Samfélagsmiðlar

Góð snjallsímaforrit fyrir ferðalanga

Við komumst ekki langt án vegabréfs og greiðslukorta í útlöndum en farsímar eru hratt og örugglega að verða þarfasti þjónn þeirra sem eru á faraldsfæti.

Meira en helmingur Íslendinga gengur víst með snjallsíma í vasanum. Á ferðalagi út í heimi er kjörið að nota þessi tæki til að auðvelda sér lífið á ókunnugum slóðum og halda utan um ferðagögnin. Hér eru nokkur forrit sem gera snjallsímann að góðum ferðafélaga.

Ferðaáætlunin á einum stað

Það getur verið furðu flókið að halda utan um staðfestingar frá hótelum, flugfélögum og bílaleigum. Tripit er ókeypis forrit sem geymir öll bókunarnúmer og setur upp dagskrá ferðarinnar án nokkurra vandræða og notandanum að kostnaðarlausu.

Réttu orðin

Þegar ferðinni er ekki heitið til enskumælandi lands þá flækist það fyrir flestum að skilja það sem þjóninn hefur krítað á töfluna við barinn, átta sig á merkingum á lestarstöðinni eða bara að þekkja léttmjólk frá nýmjólk í matvörubúðinni. Við þess háttar aðstæður getur verið auðveldast að láta Google Translate þýða fyrir sig vafaatriðin þó kveikja þurfi á netinu í smástund.

Ferðahandbækur

Það eru margir sem reiða sig á ferðabækur Lonely Planet þegar farið er um ókunnugar slóðir. Snjallsíma- og spjaldtölvuútgáfur þessara vinsælu bóka eru vel heppnaðar og þægilegar í notkun. Þær kosta líka miklu minna en útprentaða útfærslan. Borgarvísar Spotted by Locals eru einnig ljómandi góðir en þeir byggja á ábendingum heimamanna. Þar er oft að finna áhugaverða staði sem útlenskir ferðaskríbentar hafa ekki ennþá fundið og þar er því lítið um ferðamenn. Kortin sem fylgja forritinu eru ágæt og virka þó síminn sé ekki nettengdur.

Hótelbókanir

Flestir bóka sér gistingu áður en haldið er af landi brott. Það getur þó komið fyrir að fólk þurfi að finna hótel með stuttum fyrirvara. Hotel Tonight er býður upp á betri hótel á niðursettu verði ef bókað er samdægurs. Um hádegisbil birtist listi yfir tilboð næturinnar og þar er oft að finna helmingsafslætti en úrvalið er frekar lítið í Evrópu. Verðin eru almennt í hærri kantinum. Það þarf að tengjast netinu rétt á meðan leitað er eftir gistingu.

Kort

Það er til töluvert af kortum í snjallsíma en ekkert þeirra er eins vinsælt og Google Maps. Einn af helstu kostum forritsins er sá að það kann á almenningssamgöngur margra borga og getur því sparað fótgangandi ferðamönnum sporin. Ókosturinn er hins vegar sá að forritið verður að komast í samband við netið rétt á meðan leitað er.

Þeir sem vilja alls ekki þurfa að fara á netið í fríinu ættu geta náð í frí kort sem hægt er að hlaða niður í símann eða lagt út fyrir ForeverMap forritinu sem kostar um 350 krónur. Kortin eru uppfærð reglulega og notandinn hleður niður korti af því landi eða borg sem ferðinni er heitið til. Þessi kort henta til dæmis vel í bílinn.

Og svo er bara að muna eftir hleðslutækinu í símann svo þessi fínu forrit komi að gagni allt ferðalagið.

 

Nýtt efni

Aðdáun Indverja á vískíi er ekki ný af nálinni. Þó var það ekki fyrr en í kringum árið 2010 að framleiðandinn Amrut, sem var stofnaður árið 1948, kynnti Indian Single Malt viskí sem átti sérstaklega góðu gengi að fagna í Skotlandi, af öllum stöðum, áður en það hélt áfram til Bandaríkjanna þar sem það mæltist …

Ein leiðin til að sjá eigin augum hversu umsvifamikil atvinnugrein ferðaþjónustan er í landinu er að fara í morgunferð austur á Þingvelli, njóta þess að vera þar nánast einn dálitla stund og hlusta á fuglana syngja, fylgjast síðan með bílaflóðinu inn á stæðin við gestastofuna á Hakinu þegar klukkan fer að ganga tíu. Þá sér …

Norska flugfélagið Norwegian gerði upp annan ársfjórðung í gær en hlutabréf í félaginu féllu um 16 prósent í síðustu viku þegar afkomuspá ársins var lækkuð. Fjárfestar tóku þó uppgjör gærdagsins vel því bréfin hækkuðu um fimm af hundraði. Niðurstaðan hljóðaði upp á 477 milljónir norskra króna í hagnað fyrir skatt eða 6,1 milljarð íslenskra kr. …

Play mun fækka flugferðunum sínum til Norður-Ameríku um fjórðung í vetur í samanburði við þann síðasta líkt og FF7 greindi frá. Til viðbótar hefur félagið gert breytingar á flugáætlun sinni til Evrópu. Í sumum tilfellum fjölgar ferðunum en þeim fækkar í öðrum. Þannig gerir áætlunin fyrir september ráð fyrir tíu prósent færri ferðum en í …

Play er með fjóra áfangastaði Bandaríkjunum og einn í Kanada og býður félagið nú upp á daglegar ferðir til þeirra allra nærri allt árið um kring. Yfir vetrarmánuðina hefur Play þó dregið úr framboði en næsta vetur verður niðurskurðurinn meiri en áður. Næstkomandi nóvember er aðeins reiknað með 99 brottförum frá Keflavíkurflugvelli til Bandaríkjanna og …

Nú í vikunni hafa mælingar í Noregi og Bandaríkjunum sýnt að verðlag í þessum tveimur löndum hjaðnar hraðar en greinendur höfðu reiknað með. Það sama er upp á teningnum í Svíþjóð en í morgun birti hagstofan þar í landi nýjar verðlagsmælingar sem sýna að verðbólga sl. 12 mánuði mælist nú 2,6 prósent. Ef vaxtakostnaður er …

Gengi hlutabréf í Icelandair hefur nú fallið um 61 prósent síðustu 12 mánuði og kostar hver hlutur í dag 86 aura. Í hlutafjárútboðinu sem efnt var til í september 2020, til að koma flugfélaginu í gegnum heimsfaraldurinn, var hluturinn seldur á 1 krónu. Stuttu eftir útboðið fór gengið eins langt niður og það er í …

Á fyrri helmingi ársins komu aðeins færri Bandaríkjamenn til Íslands en á sama tíma í fyrra þrátt fyrir tíðari flugferðir. Há verðbólga vestanhafs er væntanlega ein af skýringunum á þessum samdrætti enda hafa skuldsettir Bandaríkjamenn nú minna á milli handanna. Nú gæti hagur þess hóps vænkast því verðlag í Bandaríkjunum lækkaði meira í síðasta mánuði …