Samfélagsmiðlar

Airberlin til Íslands níunda sumarið í röð

Undanfarin sumur hefur Airberlin verið umsvifamesta erlenda flugfélagið á Keflavíkurflugvelli og forsvarsmenn þess eru ánægðir með gang mála hér á landi og ætla að fjölga ferðum.

Ísland hefur lengi notið vinsælda meðal þýskra ferðamanna og á sumrin fljúga þrjú af stærstu flugfélögum Þýskalands til Keflavíkur. Airberlin er þeirra stórtækast og í júní hefst níunda sumarvertíð félagsins hér á landi. Túristi forvitnaðist um gang mála hjá félaginu hjá Jan Anderstedt, svæðisstjóra þess á Norðurlöndum.

Airberlin hefur hingað til aðeins boðið upp á sumarflug til Íslands. Hafið þið íhugað að bjóða upp á flug þangað allan ársins hring?

Flugáætlun Airberlin til Íslands verður áfram í föstum skorðum og við erum mjög ánægð með hana. Næsta sumar munum við bjóða upp á beint flug frá Reykjavík (innsk. blm: Keflavíkurflugvelli) til fjögurra af stærstu flugvöllum Þýskalands; Hamborgar, Munchen, Berlínar og Dusseldorf. Flogið verður allt að fjórum sinnum í viku en það er mismunandi eftir áfangastöðum. Á næsta ári gerum við þá breytingu að við lengjum ferðatímabilið og hefjum flug strax í byrjun júní og verðum að fram í miðjan september.

Allar brottfarir ykkar frá Íslandi eru í kringum miðnætti. Myndi flug þaðan um miðjan dag fjölga farþegum að þínu mati?

Við höfum boðið upp á næturflug frá Reykjavík (innsk. blm: Keflavíkurflugvelli) allar götur sínan jómfrúarflugin til Munchen og Dusseldorf voru farin árið 2006. Þessir brottfarartímar hafa mælst vel fyrir hjá íslenskum gestum okkar þar sem þetta tryggir þeim möguleika á að nýta sér okkar stóra leiðakerfi frá Þýskalandi. Þeir sem fljúga með okkur frá Íslandi geta þannig valið úr tengiflugi til 37 áfangastaða í 13 löndum. Meðal annars innan Þýskalands og til Spánar, Ítalíu, Rússlands og Bandaríkjanna.

Hver er hugmyndin að baki starfssemi Airberlin?

Airberlin er áætlunarflugfélag sem flýgur til 151 áfangastaðar út um allan heim. Lykilatriði í rekstri okkar er að ná sem mestu út úr leiðakerfinu með því að gera samstarfssamninga og vera aðili að flugbandalögum. Þannig byggir samvinna okkar og Etihad Airways á því að samnýta leiðakerfi félaganna og eins hefur Airberlin verið hluti af flugbandalaginuu oneworld síðan árið 2011. Airberlin er með alþjóðlegt leiðakerfi og býður upp á viðskiptafarrými á lengri leiðum. Að auki erum við með nýjasta flugflotann í Evrópu og þann sparneytasta.

Hvers má fólk vænta þegar flogið er með Airberlin?

Airberlin er flugfélag sem býður upp á fulla þjónustu. Farþegar okkar geta valið á milli vef- og símainnritunar og ein taska er ávallt innifalin í fargjaldinu. Um borð bjóða áhafnir okkar upp á drykki, snakk eða máltíð og frí tímarit og dagblöð. Við leysum líka farþegana oft út með hjartalaga súkkulaðimola.

NÝJAR GREINAR: Meira en tvöfalt fleiri ferðir til KanadaAuðvelt að finna ódýrari bílaleigubíla í Orlando

Mynd: airberlin

Nýtt efni

Icelandair var stundvísasta flugfélag Evrópu í nýliðnum júní samkvæmt lista greiningafyrirtækisins Cirium. Að jafnaði voru 84 prósent ferða Icelandair á réttum tíma í síðasta mánuði sem er á pari við stundvísina í maí. Í öðru sæti á lista Cirum er Iberia Express og Iberia í þriðja sæti. SAS varð í fjórða og Finnair í fimmta …

helsinki yfir

Hagstofur víða birta nú nýjar verðlagsmælingar sem flestar sýna að verðbólga er á niðurleið. Nú í morgunsárið var komið að finnsku hagstofunni og þar sýna tölur að verðlag hefur hækkað um 1,3 prósent síðastliðna 12 mánuði. Á milli maí og júní fór verðbólgan niður um 0,2 prósent. Það voru lækkandi húsnæðisvextir og fallandi verð á …

„Ef maður vill færa út kvíarnar þá verður að taka áhættuna þegar „eina raunverulega" vöruhúsakeðjan í Evrópu er til sölu," segir Ayad Al-Saffar, stofnandi Axcent of Scandinavia, sem um helgina keypti belgíska verslunarfélagið Inno í félagi við fjárfestingafélagið Skel. Stjórnarformaður þess síðastnefnda er Jón Ásgeir Jóhannesson sem jafnframt fer fyrir meirihluta í fjárfestingafélaginu en Jón …

Kaupmannahafnarflugvöllur er fjölfarnasta flughöfn Norðurlanda og fóru hátt í 2,9 milljónir farþega þar um í júní eða ríflega þrefalt fleiri en um Keflavíkurflugvöll á sama tíma. Íslenski flugvöllurinn kemst þó á blað yfir vinsælustu áfangastaðina fyrir farþega í Kaupmannahöfn og er í níunda sæti á topplistanum fyrir júní. Í þeim mánuði nýttu 55.515 farþegar sér …

Þegar heimsfaraldurinn hófst í febrúar árið 2020 lækkaði gengi hlutabréfa í ferðaþjónustufyrirtækjum hratt og hjá Icelandair fór það niður um þrjá fjórðu fyrstu mánuðina eftir að landamærum var lokað til að hefta útbreiðslu veirunnar. Gengið hélt svo áfram að lækka fram á haustið þegar efnt til hlutafjárútboðs þar sem hver hlutur var seldur á 1 …

Aðdáun Indverja á vískíi er ekki ný af nálinni. Þó var það ekki fyrr en í kringum árið 2010 að framleiðandinn Amrut, sem var stofnaður árið 1948, kynnti Indian Single Malt viskí sem átti sérstaklega góðu gengi að fagna í Skotlandi, af öllum stöðum, áður en það hélt áfram til Bandaríkjanna þar sem það mæltist …

Ein leiðin til að sjá eigin augum hversu umsvifamikil atvinnugrein ferðaþjónustan er í landinu er að fara í morgunferð austur á Þingvelli, njóta þess að vera þar nánast einn dálitla stund og hlusta á fuglana syngja, fylgjast síðan með bílaflóðinu inn á stæðin við gestastofuna á Hakinu þegar klukkan fer að ganga tíu. Þá sér …

Norska flugfélagið Norwegian gerði upp annan ársfjórðung í gær en hlutabréf í félaginu féllu um 16 prósent í síðustu viku þegar afkomuspá ársins var lækkuð. Fjárfestar tóku þó uppgjör gærdagsins vel því bréfin hækkuðu um fimm af hundraði. Niðurstaðan hljóðaði upp á 477 milljónir norskra króna í hagnað fyrir skatt eða 6,1 milljarð íslenskra kr. …