakerfi Icelandair byggir á því að flytja fólk yfir hafið með millilendingu hér á landi.

Með hliðsjón að því hefur Túristi sett á blað nöfn fimm borga sem þykja líklegar til að bætast við leiðakerfi þeirra flugfélaga sem halda uppi millilandafluginu héðan. Og allar eru þær spennandi kostur fyrir Íslendinga í ferðahug.

Evrópa

Nice í Frakklandi

Þó Nice sé aðeins fimmta fjölmennasta borg Frakklands þá er flugvöllurinn þar sá stærsti í landinu fyrir utan Charles de Gaulle og Orly í París. Þessi fallega strandborg hefur vinsæll áfangastaður ferðamanna og oft nefnd höfuðborg frönsku Ríveríunnar. Nálægðin við Ítalíu, Mónakó og Alpanna skemmir heldur ekki fyrir. Frönskum ferðamönnum fjölgaði hér á landi um nærri fjórðung á fyrstu sjö mánuðum ársins þó aðeins væri flogið hingað frá París og Lyon. Báðar borgir liggja fjarri ströndinni og því myndu vonandi margir íbúar suðausturstrandar Frakklands fagna betri samgöngum við Ísland. Marseille, næst stærsta borg Frakklands, er í um tveggja tíma akstursfjarlægð frá Nice og hún gæti líka orðið fyrir valinu hjá flugfélögunum. Það tekur um 4 tíma og korter að fljúga til Nice frá Keflavík.

Genf í Sviss

Svissneski frankinn er mjög sterkur um þessar mundir og ferðagleði heimamanna er því mikil. Svissneskum ferðamönnum hefur t.d. fjölgað um nærri fimmtung hér á landi samkvæmt talningu Ferðamálastofu. En vegna sterkrar stöðu frankans þá skipa borgir eins og Genf og Zurich alla jafna eitt af toppsætunum á listum yfir dýrustu ferðamannaborgir í heimi. Fjölmargir túristar láta þó verðlagið ekki hindra sig í að upplifa þessar fallegu borgir og svissneska náttúru. Í sumar hafa Icelandair og Wow Air flogið beint til Zurich og miðað við hversu há fargjöldin voru strax í janúar hefur eftirspurnin verið mikil og því má reikna með fleiri flugum til Sviss á næsta ári.

Toskana á Ítalíu

Einn rómaðasti hluti Ítalíu er Toskana héraðið. Þangað streyma árlega um tíu milljónir ferðamanna og fjölmargir Íslendingar myndu bætast við þann hóp ef flogið væri beint til Flórens eða Pisa frá Keflavík. Það búa nærri fjórar milljónir manna í Toskana og þar er því stór markaður fyrir Íslandsflug. Ef flugvellir Toskana verða ekki fyrir valinu þá er það höfuðborgin Róm eða jafnvel Perugia sem verða ofan á. Flugið til þeirra tekur þó aðeins lengri tíma og þar sem vélar Icelandair þurfa að komast vestur um haf á sama degi þá munar um aukamínúturnar.

Norður Ameríka

Chicago í Bandaríkjunum

Heimaborg Obama forseta er þriðja fjölmennasta borg Bandaríkjanna og O´Hare flugvöllur er sá næststærsti þar í landi. Forráðamenn Icelandair hljóta því að renna hýru auga til borgarinnar og jafnvel Wow Air ef félagið hefur flug vestur um haf á næsta ári en Iceland Express bauð upp á eina ferð á viku til Chicago sumarið 2011. Bandarískum ferðamönnum hefur fjölgað hér um 28 prósent það sem af er ári og það verður að telja líklegt að enn fleiri kæmu ef flogið væri beint frá Chicago. Borgin er líka spennandi fyrir Íslendinga, þar er rokkinu til dæmis gerð góð skil á Lollapalooza hátíðinni og sinfóníuhljómsveit borgarinnar er stundum sögð sú besta vestanhafs. Flugið tæki tæpa sjö tíma.

Montreal í Kanada

Icelandair flýgur nú allt árið um kring til Toronto og á sumrin og haustin til Halifax. Það sem af er ári hafa nærri þrettán þúsund kanadískir ferðamenn lagt leið sína hingað og það er rúmlega fjórðungs aukning frá sama tíma í fyrra. Í hinni frönskumælandi Montreal búa tæpar tvær milljónir manna og þangað er því marga túrista að sækja. Íbúar Montreal hafa það orð á sér að vera frjálslyndir og framboð á matsölustöðum og menningarviðburðum því fjölbreytt í borginni. Það ættu því margir Íslendingar að geta gert sér glaðan dag í Montreal.

Nýtt efni

Í byrjun apríl tók Einar Örn Ólafsson við sem forstjóri Play eftir að hafa verið stjórnarformaður þess allt frá því að félagið hóf áætlunarflug fyrir bráðum þremur árum síðan. Stuttu eftir að Einar Örn settist á forstjórastólinn réði hann Sigurð Örn Ágústsson, fyrrum forstjóra Bláfugls, sem framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar og gerði Arnar Má Magnússon að aðstoðarforstjóra. …

Samkvæmt nýútkominni ársskýrslu Ferðamálaráðs Grænlands - Visit Greenland fjölgaði flugfarþegum sem komu til Grænlands um 9 prósent á síðasta ári. Met fyrra árs var þar með slegið. Alls voru 64.910 taldir við brottför frá landinu, tæplega 40 þúsund Grænlendingar og nærri 37 þúsund Danir. Af einstökum öðrum þjóðahópum voru Þjóðverjar fjölmennastir, nærri 3.600, Bandaríkjamenn rúmlega …

Ef ekki nást samningar milli Norwegian og norska flugmanna félagsins fyrir lok vinnuvikunnar þá munu 17 flugmenn félagsins leggja niður störf strax um helgina. Alf Hansen, formaður félags flugmanna hjá Norwegian, segir að krafa sé gerð um bæði hærri laun og betri vinnutíma. „Við vinnum sex af hverjum níu helgum. Til viðbótar er vinnuálagið mest …

Þetta eru góðar fréttir fyrir starfsmenn Mirafiori-verksmiðja Fiat í Tórínó, eins anga Stellantis-samsteypunnar, en bakslag í augum þeirra sem vilja ekkert hik í orkuskiptum í samgöngum. Eitt sinn var Mirafiori stærsta verksmiðjuhverfi Ítalíu og þar starfar enn elsta bílaverksmiðja Evrópu. En í bílaiðnaði nútímans lifir enginn á fornri frægð. Verði blendingsútgáfa af litla 500e smíðuð …

Evrópuþingið hefur samþykkt tilskipun Framkvæmdastjórnar ESB um kolefnishlutlausan iðnað, Net Zero Industry Act, eða NZIA, sem ætlað er að efla vistvænan iðnað í Evrópu og auka framleiðsluafköst í hreinorkutækni. Samræmdar reglur og fyrirsjáanleiki í viðskiptaumhverfi græns iðnaðar eiga að skila sér í meiri samkeppnishæfni og styrk iðnaðar í álfunni og fjölgun sérhæfðra starfa. Vonast er …

Komið hefur í ljós að gjaldtaka af ferðamönnum sem koma til Feneyja hefur ekki náð þeim tilgangi sínum að hemja troðningstúrisma í borginni fögru við Adríahaf. Dagpassarnir svonefndu hafa þvert á móti valdið ólgu meðal íbúa og ruglað ferðamenn í ríminu. Útgáfa passanna hófst 25. apríl og verður ekki sagt að á þeim mánuði sem …

Bílaframleiðendur í Brasilíu hafa fulla trú á því að auk þess sem notaðir verði málmar á borð við litíum, nikkel og kóbalt til að búa til bílarafhlöður verði líka þörf á gamla, góða sykrinum til að gera samgöngur vistvænni í framtíðinni. Flestir bílar sem framleiddir eru fyrir Brasilíumarkað ganga fyrir blöndu af bensíni og etanóli, …

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP29) fer fram í Bakú í Aserbaísjan dagana 11. – 22. nóvember og nú á föstudaginn rennur úr frestur til að skila inn umsóknum um þátttöku í viðskiptasendinefnd Íslands. Að hámarki 50 manns fá þar sæti en gert er ráð fyrir að hvert fyrirtæki sendi að hámarki tvo fulltrúa. Í sendinefndinni sem …