Samfélagsmiðlar

Góður julefrokost í Kaupmannahöfn

Sankt Annæ

Á milli Nýhafnar og Kastellet eru nokkrir rómaðir smurbrauðsstaðir og kannski er Sankt Annæ þeirra fremstur. Þeir sem borða jólaborð ársins á þessum borgaralega veitingastað verða ekki fyrir vonbrigðum og munu alveg örugglega ekki fara út saddir jafnvel þó þeir láti Det lille julebord (395 danskar) duga.

Det lille julebord Sankt Annæ: Marineruð síld í kapers og lauk, heimalöguðu karrísíld með eplum, jólasíld hússins með appelsínu, grafinn lax, smjörsteik rauðspretta, sultaðar rauðbeður, lifrakæfa með beikoni og sætu graskeri, rifjasteik, önd með eplum og sveskjum, ostaborð og ris a la mande.

Told og Snaps

Leið margra ferðamanna í Kaupmannahöfn liggur um Nýhöfn. Í hliðargötunni Toldbodgade er Told og snaps til húsa og þar verður síldin á jólaborði ársins íslensk og reykti laxinn kemur frá frændum okkar í Færeyjum. Matseðilinn kostar 435 danskar (um 9 þúsund íslenskar)

Julemenuen: Krydduð og marineruð íslensk síld, karrísalat, færeyskur reyktur lax, rauðspretta, lifrakæfa með beikoni og sultuðum rauðbeðum, steikt mediesterpylsa með grænkáli, rifjasteik af glöðum grísum, danskur lífrænn brie, blámygluostur, rauðvínssultaðar sveskjur og ristað rúgbrauð, ris a la mande.

Kanal Caféen

Í kjallara bakvið Kristjánsborgarhöll er Kanal Cafeen til húsa. Ein þekktasta smurbrauðsstofa borgarinnar og þangað venja víst ennþá þingmenn komur sínar enda stutt fyrir þá að fara úr vinnunni. Julefrokost hússins kostar 355 danskar (um 7300 íslenskar).

Julebord: Karrísíld, jólasíld hússins, kryddsíld, rauðsprettusíld, rauðspretta, reyktur áll, rækjur með majónesi, hænsnasalat, andabringa, eplaflesk, lifrakæfa, rifjasteik, medisterpylsa, heimalöguð rauðbeðusultu, ostaborð og ris a la mande.

Einnig má mæla með Slotskælderen hos Gitte Kik og Husmans Vinstue

TILBOÐ Í KAUPMANNAHÖFN: 15% AFSLÁTTUR Á GÓÐU HÓTELI

SMELLTU HÉR TIL AÐ GERA VERÐSAMANBURÐ Á GISTINGU Í KAUPMANNAHÖFN

 

Nýtt efni

Þegar stjórnendur Easyjet ákváðu að hefja flug til Keflavíkurflugvallar árið 2012 gerðu þeir aðeins ráð fyrir áætlunarflugi hingað yfir sumarmánuðina frá London. Viðtökurnar voru hins vegar það góðar að þeir bættu strax við vetrarflugi. Segja má að sú viðbót hafi valdið straumhvörfum í íslenskri ferðaþjónustu því í kjölfarið komu hingað miklu fleiri breskir ferðamenn yfir …

Stærsti bílaframleiðandi heims lætur ekki haggast þó hann hafi mætt nokkru andstreymi að undanförnu. Hluthafafundur Toyota endurnýjaði traust sitt á 10 manna stjórn fyrirtækisins í dag, þar á meðal á formanninum, Akio Toyoda, sem verið hefur í forystusveit fjölskyldufyrirtækisins frá aldamótum. Hann vék úr starfi forstjóra fyrir rúmu ári og varð stjórnarformaður. Nú hefur þessi …

Hér á landi hefur fjöldi erlendra vegabréfa við vopnaleitina á Keflavíkurflugvelli verið helsti mælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustunni. Á hinum Norðurlöndunum er ekki hægt að stunda svona talningu á flugvöllum enda margir sem koma landleiðina. Gistinætur útlendinga eru því aðalmælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustunni hjá frændum okkar og samtals voru þær 15,3 milljónir …

Búist er við að 38 prósenta hækkun tolla á innflutta rafbíla frá Kína hægi á sókn framleiðenda þar inn á Evrópumarkað. Hins vegar verður það aðeins tímabundið. Kínverskir framleiðendur hafa þegar náð sterkri stöðu í tæknimálum og getu til að framleiða á hagkvæman hátt - þeir ráða yfir allri aðfangakeðju framleiðslu sinnar. Að auki munu …

Fyrstu helgina í júní stefndi í verkfall flugmanna Norwegian í Noregi en samningar tókust á elleftu stundu. Flugfélagið hafði áður samið við danska og spænska flugmenn en þeir norsku kröfðust hlutfallslega meiri hækkunar og vísuðu til þess að laun þeirra stæðust ekki samanburð við starfsbræður sína í Evrópu vegna þess hve veik norska krónan er. …

„Það umfangsmikið verkefni að opna nýja álmu við flugstöð. Byggingin þarf að uppfylla fjölmargar kröfur yfirvalda , m.a. um innréttingar, eldvarnir, umhverfiskröfur og vinnuaðstæður. Það þarf líka að setja upp flókinn tækjabúnað, sem þarnast sérhæfðrar þekkingar og margra stunda þjálfun ef hann á að skila sínu hlutverki. Það gildir um nýjan öryggisbúnað flugvallarins," segir í …

Suður-kóreski bílaframleiðandinn Hyundai veðjar á fjórða stærsta bílamarkað heims, Indland. Stærstu markaðirnir eru Kína, Bandaríkin og Japan - en Indlandsmarkaður vex hratt og mikil sala er í litlum og sparneytnum gerðum bíla. Á síðasta ári keypti dótturfélag Hyundai á Indlandi verksmiðjur General Motors í Maharashtra í vestanverðu landinu með það fyrir augum að auka framleiðslu …