Samfélagsmiðlar

Ódýrara fyrir íslenska túrista í útlöndum

Íslenska krónan hefur styrkst undanfarið og í samanburði við gjaldmiðla Noregs og Kanada þá hefur hún eflst um fimmtung.

Nú er sá tími sem margir bóka utanlandsferðir sumarsins og það er ánægjulegt að gengi krónunnar er hagstæðara í dag en á sama tíma í fyrra. Núna borgar íslenskur kreditkortahafi um tíu prósent minna fyrir hótel í London, Washington eða París. Sama gildir um bílaleigubíla ef við gerum ráð fyrir að verðlagið í þessum löndum hafi haldist stöðugt.

Ánægjulegast er hins vegar að sjá þróun mála í Kanada og Noregi. Það lætur nefnilega nærri að gjaldmiðlar þessara landa hafa lækkað um fimmtung í samanburði við íslensku krónuna síðustu mánuði. Sem dæmi má nefna að í janúar í fyrra sagði Túristi frá því að þriggja daga skíðakort í Oslo Vinterpark kostaði um 25 þúsund íslenskar krónur. Kortið er núna á 17.500 kr. Par sem sest inn á hinn huggulega Le bistro Selection í Toronto borgar um 1500 krónum minna fyrir kvöldmatinn nú en fyrir nokkrum mánuðum síðan og aðgangseyrir að hinu áhugaverða safni Art Gallery Ontario hefur lækkað um 300 íslenskar. Það munar um minna og sennilega geta einhverjir hagsýnir reiknað út að það margborgi sig að fara til útlanda núna.

Eins og gefur að skilja er ekki horft til gengisins árið 2007 í þessari samantekt.

VINSÆLT: Svona borgar þú minna fyrir bílaleigubíl
TILBOÐ: 25% afsláttur í London3ja nóttin frí í Edinborg

Mynd: Heidi Thon/Oslo Vinterpark

Nýtt efni

Rekstrarafkoma Play var neikvæð um 2,9 milljarða króna í fyrra og svo bættust við rúmir þrír milljarðar í fjármagnskostnað. Tapið fyrir skatt nam því 6,3 milljörðum króna. Afkomuspáin fyrir yfirstandandi ár gerði ráð fyrir að rekstrarafkoman yrði í kringum núllið en nú hefur staðan versnað og reiknað er með neikvæðri afkomu. Þetta kemur fram í …

Verð á hlutabréfum í þýska rafhlöðuframleiðandanum Varta hrundi við opnun markaðar í Frankfurt í dag, eða um nærri 80%, eftir að fréttir bárust af tillögum um endurskipulagningu fyrirtækisins. Þær myndu leiða til þess að hlutabréf núverandi eigenda yrðu nánast verðlaus.  Meðal þess sem að rætt er um er að núverandi meirihlutaeigandi, austurríski milljarðamæringurinn Nichael Tojner, …

Meðal þess sem kom í ljós eftir Covid-19-faraldurinn var að starfsfólk skorti í vaxandi ferðaþjónustu víða um heim. Faraldurinn truflaði gangverk vinnumarkaðar margra landa og sér ekki fyrir endann á því. Skortur á starfsfólki gæti hamlað vexti í greininni. Ætli megi ekki segja að fólk vilji fremur ferðast en þjóna öðrum? Vandræði eru á mörgum …

Íslandssjóðir eru ekki lengur meðal 20 stærstu hluthafa Icelandair en sjóðastýringafyrirtækið, sem er í eigu Íslandsbanka, varð stærsti hluthafinn í Play eftir hlutafjáraukningu í apríl sl. Íslandssjóðir hafa síðustu mánuði dregið töluvert úr fjárfestingu sinni í Icelandair og eru ekki lengur meðal tuttugu stærstu hluthafanna. Nú eru aftur á móti tvö eignarhaldsfélög á vegum Högna …

Ekkert félag flýgur fleirum innan Evrópu en lágfargjaldaflugfélagið Ryanair gerir og síðustu mánuði hafa farþegar félagsins að jafnaði borgað minnað fyrir sætin en þeir sem voru á ferðinni í fyrra. Tekjur félagsins lækkuðu þannig á milli ára samkvæmt uppgjöri sem félagið birti í morgun fyrir fjórðunginn apríl til júní. Sá er fyrsti fjórðungur reikningsársins hjá …

BYD

Kínverski rafbílaframleiðandinn BYD lækkaði verð á bílum sínum á íslenska markaðnum í ársbyrjun þegar dregið var úr opinberum stuðningi við kaup á nýjum rafbílum. Þar með gat Vatt, sem er með umboð fyrir BYD hér á landi, boðið ódýrustu tegundina á lægra verði en í fyrra að því gefnu að kaupandinn fái hinn nýja rafbílastyrk …

Megn óánægja er meðal starfsmanna skemmtigarðsins Disneyland í Kaliforníu í Bandaríkjunum og hóta þeir nú verkfalli í fyrsta skipti frá árinu 1984. Kjaraviðræður sem staðið hafa síðan í apríl hafa engum árangri skilað. Ef af verður munu 14 þúsund starfsmenn skemmtigarðsins leggja niður störf samkvæmt frétt CNN en 99 prósent þeirra hafa samþykkt verkfallsaðgerðir. Til …

Flugferðirnar yfir Atlantshafið eru tíðari í dag en þær voru í fyrra en eftirspurnin hefur ekki aukist í sama mæli. Af þeim sökum fá flugfélögin minna fyrir hvert sæti og nú í vor nam lækkunin á ódýrasta farrými allt að fimmtungi að jafnaði. Og nú þegar markaðurinn fyrir Íslandsferðir er ekki eins sterkur og í …