Samfélagsmiðlar

Ætla að fljúga með 44 þúsund Íslendinga til útlanda

Umsvif easyJet aukast enn frekar hér á landi á næsta ári og félagið áætlar að ná fleiri Íslendingum um borð. Talskona félagsins segir að aukið framboð hafi áhrif á verðið. MEIRA

 

 

 

Umsvif easyJet aukast enn frekar hér á landi á næsta ári og félagið áætlar að ná fleiri Íslendingum um borð. Talskona félagsins segir að aukið framboð hafi áhrif á verðið.

Í dag býður breska lággjaldaflugfélagið easyJet upp á beint flug héðan til fjögurra breskra borga og Basel í Sviss. Bráðlega bætast við ferðir til Genfar, Belfast og Gatwick í London. Til allra borga verður flogið allt árið um kring og munu vélar félagsins taka á loft frá Keflavíkurflugvelli rúmlega hundrað sinnum í hverri viku samkvæmt tilkynningu.

Forsvarsmenn easyJet áætla að um fjögur hundruð þúsund farþegar muni nýta sér áætlunarflugið til og frá Íslandi.

Vilja væna sneið af kökunni

Undanfarið hafa íslenskir farþegar aðeins skipað 11 prósent sætanna í Íslandsflugi easyJet og í viðtali við Viðskiptablaðið segist Ali Gayward, framkvæmdastjóri easyJet, búast við að hlutfall Íslendinga um borð haldist óbreytt þrátt fyrir aukin umsvif í vetur og á næsta ári. Ef þessar spár ganga eftir munu um 44 þúsund íslenskir farþegar fljúga frá Keflavík til áfangastaða easyJet í Bretlandi og Sviss. Til samanburðar má geta að á síðasta ári innrituðu 358 þúsund íslenskir farþegar sig í flug í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Markmið easyJet er því að ná að lágmarki tíunda hverjum íslenska farþega um borð í sínar vélar.

Ódýrara flug í kortunum

Lægstu fargjöld easyJet til London í haust hafa lækkað um nærri helming frá því í fyrra líkt og kom fram í verðkönnun Túrista í byrjun vikunnar. Verð WOW air og Icelandair eru einnig umtalsvert lægri en í lok október fjölgar breska félagið ferðum sínum hingað frá höfuðborg Bretlands. Aðspurð hvort sú aukning eigi eftir að skila sér í lægri verðum á markaðnum segir Anna Knowles, talskona easyJet, að viðbótarflug til London geti haft þau áhrif að verðið lækki vegna aukins framboðs. Hún segir að það sé markmið easyJet að bjóða upp á fargjöld á viðráðanlegu verði frá öllum sínum áfangastöðum og þeir sem bóka með góðum fyrirvara spari sér mest.

TENGDAR GREINAR: Mun fleiri taka frá sæti hjá easyJet en WOWHlutfall Íslendinga hjá easyJet hríðlækkar

Sérvalin hótel á áfangastöðum easyJet af Tablet Hotels:
Maxwell í LondonGrand Hotel Zermatt í BaselThe Bonham EdinborgRadission Blu Edwards í ManchesterLa Cour des Augustins í Genf

 

Nýtt efni

Lufthansa-flugsamsteypan tilkynnti í dag að flugferðum til Amman í Jórdaníu, Erbil í Kúrdahéruðum Íraks og Tel Aviv í Ísrael yrði frestað til þriðjudags og ekki yrði flogið til Beirút í Líbanon og Teheran í Íran a.m.k. til fimmtudags vegna stríðsógnarinnar og hernaðaraðgerða í Mið-Austurlöndum. Á flugvellinum í Amman í Jórdaníu - MYND: Unsplash/Cila Photography Reuters-fréttastofan …

Hjá Könglum er rík áhersla lögð á að nýta afurðir úr nærumhverfinu, hvort sem það eru jurtir, afgangar eða aukaafurðir bruggunarferlisins. Sjálfbær hugsun og skynsöm nýting náttúrunnar er auk þess í farabroddi þar sem aldrei er tekið meira en náttúran hefur að gefa, svo hún geti tekið við sér aftur eftir uppskeruna. Heitið Könglar varð …

Árið 2001 starfaði Khaled Hosseini sem heimilislæknir en stundaði bókaskrif í frístundum sínum. Hann vaknaði á hverjum morgni klukkan 4:30 og sat við eldhúsborðið yfir bókaskrifum fyrstu þrjár morgunstundirnar. Síðan fór hann í sturtu, klæddi sig og keyrði á læknastofuna til að meðhöndla sjúklinga sína. En sjálfur segir höfundurinn að allan þann tíma sem hann …

Icelandair tekur í notkun þrjár nýjar Boeing Max þotur fyrir sumarvertíðina og sú fyrsta er komin til landsins en hún er fengin af lager flugvélaframleiðandans í Seattle. Hinar tvær eru splunkunýjar og segir Guðni Sigurðsson, talsmaður flugfélagsins, að þær séu báðar komnar af færibandinu og nú fari fram lokaskoðun á þeim. Von er á þessum …

Íslendingar hafa líklega önnur viðmið um það hvað sé hæfilega margt fólk samankomið á einum stað en þjóðir sem vanar eru meiri mannþröng og umferðarþunga alla daga. Sjálfsagt er það eigingjarnt og sjálfmiðað að ætlast til þess að fá að ganga einsamall í friði og ró niður Almannagjá á Þingvöllum á góðum sumardegi. Þeir dagar …

Frestur til að skila inn tilboðum í 35 prósent hlut Landsbankans í Keahótelin, eina stærstu hótelkeðju landsins, rann út fyrir síðustu jól. Ennþá er söluferlið í gangi samkvæmt svari frá bankanum en engar nýjar upplýsingar er að fá um stöðuna. Hluturinn í Keahótelunum var auglýstur til sölu í lok nóvember í fyrra og þá sagði …

Wizz Air er meðal þeirra flugfélaga í heiminum sem losa minnst af CO2 og hefur fengið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir viðleitni til sjálfbærni. Þessi árangur skýrist fyrst og fremst af því að ungverska félagið er með nýjan flugflota í þjónustu sinni, aðallega Airbus A321neo sem flestar eru innan við fimm ára gamlar. Þá hjálpa góð sætanýting …

Þessar niðurstöður komu í ljós í könnun sem Jacques Delors-stofnunin gerði í mars í þessum löndum, en niðurstöðurnar fóru ekki mjög hátt fyrr en The Guardian gerði þær að umtalsefni á dögunum. Niðurstöðurnar þykja nefnilega athyglisverðar í ljósi þess að mikið hefur verið rætt um að bakslag hafi orðið í stuðningi almennings í Evrópu við aðgerðir í umhverfismálum. Könnunin …