Samfélagsmiðlar

Hóteltékk: Fairmont hotel í Toronto

Eitt þekktasta hótel kanadísku stórborgarinnar hentar þeim sem vilja búa miðsvæðis og vera snöggir í allar áttir.

Hið 28 hæða Fairmont Royal York hótel í miðborg Toronto var hæsta bygging Kanada þegar hótelið opnaði fyrir 85 árum síðan. Nú eru húsin í kring flest álíka há eða hærri en ekkert þeirra er eins virðulegt og þessi glæsilega bygging í hjarta borgarinnar. Þetta er ógnarstórt hótel með á annað þúsund gistiherbergi, nokkra veitingastaði, sundlaug og fleira. Stærðar sinnar vegna stoppar flugvallarrútan við hótelið og það er mikill kostur.

Um þessar mundir er verið að taka hluta hótelsins í gegn en þó verða gestirnir ekki fyrir ónæði. Alla vega ekki útsendari Túrista sem gisti nýverið á hótelinu.

Herbergin

Það leynir sér ekki þegar komið er inn á þetta hótel að tískustraumar síðustu áratuga hafa ekki náð inn fyrir hússins dyr. Þetta er sögufræg bygging og innréttingarnar og mubblurnar eru í klassískum stíl. Eins og gefur að skilja er sumt er farið að láta á sjá en herbergin eru þrifaleg og rúmin þægileg. Baðherbergin flest með baðkari en ekki sturtuklefa.

Staðsetning

Hótelið er við aðallestarstöð borgarinnar og þaðan fer líka metrólest. Þeir sem vilja nýta almenningssamgöngur eru því vel settir hér. En þar sem metrókerfi borgarinnar takmarkast við ferðalög milli norður og suðurs þarf að taka sporvagna í hinar áttinar eða leigubíla. Þeir sem vilja sjá sem mest af borginni ættu því að halda til á þessu svæði því stutt er í CN Tower, íþróttaleikvanga og hafnarsvæðið. Eins er mikið af ágætis veitingastöðum í háhýsabyggðinni.

Ef lífleg hverfisstemning er meira heillandi þá er óhætt að mæla með gistingu á vesturhluta Queen strætis.

Verðið

Ódýrustu herbergin eru á kringum 200 kanadíska dollara (rúmar 20 þúsund íslenskar) sem er ágætlega sloppið fyrir hótel í milliklassa í Toronto. Það er ókeypis internet í lobbíinu en það þarf að kaupa aðgang á herbergjunum.

Sjá heimasíðu Fairmont Royal York

TENGDAR GREINAR: Tveir dagar í TorontoVegvísir Toronto

Nýtt efni

„Við erum á lokametrunum í undirbúningi og opnum vonandi í september," segir Inga Harðardóttir, framkvæmdastjóri Flóra hotels, um nýtt íbúðahótel á vegum Reykjavik Residence við Vatnsstíg. Á nýja hótelinu verða 26 íbúðir í nýuppgerðum fasteignum milli Laugavegs og Hverfisgötu en Reykjavik Residence rekur íbúðahótel á nokkrum stöðum í miðborginni. Flóra hotels, móðurfélag Reykjavík Residence, rekur …

Níunda fjórðunginn í röð lækkar verð á notuðum lúxus úrum og verðlækkun ársins nemur 1,2 prósentum, samkvæmt fjárfestingabankanum Morgan Stanley sem vel fylgist með verðþróuninni. Dýrustu úrin hafa lækkað ennþá meira og þannig hefur verðið á notuðu Rolex farið niður um 7,2 prósent síðastliðna 12 mánuði. Morgan Stanley gerir ráð fyrir að þessi verðþróun verði …

Rekstrarafkoma Play var neikvæð um 2,9 milljarða króna í fyrra og svo bættust við rúmir þrír milljarðar í fjármagnskostnað. Tapið fyrir skatt nam því 6,3 milljörðum króna. Afkomuspáin fyrir yfirstandandi ár gerði ráð fyrir að rekstrarafkoman yrði í kringum núllið en nú hefur staðan versnað og reiknað er með neikvæðri afkomu. Þetta kemur fram í …

Verð á hlutabréfum í þýska rafhlöðuframleiðandanum Varta hrundi við opnun markaðar í Frankfurt í dag, eða um nærri 80%, eftir að fréttir bárust af tillögum um endurskipulagningu fyrirtækisins. Þær myndu leiða til þess að hlutabréf núverandi eigenda yrðu nánast verðlaus.  Meðal þess sem að rætt er um er að núverandi meirihlutaeigandi, austurríski milljarðamæringurinn Nichael Tojner, …

Meðal þess sem kom í ljós eftir Covid-19-faraldurinn var að starfsfólk skorti í vaxandi ferðaþjónustu víða um heim. Faraldurinn truflaði gangverk vinnumarkaðar margra landa og sér ekki fyrir endann á því. Skortur á starfsfólki gæti hamlað vexti í greininni. Ætli megi ekki segja að fólk vilji fremur ferðast en þjóna öðrum? Vandræði eru á mörgum …

Íslandssjóðir eru ekki lengur meðal 20 stærstu hluthafa Icelandair en sjóðastýringafyrirtækið, sem er í eigu Íslandsbanka, varð stærsti hluthafinn í Play eftir hlutafjáraukningu í apríl sl. Íslandssjóðir hafa síðustu mánuði dregið töluvert úr fjárfestingu sinni í Icelandair og eru ekki lengur meðal tuttugu stærstu hluthafanna. Nú eru aftur á móti tvö eignarhaldsfélög á vegum Högna …

Ekkert félag flýgur fleirum innan Evrópu en lágfargjaldaflugfélagið Ryanair gerir og síðustu mánuði hafa farþegar félagsins að jafnaði borgað minnað fyrir sætin en þeir sem voru á ferðinni í fyrra. Tekjur félagsins lækkuðu þannig á milli ára samkvæmt uppgjöri sem félagið birti í morgun fyrir fjórðunginn apríl til júní. Sá er fyrsti fjórðungur reikningsársins hjá …

BYD

Kínverski rafbílaframleiðandinn BYD lækkaði verð á bílum sínum á íslenska markaðnum í ársbyrjun þegar dregið var úr opinberum stuðningi við kaup á nýjum rafbílum. Þar með gat Vatt, sem er með umboð fyrir BYD hér á landi, boðið ódýrustu tegundina á lægra verði en í fyrra að því gefnu að kaupandinn fái hinn nýja rafbílastyrk …