Samfélagsmiðlar

Með strætó til Keflavíkurflugvallar

Eftir áramót geta flugfarþegar nýtt sér almenningssamgöngur til að komast til og frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

 

 

Eftir áramót geta flugfarþegar nýtt sér almenningssamgöngur til að komast til og frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Leið 55 mun keyra níu ferðir á dag milli miðborgar Reykjavíkur og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar frá byrjun janúar. Vagninn stoppar meðal annars við Kringluna, Fjörð í Hafnarfirði og Keili í Reykjanesbæ á leiðinni. Ferðalagið tekur eina klukkustund og sautján mínútur samkvæmt áætlun Strætó.

Ódýrari kostur

Strætómiði milli höfuðborgarinnar og Keflavíkurflugvallar mun kosta 1.400 krónur og fá farþegar skiptimiða til að nota í aðra vagna, t.d. við komuna til Reykjavíkur. Til samanburðar kostar farið með Airport Express 1.900 kr. (3.400 kr. báðar leiðir) og 1.950 kr. með Flugrútinni (3.500 kr. báðar leiðir).

Farþegar ná ekki í morgunflug íslensku félaganna

Fyrsti vagn á morgnana leggur í hann frá Umferðarmiðstöðinni klukkan 6:23 og rennur í hlað við flugstöðina tuttugu mínútur í átta. Íbúar höfuðborgarsvæðisins sem eru á leið í morgunflug með Icelandair eða WOW air geta því ekki nýtt sér þessar almenningssamgöngur. Það geta hins vegar íbúar Reykjanesbæjar því fyrsta ferð þaðan fer klukkan rúmlega fimm.

Áætlun Strætó passar þó vel fyrir morgunflug erlendu flugfélaganna auk annarra brottfara síðar um daginn. Við komuna til landsins verður einnig hægt að taka vagn í bæinn en fyrsta ferð frá Keflavíkurflugvelli er klukkan 6:35. Um helgar hefst aksturinn aðeins síðar og ferðirnar eru þá færri. Ekki er komin nákvæm staðsetning fyrir biðstöðina sem sett verður upp hjá flugstöðinni en áætlað er að hún verði þar sem rúturnar stoppa í dag samkvæmt upplýsingum frá Strætó.

Þessar nýju almenningssamgöngur eru á samstarfsverkefni Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum og Strætó og verður fyrsta ferðin þann 4. janúar.

 

Nýtt efni
Arnar Guðmundsson, Íslandsstofu

Íslandsstofa vinnur að því að markaðssetja Ísland sem ferðamannaland, kemur íslenskum fyrirtækjum á framfæri á erlendri grundu og liðkar til eftir bestu getu fyrir erlendri fjárfestingu á fimm sviðum atvinnulífs: orku og grænum lausnum, sjávarútvegi og matvælaframleiðslu, hugviti og tækni, listum og skapandi greinum - og loks ferðaþjónustu. Allt byggist þetta á útflutningsstefnu landsins, sem …

Það voru 27.293 starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu hér á landi í mars 2024 sem er aukning um 2 prósent frá sama tíma í fyrra en 2 prósent færri í samanburði við mars 2018. Það ár voru ferðamenn hér flestir en gert er ráð fyrir álíka ferðamannastraumi í ár. Vægi starfsfólks með íslenskan bakgrunn er …

Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen hefur slitið viðræðum við franska Renault um að þróa og smíða saman nýja gerð af rafknúnum smábíl á viðráðanlegu verði, sem keppt gæti við ódýrustu kínversku bílana. Hugmyndin var sú að bíllinn yrðu byggður á grunni Twingo-smábílsins frá Renault. Renault hyggst nú upp á eigin spýtur þróa Twingo áfram sem rafbíl og …

„Pittsburgh flugið fer vel af stað og er ánægjulegt að sjá að farþegar frá 25 Evrópulöndum hafa bókað flug með okkur til Pittsburgh um Ísland og þaðan hafa farþegar bókað flug til 30 áfangastaða Evrópumegin," sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í tilefni af fyrstu áætlunarferð flugfélagsins til bandarísku borgarinnar á fimmtudaginn. Forstjórinn lagði um …

Undirbúningur er á lokastigi um að koma á fót ævintýramiðstöð á Suðurlandi, þar sem gistiaðstaða og þjónusta verður tengd þjónustu, gönguferðum og útivist ævintýragjarnra ferðamanna. Ferðafólk, statt við Skógafoss, í ævintýraleit á Suðurlandi - MYND: ÓJ „Það koma stundum mjög athyglisverð verkefni, eins og þegar reynslumikill aðili úr ævintýraferðaþjónustu, sem hefur verið í slíkum rekstri …

Það er auðvitað eðlilegt að Barselóna, höfuðborg Katalóníu, dragi til sín mikinn fjölda ferðafólks. Borgin er fögur, sögurík og spennandi - en líka dálítið þreytt orðin á öllum þessum vinsældum, hömlulausum gestaganginum. Á síðasta ári gistu yfir 12 milljónir manna borginni, um sjö prósentum færri en 2019. Við bætast síðan allir þeir sem koma í …

Argentíski víniðnaðurinn hefur átt erfitt uppdráttar síðustu ár vegna óðaverðbólgu, óstöðugs gengis og minnkandi útflutnings. Það virðist þó heldur vera að lyftast brúnin á vínframleiðendum og virðast þeir helst þakka það harkalegri aðhaldsstefnu öfgakennda frjálshyggjumannsins Javier Milei, sem tók við forsetaembættinu í Argentínu í desember. Það tók strax að hægja á verðbólgu á fyrstu mánuðum …

Árið 2023 var 4.240 bókum bætt á lista yfir bannaðar bækur í Bandaríkjunum. Aldrei fyrr hafa jafn margar bækur verið bannaðar á einu ári. En á síðustu árum hefur þeim bókum sem settar eru á þennan bannlista fjölgað ár frá ári. Afleiðingin er sú að aðgengi að bókunum er takmarkað og þær eru fjarlægðar af …