Samfélagsmiðlar

Ferðaminningar Árna Þórarinssonar

Hann þræðir jafnan tónleikastaði í útlöndum og tekur útvarp með sér í fríið til að geta hlustað á útvarpsstöðvar heimamanna. Glæpurinn-Ástarsaga, nýjasta bók Árna Þórarinssonar, kom út fyrir skömmu og er á lista yfir mest seldu skáldverkin um þessar mundir. Hann segir hér frá ferðalögum sínum út fyrir landsteinana.

Fyrsta ferðalagið til útlanda:

Þá var ég líklega 12 eða 13 ára, snemma á 6. áratug síðustu aldar. Þetta var fjölskylduferð, pabbi, mamma, litla systir, amma og móðurbróðir. Ferðin var rækilega dókumenteruð í kvikmyndinni „Fjölskylda á ferðalagi“, sem ég tók á nýja 8 mm vél og var framleidd af fyrirtæki mínu Vogafilm. Við fórum til Kaupmannahafnar með millilendingu í Glasgow og síðan stuttlega til Málmeyjar og Osló. Eins og gefur að skilja var ferðin mikil upplifun en ef marka má heimildamyndina þótti mér einna merkilegast þegar pabbi hitti gamlan skólabróður sinn í Tívolí, Bessa Bjarnason leikara sem ég hélt mikið upp á, þegar ég sá í fyrsta skipti síðhærðan hippa í Málmey, og svo Vigelandgarðurinn í Osló.

Best heppnaða utanlandsferðin:

Þessi er erfið en ætli ég verði ekki að nefna ferð með bandarískum vini mínum til New Orleans árið 1997. Ég hef óskaplega gaman af lifandi blús- og rokktónlist og komst þarna í feitan bita, var flesta daga, kvöld og nætur í gamla „franska hverfinu“ og rölti á milli búlla og tónleikastaða undir leiðsögn heimakonu sem þekkti alla króka og kima músíklífsins í New Orleans. Meðal þeirra sem ég sá voru lifandi goðsagnir á borð við Motowndrottningarnar Martha and the Vandellas um borð í fljótabát og tónleikar með The Isley Brothers, en ekki eru síður eftirminnileg gigg með lókalliði sem ég hafði aldrei áður heyrt af. Ekki veit ég hvernig stemmningin er núna í New Orleans en á þessum tíma var hún unaðsleg. Ég er nýkominn úr samskonar músíkpílagrímsferð til San Fransisco sem hefur lengi verið á dagskrá. Sú borg klikkaði ekki heldur.

Verst heppnaða utanlandsferðin:

Rúm vika í Napólí fyrir nokkrum árum. Ýmsar fallegar byggingar en subbuskapurinn, eymdin og áreitið voru yfirgengileg. Þegar við fórum leið okkur eins og við værum að sleppa úr fangelsi. Af samtölum við nokkra heimamenn mátti ráða að þeim leið einmitt eins og þeir væru fangar, ekki síst mafíunnar.

Besta máltíðin í útlöndum:

Get ekki neglt hana niður, enda ekki mikill matarspekúlant. Hún hlýtur þó að hafa verið í Frakklandi, kannski í Arles.

Tek alltaf með mér í ferðalagið:

Eitthvað gott að lesa og svo litla ferðaútvarpið mitt. Hef voða gaman af að skanna hvað er í útvarpinu á hverjum stað.

Draumafríið:

Á ekki marga drauma eftir í þeim efnum. Mér finnst best að vera í Berlín núorðið. En mig langar þó í músíkpílagrímsferð til Chicago áður en yfir lýkur.

Myndir: Forlagið

Nýtt efni

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …

Stærstu hluthafar Play skuldbindu sig til að leggja flugfélaginu til 2,6 milljarða króna í nýtt hlutafé í byrjun síðustu viku en með þeim skilyrðum að hlutafjárútboðið myndi nema samtals fjórum milljörðum króna. Nú hefur félagið tryggt sér þá 1,4 milljarða sem upp á vantaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að þessi hlutafjáraukning sé …

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …

Þjóðarflugfélög Frakka og Hollendinga mynda samsteypuna Air France-KLM Group og hagnaðist fyrirtækið um 934 milljónir evra á nýliðnu ári. Sú upphæð jafngildir 140 milljörðum króna. Aldrei áður hefur þessi fransk-hollenska samsteypa skilað svona miklum hagnaði að því fram kemur í tilkynningu nú í morgun í tilefni af birtingu uppgjörsins. Þar kemur fram að stríðið á …