Samfélagsmiðlar

Óvissa með flug héðan til N-Ameríku í sumar

Hvorki Icelandair né Wow Air fengu alla þá afgreiðslutíma sem forsvarsmenn félaganna óskuðu eftir á Keflarvíkurflugvelli næsta sumar vegna flugs vestur um haf. Nýlegur úrskurður Samkeppniseftirlitsins flækir málin og talsmenn félaganna vilja lítið tjá sig um stöðuna sem komin er upp.

Fyrir mánuði síðan fékk Wow Air flugrekstrarleyfi og af því tilefni var tilkynnt að félagið myndi bjóða upp á áætlunarflug til N-Ameríku á næsta ári. Stjórnendur Wow Air sóttu um afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli næsta sumar fyrir komu véla frá Boston og New York milli klukkan tíu mínútur yfir sex og hálf sjö á morgnana. Félagið fékk hins vegar pláss fyrir báðar vélar klukkan rúmlega fimm. Icelandair fékk ekki heldur umbeðna tíma vegna flugs til nýrra áfangastaða í Kanada. Vélar frá Edmonton og Vancouver verða því að lenda fimm mínútur í fimm á morgnana sem er mun fyrr en forráðamenn Icelandair höfðu óskað.

Í svari frá Isavia, rekstraraðila flugvallarins, segir að á háannatíma næsta árs verði ekki næg flugvélastæði við flugstöðina á stuttu tímabili dagsins. „Eldri afgreiðslutímar halda sér í samræmi við áunninn sögulegan rétt. Afgreiðslu nýrra fluga er skipað beggja vegna háannatíma eftir því sem best hentar að mati samræmingarstjóra,“ segir jafnframt í svari Isavia til Túrista.

Ekki í takt við úrskurð Samkeppniseftirlitsins

Í vor sendu forsvarsmenn Wow Air erindi til Samkeppniseftirlitsins þar sem kvartað var yfir því hvernig Isavia úthlutar flugfélögum afgreiðslutíma við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Stendur styr um leyfi til að fljúga til Evrópu milli klukkan sjö og átta á morgnana og vestur um haf milli klukkan 16 og 17:30. Icelandair hefur um langt árabil nýtt þessa tíma til að tengja saman flug milli Evrópu og N-Ameríku og stjórnendur Wow Air ætla að einnig að taka upp þetta fyrirkomulag. Í erindi félagsins segir: „…verði ekki orðið við kröfum Wow Air þá megi ljóst vera að fyrirhugaður samkeppnisrekstur í flugi á milli Íslands og Bandaríkjanna sé með öllu útilokaður.“

Samkeppnisstofnun fellst á rök Wow Air og birti um síðustu mánaðarmót úrskurð sinn þar sem farið er fram á við Isavia að tryggja Wow Air tvo afgreiðslutíma við flugstöðina að morgni og seinnipartinn næsta sumar. Eins og kom fram hér að ofan þá fékk Wow Air ekki þessa afgreiðslutíma. Enda höfðu forsvarsmenn Isavia áður gefið út að þeir ætli að áfrýja úrskurði eftirlitsins því úthlutun afgreiðslutíma sé framkvæmd af óháðum alþjóðlegum aðila og stjórnendur Isavia telja sig ekki mega grípa inn í hana með þeim hætti sem krafist er í úrskurðinum.

Flugfélögin í lausu lofti

Forsvarsmenn Wow Air vilja lítið segja um þá stöðu sem komin er upp vegna úthlutunar á afgreiðslutímum né hver áform félagsins eru um flug til Boston og New York. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi félagsins, segir í svari til Túrista að málið sé í ferli og ekki sé hægt að tjá sig um það að svo stöddu. Haft var eftir forstjóra Wow Air í grein Bloomberg fréttastofunnar fyrir þremur vikum síðan að félagið hyggist tilkynna um flug til Boston „á morgun“, þ.e. 7. nóvember. Það hefur ekki verið gert með formlegum hætti samkvæmt því sem Túristi kemst næst og enn er ekki er hægt að bóka flug með Wow Air til Boston á vef félagsins.

Eins og áður segir fékk Icelandair ekki heldur þá tíma sem félagið óskaði eftir fyrir flug frá Vancouver og Edmonton. „Við erum að fara yfir þessi mál og vinnum að því að áhrifin verði sem minnst á áætlun okkar,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair aðspurður um stöðuna sem komin er upp vegna skorts á flugvélastæðum á Keflavíkurflugvelli.

NÝJAR GREINAR: Lítill munur á fargjöldum í febrúar
HÓTEL: Finndu ódýr hótel út um allan heim

Nýtt efni

Þessar niðurstöður komu í ljós í könnun sem Jacques Delors-stofnunin gerði í mars í þessum löndum, en niðurstöðurnar fóru ekki mjög hátt fyrr en The Guardian gerði þær að umtalsefni á dögunum. Niðurstöðurnar þykja nefnilega athyglisverðar í ljósi þess að mikið hefur verið rætt um að bakslag hafi orðið í stuðningi almennings í Evrópu við aðgerðir í umhverfismálum. Könnunin …

Almennu hlutafjárútboði Play lauk í gær og bárust tilboð upp á 105 milljónir króna en lagt var upp með að selja nýtt hlutafé fyrir allt að 500 milljónir króna. Þátttaka almennings í hlutafjáraukningu Play í nóvember 2022 var heldur ekki í takt við framboð. Þá lögðu stærstu hluthafar félagsins því til 2,3 milljarða króna. Það …

Bandarísk flugfélög hvetja Biden-stjórnina í Bandaríkjunum til að gefa ekki út fleiri flugleyfi fyrir kínverska keppinauta þeirra í flugi milli Kína og Bandaríkjanna. Vísað er til samkeppnishindrana sem flugmálayfirvöld í Kína beita erlend flugfélög. Reuters-fréttastofan greinir frá þessu. Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna gaf það út í febrúar að kínversk flugfélög gætu boðið allt að 50 flugferðir á …

Kynnisferðir, sem starfa undir vörumerkinu Icelandia, hafa gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Dive.is. Fyrir áttu Kynnisferðir 51% hlut í félaginu á móti Tobias Klose. Dive.is sérhæfir sig í köfunar- og snorklferðum í Silfru auk þess að bjóða upp á námskeið í köfun. Félagið leggur mikið uppúr upplifun viðskiptavina enda er það í efsta …

„Ég myndi halda að við værum stærsta flugfélagið fyrir þá sem eru að fljúga frá Íslandi," sagði Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, á kynningarfundi hlutafjárútboðs félagsins, á þriðjudaginn. Máli sínu til stuðnings sýndi hinn nýi forstjóri og fyrrum stjórnarformaður flugfélagsins glæru þar sem sjá mátti hvernig hlutdeild Play á heimamarkaði hefur aukist og farið upp …

Árið 2018 kynnti netverslunin Amazon nýjung á bandarískum smásölumarkaði: Amazon Just Walk Out-Stores. Verslunin var kynnt sem mikil bylting og í rauninni væri lausn Amazon framtíðarlausn fyrir aðrar smásöluverslanir. Maður skannaði símann sinn þegar gengið var inn í Just Walk Out-verslun Amazon, valdi þær vörur sem maður girntist, setti þær í innkaupakörfu og síðan gat …

MYND: ÓJ

Fyrir heimsfaraldur voru flugsamgöngur milli Íslands og Ítalíu litlar, takmörkuðust lengst af við sumarferðir til Mílanó. Á þessu hefur orðið mikil breyting því nú er hægt að fljúga héðan allt árið til Rómar og Mílanó og á sumrin eykst úrvalið enn frekar.  Ítölsku ferðafólki hefur fjölgað verulega í takt við þessar auknu samgöngur og var …

Sala á hreinum rafbílum frá þýska bílaframleiðandanum BMW jókst um 41 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Með söluaukningunni er vægi rafbíla hjá BMW, sem einnig framleiðir Mini, komið upp í 20 prósent hjá þýska framleiðandnum en hlufallið var 15 prósent fyrir ári síðan samkvæmt frétt Bloomberg. Á sama tíma hefur orðið samdráttur í sölu á …