Samfélagsmiðlar

Sjarmaherferð Ryanair

Forsvarsmenn stærsta lággjaldaflugfélags Evrópu hafa nú með jöfnu millibili kynnt betrumbætur á þjónustunni og lægri aukagjöld.

Forstjóri Ryanair viðurkenndi á síðasta ári að félagið þyrfi að bæta þjónustu sína á mörgum sviðum. Í kjölfarið hætti írska félagið að rukka fyrir snjallsímaforrit fyrirtækisins, heimasíðan var tekin í gegn og farþegum var heimilt að taka aukalega með sér lítinn poka eða tösku í handfarangri. Áður þurfti allur handfarangur að komast í eina tösku, þar með taldir fríhafnarpokar, dagblöð og tölvur.

Hátt farangursgjald

En það er ekki bara þjónustan sem á að batna því kaup á aukaþjónustu verður ódýrari í einhverjum tilfellum. Félagið hefur til að mynda lækkað farangursgjald sitt á flugvöllum um helming en gjaldið fyrir netbókun á töskum er óbreytt. Farþegar írska flugfélagsins greiða á bilinu 15 til 60 evrur (2300-9400 krónur) fyrir innritaðar töskur og ræðst verðið af þyngd og árstíma. Þetta er nokkru hærra verð en önnur lággjaldaflugfélög rukka og afleiðing er sú að aðeins fimmti hver farþegi félagsins innritar farangur. Himinhá þóknun vegna útprentunar á brottfararspjöldum var líka lækkuð.

Ætla að gera eins og aðal keppinauturinn

Forsvarsmenn Ryanair munu einnig að feta í fótspor Easy Jet og leyfa fólki að taka frá sæti í allri vélinni gegn greiðslu. En hingað til hefur félagið boðið fólki upp á að bóka fremstu fimm sætaraðirnar eða borga fyrir að komast fyrst inn í vélina. En eins og Túristi kannaði í sumar þá er allur gangur á því hversu hátt hlutfall sætanna er tekinn frá eftir því hvort flogið er héðan með Wow Air eða Easy Jet. Það er því ekki víst að það borgi sig alltaf að borga fyrir þessa þjónustu.

ÞRIÐJA NÓTTIN FRÍ Í EDINBORG

NÝJAR GREINAR: Lægsta verðið þegar engin samkeppni er um farþegana

Nýtt efni

Rekstrarafkoma Play var neikvæð um 2,9 milljarða króna í fyrra og svo bættust við rúmir þrír milljarðar í fjármagnskostnað. Tapið fyrir skatt nam því 6,3 milljörðum króna. Afkomuspáin fyrir yfirstandandi ár gerði ráð fyrir að rekstrarafkoman yrði í kringum núllið en nú hefur staðan versnað og reiknað er með neikvæðri afkomu. Þetta kemur fram í …

Verð á hlutabréfum í þýska rafhlöðuframleiðandanum Varta hrundi við opnun markaðar í Frankfurt í dag, eða um nærri 80%, eftir að fréttir bárust af tillögum um endurskipulagningu fyrirtækisins. Þær myndu leiða til þess að hlutabréf núverandi eigenda yrðu nánast verðlaus.  Meðal þess sem að rætt er um er að núverandi meirihlutaeigandi, austurríski milljarðamæringurinn Nichael Tojner, …

Meðal þess sem kom í ljós eftir Covid-19-faraldurinn var að starfsfólk skorti í vaxandi ferðaþjónustu víða um heim. Faraldurinn truflaði gangverk vinnumarkaðar margra landa og sér ekki fyrir endann á því. Skortur á starfsfólki gæti hamlað vexti í greininni. Ætli megi ekki segja að fólk vilji fremur ferðast en þjóna öðrum? Vandræði eru á mörgum …

Íslandssjóðir eru ekki lengur meðal 20 stærstu hluthafa Icelandair en sjóðastýringafyrirtækið, sem er í eigu Íslandsbanka, varð stærsti hluthafinn í Play eftir hlutafjáraukningu í apríl sl. Íslandssjóðir hafa síðustu mánuði dregið töluvert úr fjárfestingu sinni í Icelandair og eru ekki lengur meðal tuttugu stærstu hluthafanna. Nú eru aftur á móti tvö eignarhaldsfélög á vegum Högna …

Ekkert félag flýgur fleirum innan Evrópu en lágfargjaldaflugfélagið Ryanair gerir og síðustu mánuði hafa farþegar félagsins að jafnaði borgað minnað fyrir sætin en þeir sem voru á ferðinni í fyrra. Tekjur félagsins lækkuðu þannig á milli ára samkvæmt uppgjöri sem félagið birti í morgun fyrir fjórðunginn apríl til júní. Sá er fyrsti fjórðungur reikningsársins hjá …

BYD

Kínverski rafbílaframleiðandinn BYD lækkaði verð á bílum sínum á íslenska markaðnum í ársbyrjun þegar dregið var úr opinberum stuðningi við kaup á nýjum rafbílum. Þar með gat Vatt, sem er með umboð fyrir BYD hér á landi, boðið ódýrustu tegundina á lægra verði en í fyrra að því gefnu að kaupandinn fái hinn nýja rafbílastyrk …

Megn óánægja er meðal starfsmanna skemmtigarðsins Disneyland í Kaliforníu í Bandaríkjunum og hóta þeir nú verkfalli í fyrsta skipti frá árinu 1984. Kjaraviðræður sem staðið hafa síðan í apríl hafa engum árangri skilað. Ef af verður munu 14 þúsund starfsmenn skemmtigarðsins leggja niður störf samkvæmt frétt CNN en 99 prósent þeirra hafa samþykkt verkfallsaðgerðir. Til …

Flugferðirnar yfir Atlantshafið eru tíðari í dag en þær voru í fyrra en eftirspurnin hefur ekki aukist í sama mæli. Af þeim sökum fá flugfélögin minna fyrir hvert sæti og nú í vor nam lækkunin á ódýrasta farrými allt að fimmtungi að jafnaði. Og nú þegar markaðurinn fyrir Íslandsferðir er ekki eins sterkur og í …