Samfélagsmiðlar

Hræódýrir flugmiðar í lok vetrar

Amager Strandpark

Þeir sem ferðast með lítinn farangur geta auðveldlega komist út fyrir lítið eftir nokkra mánuði þegar hitastigið fer hækka á ný í nágrannalöndunum.

Á vorin eykst úrval ferðaskrifstofa af borgarferðum og það eru því margir sem bregða sér í stutta utanlandsferð á þessum árstíma. Þar sem erlend lágfargjaldaflugfélög hafa aukið umsvif sín hér á landi umtalsvert þá er í dag hægt að finna þónokkuð af farmiðum út í heim í mars, apríl og maí fyrir nokkur þúsund krónur. Þeir sem geta skipulagt ferðalagið með löngum fyrirvara geta því flogið út fyrir lítið.

Ódýrast til dýra landsins

Efnahagur Svisslendinga er í góðu jafnvægi og gengi frankans þeirra er hátt. Það er því ekki ódýrt að vera ferðamaður í landinu en samt ekki dýrara en til dæmis í Skandinavíu eða París eða London. Þú borgar til að mynda álíka mikið fyrir borða kjötbollur í óperukjallaranum í Stokkhólmi og fyrir ostafondú út á Genfarvatni. Til svissnesku borgarinnar má finna far með easyJet í mars á rúmar sex þúsund krónur og báðar leiðir því á innan við fjórtán þúsund. Reyndar bætist um átta þúsund króna töskugjald ef ferðast er með meira en handfarangur. Ódýrustu fargjöld breska félagsins til Basel eru álíka lág.

Norskir regndropar

Í Bergen er meðalhitinn yfir veturinn aðeins hærri en í öðrum norskum borgum en ókosturinn er sá að það rignir reglulega á borgarbúa. Þeir sem láta skúrir ekki á sig fá geta heimsótt frændur okkar í vor og aðeins borgað tæpar fimmtán þúsund krónur fyrir farið báðar leiðir. Það er flugfélag heimamanna, Norwegian, sem býður svona vel og farmiðar félagsins til Oslóar eru ögn dýrari. Norwegian, líkt og easyJet, rukkar hins vegar fyrir innritaðar farangur. Það er því annað hvort að sitja í regngallanum og stígvélunum í vélinni eða borga aukalega fyrir stóra tösku.

Sjálfstæðir eða ekki

Það gæti farið svo að Edinborg verði bráðlega höfuðborg í sjálfstæðu Skotlandi. Hvað sem því líður þá er hægt að finna töluvert af flugmiðum til borgarinnar á innan við tíu þúsund krónur í vor með easyJet og sömu sögu er að segja um fargjöld félagsins til Bristol og Belfast.

Aston Villa í vor

Fyrir nærri tveimur áratugum síðan spiluðu leikmenn Aston Villa í Henson búningum en skiptu svo yfir í Hummel. Til heimaborgar liðsins mun hið breska Flybe fljúga frá Keflavík í allan vetur en það er aðeins pláss fyrir rúmlega áttatíu farþega í þotum félagsins. Ódýrasti miðinn, fram og tilbaka, er á um 18 þúsund. Það er álíka og það kostar að fara aðra leiðina með Icelandair til borgarinnar. Hins vegar rukkar íslenska félagið ekki fyrir töskurnar líkt og það breska gerir.

Sjá hér hver töskugjöld flugfélaganna eru.

TENGDAR GREINAR: Hápunktarnir í GenfVonast til að sjá marga Íslendinga í brekkunumDagstúrar frá Genf

 

 

Nýtt efni

Um 90% af öllum úrgangi sem fellur til á Íslandi, bæði frá heimilum og rekstri, ratar í einhvers konar endurvinnslu eða endurnýtingu. Þetta sýna nýjar úrgangstölur frá Umhverfisstofnun, fyrir árið 2022.  Það er fróðlegt að rýna í þessar tölur og fá þar með yfirsýn yfir neyslu Íslendinga, en Íslendingar eru á meðal mestu neysluþjóða í heimi. Magn …

Kínverjar eru leiðandi í smíði rafbíla, sem taldir eru mikilvægir vegna nauðsynlegra orkuskipta í samgöngum. Hinsvegar er Kína enn mjög háð brennslu kola, nærri 60% rafmagns í landinu er framleitt með kolum og það er enn verið að auka kolanám í landinu. Auk þess sem flutt er inn mikið af olíu og gasi. Jafnhliða er …

Það vour 1.299 bílar skráðir nýir á götuna hér á landi fyrstu þrjár vikurnar í júní og þar af 986 á vegum bílaleiga. Það jafngildir því að 24 prósent nýrra ökutækja fór til einstaklinga en á sama tíma í fyrra var hlutfallið 38 prósent samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins sem ná til 23. júní. Þessar fyrstu þrjár …

Það voru þrjú norræn alþjóðaflugfélög sem hófu flugrekstur í Covid-faraldrinum. Hér á landi var það Play en Flyr og Norse í Noregi. Öll þrjú leigðu árið 2021 þotur á lægra verði en áður hafði þekkst og efndu til hlutafjárútboða meðal fagfjárfesta og almennings. Í byrjun síðasta árs varð Flyr gjaldþrota en rekstur þess byggði á …

Ein árangursríkasta loftslagsaðgerð síðari ára á Íslandi er líklega sú að banna urðun lífræns úrgangs. Þetta bann tók gildi í upphafi árs 2023 og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Smám saman hafa jákvæðar tölur verið að berast, sem gefa tilefni til bjartsýni. Það er semsagt hægt að ná árangri í loftslagsmálum, þótt margir …

Barselóna er ein vinsælasta ferðamannaborg Evrópu en óþol íbúa vegna ágangsins hefur farið vaxandi á síðustu árum - ekki síst vegna húsnæðisvanda ungs fólks sem ekki getur keppt við ferðaþjónustuna í leiguverði. Fyrri borgaryfirvöld hættu útgáfu nýrra leyfa til útleigu og lokað mörgum ferðamannaíbúðum en nú eru í farvatninu enn meiri breytingar. Airbnb og öðrum …

Í Svíþjóð kalla sumarsólstöður, eða Midsommar, á mikil hátíðarhöld þar sem síld og snaps hafa lengstum verið í aðalhlutverki. Sölutölur sænskra kaupmanna sýna þó að vinsældir síldarinnar dala ár frá ári og nú er svo komið að salan hefur helmingast frá árinu 2008. Frá þessu greinir Sænska ríkisútvarpið. Skýringin á þessari þróun liggur í bragðlaukum …

Ferðahópur á Þingvöllum

Alþingi hefur samþykkt tillögu til þingsályktunar, sem ferðamálaráðherra lagði fram í apríl, um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030. Öðlast þingsályktunin þegar gildi en mótun stefnunar var sett á ís þegar Covid-faraldurinn hófst en þráðurinn var tekinn upp að nýju í fyrra. Þá skipaði ráðherra ferðamála, Lilja Alfreðsdóttir, sjö starfshópa til að fara í verkið og komu meira …