Samfélagsmiðlar

Ætla að selja Íslendingum tíu þúsund utanlandsferðir á ári

Starfsmenn norrænu ferðaskrifstofunnar Nazar hafa skoðað íslenska markaðinn í nærri áratug og en ferðaskrifstofn opnaði íslenska heimasíðu í dag. Framkvæmdastjórinn telur vera pláss fyrir ferðaskrifstofuna hér þó hún verði ekki stærst né ódýrust.

Fjöldi erlendra flugfélaga býður upp á ferðir frá Keflavík en fá þeirra markaðssetja sig hér á landi. Íslenskir neytendur virðast því ekki vera forsendan fyrir fluginu hingað. Það eru því nokkur tíðindi að í dag hafi ferðaskrifstofa í eigu stærsta ferðaskipuleggjanda í heimi hafið starfssemi á Íslandi. Túristi tók Kemal Yamanlar, framkvæmdastjóra Nazar, tali af þessu tilefni.

Hrunið hægði á gangi mála

Nazar hefur sérhæft sig í ferðum frá Skandinavíu til Tyrklands allar götur frá árinu 2004. Það sama ár hófu forsvarsmenn skrifstofunnar að skoða möguleikan á að selja ferðir frá Íslandi en ákvaðu að opna fyrst í Finnlandi árið 2006. Tveimur árum síðar hrundi íslenska efnahagskerfið og þá þótti ekki vænlegt að hefja rekstur hér á landi að sögn Kemal Yamanlar, framkvæmdastjóra Nazar. Hann segir að það hafi þó alltaf staðið til að hefja starfssemi á Íslandi enda sé Nazar norrænt fyrirtæki og því nauðsynlegt að vera einnig hér. Hann segir að fyrir þremur árum hafi rykið verið dustað af Íslandsplaninu og það sé nú orðið að veruleika.

Ætla að fimmfalda söluna á þremur árum

Kemal Yamanlar segir það ekki markmið hjá sér að gera Nazar að stærstu ferðaskrifstofu Íslands. Hann telur þó að það sé pláss fyrir fyrirtækið á íslenska markaðnum en Nazar sérhæfir sig í fjölskylduferðum á sólarstrendur og þá aðallega til Tyrklands. En til að byrja með mun fyrirtækið bjóða upp á vikulegar ferðir héðan til Antalya í Tyrklandi. Yamanlar segir þó að fyrirtækið útiloki ekki ferðir til fleiri áfangastaða frá Íslandi.

Hann segir Nazar aðeins bjóða upp á fjölskylduvæna gististaði með stóra sundlaugagarða þar sem allur matur og drykkur sé innifalinn. Af þessum sökum verða ferðir Nazar ekki þær ódýrustu á markaðnum að hans sögn en á móti komi að gestir ferðaskrifstofunnar þurfi varla að taka upp veskið í ferðinni. Þegar allt er tekið saman þá standist ferðirnar verðsamanburð að sögn framkvæmdastjórans og bendir hann á að farþegar félagsins borgi ekki heldur fyrir mat í flugi né ferðir milli flugvallar og hótels.

Forráðamenn Nazar gera sér vonir um að selja um tíu þúsund ferðir frá Íslandi árið 2016 en í sumar er markmiðið er að fljúga með tvö þúsund farþega. Nazar er dótturfélag Tui samsteypunnar, einnar stærstu ferðaskrifstofu heims, og segir Yamanlar að félagið njóti góðs stuðnings frá eigandanum í þessari útrás sinni til Íslands.

Íslensku flugfélögin svöruðu ekki póstum

Eitt af því sem kom fram í könnun Nazar á íslenska markaðnum er að heimamenn kjósa heldur að fljúga með innlendum flugfélögum. Af þeim sökum leitaði framkvæmdastjóri Nazar til Icelandair og Wow Air. Hann segir að forráðamenn félaganna hafi ekki sýnt fyrirspurnum sínum neinn áhuga og staðið hafi á svari. Fyrir valinu varð því tyrkneskt flugfélag. Á hótelum félagsins verða þó íslenskir fararstjórar og þar verða starfræktir íslenskir barna- og unglingaklúbbar. Jafnframt verða íslenskir starfsmenn á söluskrifstofu félagins í Malmö í Svíþjóð.

TILBOÐ: 15% afsláttur á góðu hóteli í Kaupmannahöfn
HÓTEL: Gerðu verðsamanburð á gistingu

Mynd: Nazar

Nýtt efni

Vorið 2021, stuttu áður en Play fór í loftið í fyrsta sinn, efndi félagið til hlutafjárútboðs þar sem söfnuðust 10 milljarðar króna. Í kjölfarið voru bréfin skráð á First North Growth í Kauphöllinni en um þann markað gilda ekki eins strangar reglur og Aðalmarkað Nasdaq. Í tengslum síðustu hlutafjáraukningu, sem lauk í apríl síðastliðnum, var …

Viðkiptastríð vesturveldanna og Kína heldur áfram að þyngjast því fyrr í dag gaf Evrópusambandið út að 38,1 prósent innflutningstollar yrðu lagðir á kínverska rafbíla frá og með næsta mánuði. Sú hækkun bætist við þann 10 prósent toll sem í dag ríkir á innflutning rafbíla frá Kína til aðildarríkja ESB. Þessi viðbótartollur hefur verið yfirvofandi síðustu …

Það var í júní 2014 sem breska lággjaldaflugfélagið Flybe, sem nú er gjaldþrota, hóf áætlunarflug til Íslands frá Birmingham. Flugleiðin stóð ekki undir væntingum stjórnenda Flyby og var lögð niður eftir níu mánuði. Þá tók Icelandair við keflinu og hélt úti tíðum ferðum milli Íslands og þessarar næstfjölmennustu borgar Bretlands fram í ársbyrjun 2018. Síðan …

Í Bandaríkjunum eru lestarsamgöngur ekki eins góðar og í Evrópu og þurfa þeir sem ætla að sækja komandi landsfundi Demókrata og Repúblikana annað hvort að keyra eða fljúga á fundarstað. Af þeim sökum hefur bandaríska flugfélagið United Airlines bætt við 118 flugferðum til og frá Chicago í ágúst í tilefni af landsfundi Demókrata. Repúblikanar hittast …

Gistináttagjald upp á 400 krónur (2,7 evrur) verður lagt á í Færeyjum frá og með október á næsta ári. Um leið verða allir þeir sem koma til eyjanna með skemmtiferðaskipum að greiða 1.300 króna gjald (9 evrur). Allar tekjur af þessari nýju gjaldtöku renna í sérstakan náttúruverndarsjóð að því segir í tilkynningu. Sá sjóður verður …

Talning á brottfararfarþegum á Keflavíkurflugvelli gefur vísbendingu um að erlendum ferðamönnum hér á landi hafi fækkað um tvö prósent í nýliðnum maí í samanburði við sama tíma í fyrra. Þróunin var hins vegar mjög ólík á milli þjóðerna. Þannig jókst straumurinn hingað frá Kanada umtalsvert á milli ára á meðan ferðamönnum frá Ísrael og Rússlandi …

Það seldust 1.259 nýir Tesla bílar á Íslandi árið 2022 og í fyrra voru þeir nærri þrefalt fleiri eða 3.471. Veltan jókst ekki í takt við söluna því tekjur bandaríska rafbílaframleiðands af hverjum nýjum bíl hér á landi drógust saman um 17 prósent samkvæmt útrekningum FF7 sem byggja á ársreikningi Tesla Motors Iceland ehf. Þetta …

Það voru 155 þúsund útlendingar sem innrituðu sig í flug frá Keflavíkurflugvelli í maí en þessi talning er notuð til að meta ferðamannastrauminn hingað til lands. Í maí í fyrra voru erlendu brottfararfarþegarnir 158 þúsund og 165 þúsund í maí 2018 þegar þeir voru flestir. Það vantaði því sex prósent fleiri farþega til að jafna …