Samfélagsmiðlar

Innanlandstaxtar á símtöl innan alls EES-svæðisins eftir 2 ár

Innan Evrópusambandsins eru unnið að frumvarpi sem bannar símafyrirtækjum að rukka meira fyrir símtöl milli aðildarlanda en innan hvers og eins. Túristi leitaði álits talsmanna Símans og Vodafone á breytingunum sem munu hafa áhrif hér á landi.

Það getur verið nærri átta sinnum dýrara að hringja heim úr íslenskum farsíma frá Bandaríkjunum en Bretlandi. Og íslenskur ferðamaður sem fer á netið í símanum vestanhafs borgar allt að þrjátíu sinnum meira en landi hans sem nýtir sér netsambandið í Danmörku. Helsta ástæðan fyrir þessum mikla mun er sílækkandi hámarksverð sem Evrópusambandið setur á símaþjónustu innan EES-svæðisins. Þannig hefur verð á megabæti lækkað úr allt að 7 evrum (um 1100 krónur) niður í 45 evrusent (73 krónur) á einu ári. Á næsta ári mun verðið lækka um helming.

Ókeypis að svara í símann

ESB hyggst ganga enn lengra og innan framkvæmdastjórnar þess hefur verið lögð fram tillaga um að gera það óheimilt að rukka fyrir móttekin símtöl í útlöndum frá og með næsta sumri. Gjöld fyrir gagnanotkun eiga að einnig að heyra sögunni til eftir tvö ár og símtöl frá einu aðildarlanda ESB til annars mega ekki kosta meira en sem nemur hæsta innanlandstaxta í hverju landi fyrir sig. Vegna aðildar Íslands að EES samningnum myndu reglurnar líka öðlast gildi hér á landi.

Ánægjulegt fyrir þá sem ferðast mikið

„Við hjá Símanum bíðum átekta og förum að leikreglum. Í þessari hugmynd felast að sjálfsögðu tækifæri fyrir fjarskiptafyrirtæki, sem og hindranir. En við teljum að fyrir meirihluta neytenda, þá sem ferðast sjaldan eða ekki, sé þessi hugmynd lítt ásættanleg,“ segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans. Ástæðan sé sú að kostnaður við að semja og halda utan um reikiumferð milli landa sé meiri en af innanlandsumferð. Með þessum nýju tillögum þyrfti innanlandsverð í farsíma að bera þennan reikikostnað af ferðamönnum og Íslendingum í útlöndum að sögn Gunnhildar. „Eitt verð óháð því hvar innan Evrópusambandsins og EES viðskiptavinurinn stendur hefur því verulegan ávinning fyrir þann sem ferðast mikið á kostnað þess sem ferðast ekki.“

Gunnhildur bætir því hins vegar við að vinna Evrópusambandsins við að lækka þau gjöld sem fjarskiptafyrirtæki mega rukka hvort annað um, fyrir notkun viðskiptavina þeirra á símkerfum hvers annars, hafi haft gríðarleg áhrif til hins betra fyrir þessa viðskiptavini óháð verðlagningu á innanlandsmarkaði.

Munu ekki bíða eftir Alþingi

Hrannar Pétursson hjá Vodafone segir að þessi þróun hafi verið fyrirsjáanleg um nokkurt skeið og komi því ekkert á óvart. Hann segir að Vodafone hafi verið á undan ESB hvað varðar verð á þjónustunni og boðið hana á kjörum sem eru hagstæðari fyrir flesta en tilmæli ESB kveða á um í gegnum þjónustuleiðina EuroTraveller. Hrannar telur jöfnun þessa kostnaðar vera hið besta mál því neytendur munu í auknum mæli nota tækin sín á ferðalögum um Evrópu. Alþingi verður að lögleiða breytingarnar þegar þar að kemur og þær fái ekki lagalegt gildi hér á landi á sama tíma og í löndum ESB að sögn Hrannars. „Hins vegar mun Vodafone, líkt og áður, taka nýja ESB verðskrá í notkun á sama tíma og það verður gert í Evrópu svo fremi sem engar tæknilegar hindranir verði í veginum. Við munum líklega þurfa að semja sérstaklega við símafyrirtæki í Evrópu um gildistímann. Þau geta þá boðið viðskiptavinum sínum góð kjör á Íslandi gegn því að veita okkar viðskiptavinum slíkt í sínu heimalandi“, segir Hrannar.

TILBOÐ: 15% AFSLÁTTTUR Á GÓÐU HÓTELI Í KAUPMANNAHÖFN
BÍLALEIGA: RENTALCARS LOFAR LÆGSTA VERÐINU

Mynd: Copenhagen Media Center

 

Nýtt efni

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …

MYND: ÓJ

Kínverskir ferðamenn hafa verið töluvert áberandi í Reykjavík og víðar um land í vor. Auðvitað er fólk af kínverskum uppruna búsett um allan heim og eitthvað af því fer í Íslandsferðir en þeim hefur snarfjölgað sem koma hingað alla leið frá Alþýðulýðveldinu Kína. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli komu hingað í marsmánuði 8.642 Kínverjar og …

Brasilíski flugframleiðandinn Embraer greinir frá góðum gangi í pöntunum og afhendingu véla á fyrstu mánuðum ársins. Mestur var fögnuðurinn í höfuðstöðvunum í São José dos Campos þegar American Airlines staðfesti kaup á 90 farþegaþotum af gerðinni E175, sem verða notaðar í innanlandsflugi og eru hluti af stórri endurnýjun flugflota félagsins. E175 eru meðaldrægar vélar, oftast …

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …