Samfélagsmiðlar

Óvissa með flug héðan til N-Ameríku í sumar

Hvorki Icelandair né Wow Air fengu alla þá afgreiðslutíma sem forsvarsmenn félaganna óskuðu eftir á Keflarvíkurflugvelli næsta sumar vegna flugs vestur um haf. Nýlegur úrskurður Samkeppniseftirlitsins flækir málin og talsmenn félaganna vilja lítið tjá sig um stöðuna sem komin er upp.

Fyrir mánuði síðan fékk Wow Air flugrekstrarleyfi og af því tilefni var tilkynnt að félagið myndi bjóða upp á áætlunarflug til N-Ameríku á næsta ári. Stjórnendur Wow Air sóttu um afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli næsta sumar fyrir komu véla frá Boston og New York milli klukkan tíu mínútur yfir sex og hálf sjö á morgnana. Félagið fékk hins vegar pláss fyrir báðar vélar klukkan rúmlega fimm. Icelandair fékk ekki heldur umbeðna tíma vegna flugs til nýrra áfangastaða í Kanada. Vélar frá Edmonton og Vancouver verða því að lenda fimm mínútur í fimm á morgnana sem er mun fyrr en forráðamenn Icelandair höfðu óskað.

Í svari frá Isavia, rekstraraðila flugvallarins, segir að á háannatíma næsta árs verði ekki næg flugvélastæði við flugstöðina á stuttu tímabili dagsins. „Eldri afgreiðslutímar halda sér í samræmi við áunninn sögulegan rétt. Afgreiðslu nýrra fluga er skipað beggja vegna háannatíma eftir því sem best hentar að mati samræmingarstjóra,“ segir jafnframt í svari Isavia til Túrista.

Ekki í takt við úrskurð Samkeppniseftirlitsins

Í vor sendu forsvarsmenn Wow Air erindi til Samkeppniseftirlitsins þar sem kvartað var yfir því hvernig Isavia úthlutar flugfélögum afgreiðslutíma við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Stendur styr um leyfi til að fljúga til Evrópu milli klukkan sjö og átta á morgnana og vestur um haf milli klukkan 16 og 17:30. Icelandair hefur um langt árabil nýtt þessa tíma til að tengja saman flug milli Evrópu og N-Ameríku og stjórnendur Wow Air ætla að einnig að taka upp þetta fyrirkomulag. Í erindi félagsins segir: „…verði ekki orðið við kröfum Wow Air þá megi ljóst vera að fyrirhugaður samkeppnisrekstur í flugi á milli Íslands og Bandaríkjanna sé með öllu útilokaður.“

Samkeppnisstofnun fellst á rök Wow Air og birti um síðustu mánaðarmót úrskurð sinn þar sem farið er fram á við Isavia að tryggja Wow Air tvo afgreiðslutíma við flugstöðina að morgni og seinnipartinn næsta sumar. Eins og kom fram hér að ofan þá fékk Wow Air ekki þessa afgreiðslutíma. Enda höfðu forsvarsmenn Isavia áður gefið út að þeir ætli að áfrýja úrskurði eftirlitsins því úthlutun afgreiðslutíma sé framkvæmd af óháðum alþjóðlegum aðila og stjórnendur Isavia telja sig ekki mega grípa inn í hana með þeim hætti sem krafist er í úrskurðinum.

Flugfélögin í lausu lofti

Forsvarsmenn Wow Air vilja lítið segja um þá stöðu sem komin er upp vegna úthlutunar á afgreiðslutímum né hver áform félagsins eru um flug til Boston og New York. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi félagsins, segir í svari til Túrista að málið sé í ferli og ekki sé hægt að tjá sig um það að svo stöddu. Haft var eftir forstjóra Wow Air í grein Bloomberg fréttastofunnar fyrir þremur vikum síðan að félagið hyggist tilkynna um flug til Boston „á morgun“, þ.e. 7. nóvember. Það hefur ekki verið gert með formlegum hætti samkvæmt því sem Túristi kemst næst og enn er ekki er hægt að bóka flug með Wow Air til Boston á vef félagsins.

Eins og áður segir fékk Icelandair ekki heldur þá tíma sem félagið óskaði eftir fyrir flug frá Vancouver og Edmonton. „Við erum að fara yfir þessi mál og vinnum að því að áhrifin verði sem minnst á áætlun okkar,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair aðspurður um stöðuna sem komin er upp vegna skorts á flugvélastæðum á Keflavíkurflugvelli.

NÝJAR GREINAR: Lítill munur á fargjöldum í febrúar
HÓTEL: Finndu ódýr hótel út um allan heim

Nýtt efni

Vorið 2021, stuttu áður en Play fór í loftið í fyrsta sinn, efndi félagið til hlutafjárútboðs þar sem söfnuðust 10 milljarðar króna. Í kjölfarið voru bréfin skráð á First North Growth í Kauphöllinni en um þann markað gilda ekki eins strangar reglur og Aðalmarkað Nasdaq. Í tengslum síðustu hlutafjáraukningu, sem lauk í apríl síðastliðnum, var …

Viðkiptastríð vesturveldanna og Kína heldur áfram að þyngjast því fyrr í dag gaf Evrópusambandið út að 38,1 prósent innflutningstollar yrðu lagðir á kínverska rafbíla frá og með næsta mánuði. Sú hækkun bætist við þann 10 prósent toll sem í dag ríkir á innflutning rafbíla frá Kína til aðildarríkja ESB. Þessi viðbótartollur hefur verið yfirvofandi síðustu …

Það var í júní 2014 sem breska lággjaldaflugfélagið Flybe, sem nú er gjaldþrota, hóf áætlunarflug til Íslands frá Birmingham. Flugleiðin stóð ekki undir væntingum stjórnenda Flyby og var lögð niður eftir níu mánuði. Þá tók Icelandair við keflinu og hélt úti tíðum ferðum milli Íslands og þessarar næstfjölmennustu borgar Bretlands fram í ársbyrjun 2018. Síðan …

Í Bandaríkjunum eru lestarsamgöngur ekki eins góðar og í Evrópu og þurfa þeir sem ætla að sækja komandi landsfundi Demókrata og Repúblikana annað hvort að keyra eða fljúga á fundarstað. Af þeim sökum hefur bandaríska flugfélagið United Airlines bætt við 118 flugferðum til og frá Chicago í ágúst í tilefni af landsfundi Demókrata. Repúblikanar hittast …

Gistináttagjald upp á 400 krónur (2,7 evrur) verður lagt á í Færeyjum frá og með október á næsta ári. Um leið verða allir þeir sem koma til eyjanna með skemmtiferðaskipum að greiða 1.300 króna gjald (9 evrur). Allar tekjur af þessari nýju gjaldtöku renna í sérstakan náttúruverndarsjóð að því segir í tilkynningu. Sá sjóður verður …

Talning á brottfararfarþegum á Keflavíkurflugvelli gefur vísbendingu um að erlendum ferðamönnum hér á landi hafi fækkað um tvö prósent í nýliðnum maí í samanburði við sama tíma í fyrra. Þróunin var hins vegar mjög ólík á milli þjóðerna. Þannig jókst straumurinn hingað frá Kanada umtalsvert á milli ára á meðan ferðamönnum frá Ísrael og Rússlandi …

Það seldust 1.259 nýir Tesla bílar á Íslandi árið 2022 og í fyrra voru þeir nærri þrefalt fleiri eða 3.471. Veltan jókst ekki í takt við söluna því tekjur bandaríska rafbílaframleiðands af hverjum nýjum bíl hér á landi drógust saman um 17 prósent samkvæmt útrekningum FF7 sem byggja á ársreikningi Tesla Motors Iceland ehf. Þetta …

Það voru 155 þúsund útlendingar sem innrituðu sig í flug frá Keflavíkurflugvelli í maí en þessi talning er notuð til að meta ferðamannastrauminn hingað til lands. Í maí í fyrra voru erlendu brottfararfarþegarnir 158 þúsund og 165 þúsund í maí 2018 þegar þeir voru flestir. Það vantaði því sex prósent fleiri farþega til að jafna …