Samfélagsmiðlar

Ríflega 9 af hverjum 10 sætum hjá VITA seldust í sumar

Kaupmáttur fjölskyldufólks hefur aukist að mati starfsmanna ferðaskrifstofunnar VITA og sala á sumarferðum félagsins gekk vel. Guðrún Sigurgeirsdóttir, framleiðslustjóri hjá VITA, segir markaðinn hér á landi vera að stækka. MEIRA

 

 

Kaupmáttur fjölskyldufólks hefur aukist að mati starfsmanna ferðaskrifstofunnar VITA og sala á sumarferðum félagsins gekk vel. Guðrún Sigurgeirsdóttir, framleiðslustjóri hjá VITA, segir markaðinn hér á landi vera að stækka.

Hvernig gekk sumarið? Stóð salan undir væntingum?

Salan gekk vel og við seldum frá 90 til 95% af sætaframboði sumarsins. Rigningin spilaði að sjálfsögðu inní þar sem margir voru viðþolslausir að komast úr landi þegar tíðin var blaut. Við finnum líka aukinn kaupmátt hjá fjölskyldufólki.

Bodrum í Tyrklandi var nýr áfangastaður hjá ykkur í sumar. Sérðu fram á að þið fjölgið ferðum þangað næsta sumar?

VITA hefur boðið ferðir til Bodrum á hverju sumri síðan 2009, að undanskildu sl. sumri og ekki hefur verið ákveðið hvort ferðum verði fjölgað næsta sumar.

Sólarlandaferðir til Ítalíu hafa ekki verið á boðstólum um árabil. Sérðu fyrir þér að Íslendingum bjóðist ferðir til Ítalíu næsta sumar?

Íslendingar virðast frekar sækja í borgir, mat og menningu á Ítalíu en hefðbundar strandferðir. Var einmitt að ræða þetta í morgun við umboðsaðila VITA á Ítalíu sem var að velta þessu fyrir sér. Hann benti mér á að Ítalía er dýrari en t.d. Spánn, Portúgal, Grikkland og Tyrkland. Hótelin eru gjarnan minni, ekki þessi risastóru hótelkompleksar sem finnast annars staðar og aðstaða á hótelum önnur. Ítölum finnst ekki endilega nauðsynlegt að hafa sundlaug, benda fólki á að sjórinn sé stærsta sundlaugin, sem hentar okkar fólki ekki endilega. Íslendingar eru meira að leiga sér hús í sveitum Toskana eða Umbriu og leigja þá beint.

Norræna ferðaskrifstofan Nazar hóf að sólarlandaferðir héðan í ár. Heldurðu að tilkoma Nazar hafi breytt markaðnum að einhverju leyti?

Samkeppnin jókst vissulega, en markaðurinn er jú að stækka.

Hefur vægi sólarlandaferða yfir sumarið minnkað í heildarframboði Vita?

Það minnkaði með minni kaupgetu en við finnum aukinn kaupmátt eins og áður sagði og munum haga okkar plönum í samræmi við það.

Vita er í eigu Icelandair Group en Icelandair hefur hætt flugi til Alicante og fækkað ferðum til Barcelona. Takmarkar þetta möguleika Vita á að bjóða upp á sólarlandaferðir eða munið þið í auknum mæli notast við flug frá öðrum flugfélögum yfir sumartímann?

Ef vélar Icelandair eru uppteknar í áætlunarflugi á sumrin kallar það vissulega á að VITA selji ferðir með öðrum flugfélögum á meðan háannatími Icelandair er í umferð yfir hafið milli Evrópu og Ameríku, en það hefur verið gert undanfarin sumur.

TENGDAR GREINAR: Metsumar hjá HeimsferðumSumarið stóð undir væntingum hjá Úrval-Útsýn

 

Nýtt efni

Ekki verður sagt að fulltrúar í nefnd öldungardeildar Bandaríkjaþings hafi farið mjúkum höndum um Dave Calhoun, forstjóra Boeing, þegar hann kom fyrir nefndina í gær til að svara fyrir alvarlega öryggisbresti í flugvélum sem fyrirtækið smíðaði. Forstjórinn bað aðstandendur allra sem fórust með tveimur 737 MAX-vélum félagsins afsökunar um leið og hann sagðist axla ábyrgð …

Þegar stjórnendur Easyjet ákváðu að hefja flug til Keflavíkurflugvallar árið 2012 gerðu þeir aðeins ráð fyrir áætlunarflugi hingað yfir sumarmánuðina frá London. Viðtökurnar voru hins vegar það góðar að þeir bættu strax við vetrarflugi. Segja má að sú viðbót hafi valdið straumhvörfum í íslenskri ferðaþjónustu því í kjölfarið komu hingað miklu fleiri breskir ferðamenn yfir …

Stærsti bílaframleiðandi heims lætur ekki haggast þó hann hafi mætt nokkru andstreymi að undanförnu. Hluthafafundur Toyota endurnýjaði traust sitt á 10 manna stjórn fyrirtækisins í dag, þar á meðal á formanninum, Akio Toyoda, sem verið hefur í forystusveit fjölskyldufyrirtækisins frá aldamótum. Hann vék úr starfi forstjóra fyrir rúmu ári og varð stjórnarformaður. Nú hefur þessi …

Hér á landi hefur fjöldi erlendra vegabréfa við vopnaleitina á Keflavíkurflugvelli verið helsti mælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustunni. Á hinum Norðurlöndunum er ekki hægt að stunda svona talningu á flugvöllum enda margir sem koma landleiðina. Gistinætur útlendinga eru því aðalmælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustunni hjá frændum okkar og samtals voru þær 15,3 milljónir …

Búist er við að 38 prósenta hækkun tolla á innflutta rafbíla frá Kína hægi á sókn framleiðenda þar inn á Evrópumarkað. Hins vegar verður það aðeins tímabundið. Kínverskir framleiðendur hafa þegar náð sterkri stöðu í tæknimálum og getu til að framleiða á hagkvæman hátt - þeir ráða yfir allri aðfangakeðju framleiðslu sinnar. Að auki munu …

Fyrstu helgina í júní stefndi í verkfall flugmanna Norwegian í Noregi en samningar tókust á elleftu stundu. Flugfélagið hafði áður samið við danska og spænska flugmenn en þeir norsku kröfðust hlutfallslega meiri hækkunar og vísuðu til þess að laun þeirra stæðust ekki samanburð við starfsbræður sína í Evrópu vegna þess hve veik norska krónan er. …

„Það umfangsmikið verkefni að opna nýja álmu við flugstöð. Byggingin þarf að uppfylla fjölmargar kröfur yfirvalda , m.a. um innréttingar, eldvarnir, umhverfiskröfur og vinnuaðstæður. Það þarf líka að setja upp flókinn tækjabúnað, sem þarnast sérhæfðrar þekkingar og margra stunda þjálfun ef hann á að skila sínu hlutverki. Það gildir um nýjan öryggisbúnað flugvallarins," segir í …