Samfélagsmiðlar

Auka framboð á sólarlandaferðum um fjórðung

Upphaflega ætluðu forsvarsmenn ferðaskrifstofunnar Nazar að selja Íslendingum tvö þúsund ferðir til Tyrklands í sumar. Viðtökurnar hafa hins vegar verið það góðar að rúmlega fimm hundruð sætum verður bætt við í ágúst.

„Ísland er besti markaður okkar um þessar mundir,“ segir Kemal Yamanlar, framkvæmdastjóri norrænu ferðaskrifstofunnar Nazar. Ástæðuna segir hann vera þá að sölumarkmiðin hafi náðst mun hraðar hér á landi en á öðrum markaðssvæðum. Þremur ferðum frá Keflavík til Antalya í Tyrklandi verður því bætt við dagskrá Nazar í ágúst og þar með eykst framboð ferðaskrifstofunnar um rúmlega fjórðung á íslenska markaðnum.

Nazar hefur sérhæft sig í Tyrklandsreisum frá Skandinavíu og Finnlandi síðustu tíu ár en hóf starfsemi hér á landi í nóvember síðastliðnum. Ferðaskrifstofan er í eigu TUI samsteypunnar sem er einn umsvifamesti ferðaskipuleggjandi í heimi.

Íslenska Facebook síðan flýgur fram úr

Kemal Yamanlar er framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Nazar.

Kemal segir að undirtektirnar á Íslandi hafi verið mjög góðar og nefnir sem dæmi að þó félagið hafi starfað hér í skamman tíma þá sé íslenska Facebook síða Nazar sú næstvinsælasta hjá fyrirtækinu. Einnig hafi fjölmargir haft samband og líst yfir ánægju með að félagið ætli að bjóða upp á íslenska fararstjóra og krakkaklúbba á áfangastöðum sínum í sumar. Að mati Kemal hjálpar það einnig að fleiri íslenskar ferðaskrifstofur bjóði upp á sólarlandaferðir til Tyrklands því þá fái landið meiri athygli. Vita, Sumarferðir og Heimsferðir verða allar með pakkaferðir til Bodrum og Marmaris í Tyrklandi í sumar samkvæmt lauslegri könnun Túrista.

Eins og kom fram í viðtali Túrista við Kemal í lok síðasta árs þá ætlar félagið sér að vaxa hratt á íslenska markaðnum og fimmfalda söluna á þremur árum. Farþegar ferðaskrifstofunnar verða þá um tíu þúsund talsins en þess má geta að 106 þúsund íslenskir farþegar flugu frá Keflavíkurflugvelli yfir sumarmánuðina í fyrra.

TILBOÐ: 25% AFSLÁTTUR Í LONDON3JA NÓTTIN FRÍ Í EDINBORG
VINSÆLT: SVONA BORGAR ÞÚ MIKLU MINNA FYRIR BÍLALEIGUBÍL

Nýtt efni

„Við erum á lokametrunum í undirbúningi og opnum vonandi í september," segir Inga Harðardóttir, framkvæmdastjóri Flóra hotels, um nýtt íbúðahótel á vegum Reykjavik Residence við Vatnsstíg. Á nýja hótelinu verða 26 íbúðir í nýuppgerðum fasteignum milli Laugavegs og Hverfisgötu en Reykjavik Residence rekur íbúðahótel á nokkrum stöðum í miðborginni. Flóra hotels, móðurfélag Reykjavík Residence, rekur …

Níunda fjórðunginn í röð lækkar verð á notuðum lúxus úrum og verðlækkun ársins nemur 1,2 prósentum, samkvæmt fjárfestingabankanum Morgan Stanley sem vel fylgist með verðþróuninni. Dýrustu úrin hafa lækkað ennþá meira og þannig hefur verðið á notuðu Rolex farið niður um 7,2 prósent síðastliðna 12 mánuði. Morgan Stanley gerir ráð fyrir að þessi verðþróun verði …

Rekstrarafkoma Play var neikvæð um 2,9 milljarða króna í fyrra og svo bættust við rúmir þrír milljarðar í fjármagnskostnað. Tapið fyrir skatt nam því 6,3 milljörðum króna. Afkomuspáin fyrir yfirstandandi ár gerði ráð fyrir að rekstrarafkoman yrði í kringum núllið en nú hefur staðan versnað og reiknað er með neikvæðri afkomu. Þetta kemur fram í …

Verð á hlutabréfum í þýska rafhlöðuframleiðandanum Varta hrundi við opnun markaðar í Frankfurt í dag, eða um nærri 80%, eftir að fréttir bárust af tillögum um endurskipulagningu fyrirtækisins. Þær myndu leiða til þess að hlutabréf núverandi eigenda yrðu nánast verðlaus.  Meðal þess sem að rætt er um er að núverandi meirihlutaeigandi, austurríski milljarðamæringurinn Nichael Tojner, …

Meðal þess sem kom í ljós eftir Covid-19-faraldurinn var að starfsfólk skorti í vaxandi ferðaþjónustu víða um heim. Faraldurinn truflaði gangverk vinnumarkaðar margra landa og sér ekki fyrir endann á því. Skortur á starfsfólki gæti hamlað vexti í greininni. Ætli megi ekki segja að fólk vilji fremur ferðast en þjóna öðrum? Vandræði eru á mörgum …

Íslandssjóðir eru ekki lengur meðal 20 stærstu hluthafa Icelandair en sjóðastýringafyrirtækið, sem er í eigu Íslandsbanka, varð stærsti hluthafinn í Play eftir hlutafjáraukningu í apríl sl. Íslandssjóðir hafa síðustu mánuði dregið töluvert úr fjárfestingu sinni í Icelandair og eru ekki lengur meðal tuttugu stærstu hluthafanna. Nú eru aftur á móti tvö eignarhaldsfélög á vegum Högna …

Ekkert félag flýgur fleirum innan Evrópu en lágfargjaldaflugfélagið Ryanair gerir og síðustu mánuði hafa farþegar félagsins að jafnaði borgað minnað fyrir sætin en þeir sem voru á ferðinni í fyrra. Tekjur félagsins lækkuðu þannig á milli ára samkvæmt uppgjöri sem félagið birti í morgun fyrir fjórðunginn apríl til júní. Sá er fyrsti fjórðungur reikningsársins hjá …

BYD

Kínverski rafbílaframleiðandinn BYD lækkaði verð á bílum sínum á íslenska markaðnum í ársbyrjun þegar dregið var úr opinberum stuðningi við kaup á nýjum rafbílum. Þar með gat Vatt, sem er með umboð fyrir BYD hér á landi, boðið ódýrustu tegundina á lægra verði en í fyrra að því gefnu að kaupandinn fái hinn nýja rafbílastyrk …