Samfélagsmiðlar

15 svölustu hverfi í heimi

nytorget

Skríbentar tískuritsins Vogue hefur tekið saman lista yfir þau hverfi sem þeim þykja mest töff. 101 kemst ekki á listann.

 

Skríbentar tískuritsins Vogue hefur tekið saman lista yfir þau hverfi sem þeim þykja mest töff. 101 kemst ekki á listann.

Í áratugi hefur tímaritið Vogue haft puttann á púlsinum þegar kemur að því sem er „inn“. Nú hafa aðstandendur blaðsins sett saman lista yfir þau fimmtán borgarhverfi sem eru þau smörtustu. Eini fulltrúi Norðurlanda á þessum lista er Södermalm í Stokkhólmi og er þessi vinsæli suðurhluti sænsku höfuðborgarinnar í þriðja sæti á heimsvísu. Ekkert annað hverfi í Evrópu kemst ofar á lista.

Söder, eins og heimamenn kalla þennan bæjarhluta, er því svalasta íbúðahverfi Evrópu að mati Vogue.

Í öðru sæti á lista Vogue er West Queen West í Toronto sem útsendari Túrista mælti með að fólk gæfi góðan gaum á ferðalagi sínu til borgarinnar.

15 svölustu hverfi í heimi að mati Vogue:

 1. Shimokitazawa, Tókýó, Japan
 2. West queen west, Toronto, Kanada
 3. Södermalm, Stokkhólmur, Svíþjóð
 4. Tiong Bahru í Singpúr
 5. Centro, Sao Paolo, Brasilíu
 6. Canal Saint-Martin, París, Frakklandi
 7. Bushwick, New York, Bandaríkjunum
 8. Brera, Mílanó, Ítalíu
 9. Wynwood, Miami, Bandaríkjunum
 10. Zona Rosa/La Condesa, Mexíkóborg, Mexíkó
 11. Fitzroy, Melbourne, Ástralía
 12. Silver lake, Los Angeles, Bandaríkjunum
 13. Hackney, London, Bretlandi
 14. Kreuzberg, Berlín, Þýskalandi
 15. Dashanzi, Peking, Kina

 

 

Nýtt efni

Lufthansa-flugsamsteypan tilkynnti í dag að flugferðum til Amman í Jórdaníu, Erbil í Kúrdahéruðum Íraks og Tel Aviv í Ísrael yrði frestað til þriðjudags og ekki yrði flogið til Beirút í Líbanon og Teheran í Íran a.m.k. til fimmtudags vegna stríðsógnarinnar og hernaðaraðgerða í Mið-Austurlöndum. Á flugvellinum í Amman í Jórdaníu - MYND: Unsplash/Cila Photography Reuters-fréttastofan …

Hjá Könglum er rík áhersla lögð á að nýta afurðir úr nærumhverfinu, hvort sem það eru jurtir, afgangar eða aukaafurðir bruggunarferlisins. Sjálfbær hugsun og skynsöm nýting náttúrunnar er auk þess í farabroddi þar sem aldrei er tekið meira en náttúran hefur að gefa, svo hún geti tekið við sér aftur eftir uppskeruna. Heitið Könglar varð …

Árið 2001 starfaði Khaled Hosseini sem heimilislæknir en stundaði bókaskrif í frístundum sínum. Hann vaknaði á hverjum morgni klukkan 4:30 og sat við eldhúsborðið yfir bókaskrifum fyrstu þrjár morgunstundirnar. Síðan fór hann í sturtu, klæddi sig og keyrði á læknastofuna til að meðhöndla sjúklinga sína. En sjálfur segir höfundurinn að allan þann tíma sem hann …

Icelandair tekur í notkun þrjár nýjar Boeing Max þotur fyrir sumarvertíðina og sú fyrsta er komin til landsins en hún er fengin af lager flugvélaframleiðandans í Seattle. Hinar tvær eru splunkunýjar og segir Guðni Sigurðsson, talsmaður flugfélagsins, að þær séu báðar komnar af færibandinu og nú fari fram lokaskoðun á þeim. Von er á þessum …

Íslendingar hafa líklega önnur viðmið um það hvað sé hæfilega margt fólk samankomið á einum stað en þjóðir sem vanar eru meiri mannþröng og umferðarþunga alla daga. Sjálfsagt er það eigingjarnt og sjálfmiðað að ætlast til þess að fá að ganga einsamall í friði og ró niður Almannagjá á Þingvöllum á góðum sumardegi. Þeir dagar …

Frestur til að skila inn tilboðum í 35 prósent hlut Landsbankans í Keahótelin, eina stærstu hótelkeðju landsins, rann út fyrir síðustu jól. Ennþá er söluferlið í gangi samkvæmt svari frá bankanum en engar nýjar upplýsingar er að fá um stöðuna. Hluturinn í Keahótelunum var auglýstur til sölu í lok nóvember í fyrra og þá sagði …

Wizz Air er meðal þeirra flugfélaga í heiminum sem losa minnst af CO2 og hefur fengið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir viðleitni til sjálfbærni. Þessi árangur skýrist fyrst og fremst af því að ungverska félagið er með nýjan flugflota í þjónustu sinni, aðallega Airbus A321neo sem flestar eru innan við fimm ára gamlar. Þá hjálpa góð sætanýting …

Þessar niðurstöður komu í ljós í könnun sem Jacques Delors-stofnunin gerði í mars í þessum löndum, en niðurstöðurnar fóru ekki mjög hátt fyrr en The Guardian gerði þær að umtalsefni á dögunum. Niðurstöðurnar þykja nefnilega athyglisverðar í ljósi þess að mikið hefur verið rætt um að bakslag hafi orðið í stuðningi almennings í Evrópu við aðgerðir í umhverfismálum. Könnunin …