Samfélagsmiðlar

Fundu réttu flugtímana fyrir Bandaríkjaflugið

Brottfarartímar WOW air til Bandaríkjanna verða um hálf fjögur en vélar Icelandair taka á loft seinni partinn. Mynd: WOW air

Vélar WOW air á leið vestur um haf munu fara fyrr af stað en þotur Icelandair á sömu leið. Forsvarsmenn WOW segja þetta kost fyrir farþega félagsins. Samkeppniseftirlitið úrskurðaði í fyrra að WOW ætti að fá tvo af afgreiðslutímum Icelandair því það væri forsenda fyrir samkeppni í flugi milli Íslands og Bandaríkjanna.

 

 

Vélar WOW air á leið vestur um haf munu fara fyrr af stað en þotur Icelandair á sömu leið. Forsvarsmenn WOW segja þetta kost fyrir farþega félagsins. Samkeppniseftirlitið úrskurðaði í fyrra að WOW ætti að fá tvo af afgreiðslutímum Icelandair því það væri forsenda fyrir samkeppni í flugi milli Íslands og Bandaríkjanna.

Í vor hefst áætlunarflug WOW air til Boston og Washington í Bandaríkjunum og fóru farmiðar í sölu í gær. Aðspurð um valið á þessum tveimur áfangastöðum segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, að báðir séu mjög vel kynntir hér á landi og að Ísland sé líka vel þekkt í þessum borgum. „Einnig eru þetta hvort tveggja áhugaverðir áfangastaðir inn á Evrópuleiðakerfi okkar og öfugt. Jafnframt bjóða báðar borgirnar upp á fjölmarga tengimöguleika innan Norður-Ameríku en einn af kostum WOW air verður að okkar vélar munu lenda fyrr og því auðveldara að ná tengiflugum áfram“, segir Svanhvít.

Fengu ekki umbeðna tíma

Forsvarsmenn WOW air stefndu á að hefja flug til Bandaríkjanna síðastliðið vor en úr því varð ekki þar sem félagið fékk ekki úthlutaða þá brottfarartíma í Keflavík sem óskað var eftir. Vildi WOW air fá tvo afgreiðslutíma á sömu tímum og Icelandair notar í flug sitt vestur um haf milli klukkan 16 og 17:30. Í erindi sem WOW air sendi Samkeppniseftirlitinu á síðasta ári sagði: „…verði ekki orðið við kröfum Wow Air þá megi ljóst vera að fyrirhugaður samkeppnisrekstur í flugi á milli Íslands og Bandaríkjanna sé með öllu útilokaður.“ Samkeppnisstofun fellst á rök WOW air eftir umfangsmikla rannsókn en áfrýjunarnefnd samkeppnismála felldi þann úrskurð úr gildi.

Nú segir Svanhvít hins vegar að búið sé að leysa þessi mál. „Okkar brottfaratímar og komutímar verða á undan tímum Icelandair líkt og Evrópuflugin okkar eru í dag. Það hentar enn betur fyrir tengingar. Auðveldara að tengja til annarra áfangastaða í Bandaríkjunum og farþegar einnig komnir fyrr á áfangastaði sína í Evrópu“. Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, tekur í sama streng í viðtali við Mbl.is.

Samkeppniseftirlitið og EFTA dómstóllinn eru í málinu

Þrátt fyrir að þessi lausn hafi fundist er von á nýjum úrskurði Samkeppniseftirlitsins vegna deilunnar um afgreiðslutíma við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Forsvarsmenn WOW sendu nefnilega nýtt erindi til stofnunarinnar í sumar. Þar að auki hefur Hæstiréttur skotið fyrra málinu til EFTA dómstólsins.

SÉRVALIN HÓTEL Á VEGUM TABLET HOTELS:

PARIS: PARADISPARISFRÁ 17ÞÚS KR.KÖBEN: HOTEL 27 – FRÁ 20ÞÚS KR.LONDON: ROCKWELL – FRÁ 17ÞÚS KR. NEW YORK: NIGHT HOTEL – FRÁ 14ÞÚS KR.

 

Nýtt efni

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …

Þjóðarflugfélög Frakka og Hollendinga mynda samsteypuna Air France-KLM Group og hagnaðist fyrirtækið um 934 milljónir evra á nýliðnu ári. Sú upphæð jafngildir 140 milljörðum króna. Aldrei áður hefur þessi fransk-hollenska samsteypa skilað svona miklum hagnaði að því fram kemur í tilkynningu nú í morgun í tilefni af birtingu uppgjörsins. Þar kemur fram að stríðið á …

Karólínska háskólasjúkrahúsið í Stokkhólmi er það sjöunda besta í heimi samkvæmt árlegum lista bandaríska tímaritsins Newsweek. Þetta er fimmta árið í röð sem Karólínska er á lista yfir þau 10 bestu en Björn Zoëga hefur verið forstjóri sjúkrahússins öll þau ár. Björn sagði stöðunni upp nú í ársbyrjun og lætur af störfum í næstu viku. …

Þetta eru ískyggilegar fréttir fyrir Íslendinga og aðrar þjóðir landanna sem liggja að Norður-Atlantshafi. Það er hluti af kjarngóðu og upplýstu uppeldi allra landsmanna að heyra um mikilvægi Golfstraumsins - helst snemma í frumbernsku, og landsmenn eru minntir á mikilvægi hans reglulega út æviskeiðið. Golfstraumurinn liggur frá Karíbahafinu og hingað norður eftir og gerir það …

Lestarferð á fjölförnustu viðskiptaferðaleiðum Bretlands losar innan við helming af því CO2 sem jafn löng ferð með rafbíl gerir, samkvæmt útreikningum sem The Rail Delivery Group, hagsmunasamtök lestarfélaga þar í landi, hafa reiknað út og sagt er frá í The Guardian. Þar sem um er að ræða vistvænstu lestirnar, sem einungis ganga fyrir rafmagni, þá …