Rigningatíðin í sumar kann að hafa aukið eftirspurn eftir sólarlandaferðum í sumar að mati framkvæmdastjóra Heimsferða. MEIRA
Utanferðum Íslendinga fjölgaði töluvert í sumar og hjá Heimsferðum seldust fleiri ferðir en búast hafði verið við. Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimaferða, svaraði nokkrum spurningum Túrista um sumarið líkt og Margrét Helgadóttir frá Úrval-Útsýn gerði í gær.
Hvernig gekk sala á sólarlandaferðum í sumar?
Hún gekk mjög vel. Flestar ferðir seldust upp og salan var í raun aðeins meiri en við áttum von á.
Það var töluvert af tilboðum á sólarlandaferðum í upphafi sumars og núna eru einnig þónokkur tilboð á vef Heimsferða í sólina í september. Var offramboð á sólarlandaferðum í sumar?
Það hefur verið stöðug aukning í sölu frá árinu 2009. Síðasta sumar gekk mjög vel og því jukum við framboðið nokkuð. Það eru frekar fá sæti eftir í haust. Við erum þó með tilboð í síðustu ferðina til Bodrum í Tyrklandi þann 11. september. Einnig til Krítar 15. og 25. september. Costa del Sol er uppseld 8. september, en við eigum til sæti 18. september og síðan bættum við sætum í aukaferð 29. september í 12 nætur.
Í ár hóf norræna ferðaskrifstofan Nazar að selja Íslendingum sólarlandaferðir. Heldurðu að Nazar hafi tekið mikið frá íslensku ferðaskrifstofunum eða stækkað markaðinn?
Eflaust hefur það haft einhver áhrif á markaðinn, en við fundum ekki sérstaklega fyrir því. Þetta var metsumar hjá okkur frá hruni. Eflaust hefur rigningartíðin aukið almennt eftirspurnina þó nokkuð.
Heimsferðir bjóða upp á ferðir til Tyrklands, Grikklands, Spánar og Marokkó. Bætast við fleiri lönd næsta sumar? Við erum alltaf að skoða fleiri lönd. Það kemur bara í ljós. Við tökum eitt skref í einu.
TENGDAR GREINAR: Salan stóð undir væntingum hjá Úrval-Útsýn – Sumarferðum Íslendinga fjölgar á ný