Samfélagsmiðlar

Gott fjölskylduhótel í París

residence nell a

Gott íbúðahótel í níunda hverfi Parísar fyrir þá sem sjá fram á að verja smá tíma upp á herbergi í ferðalagi um borgina. Jafnvel þó höfuðborg Frakklands sé sneisafull af góðum matsölustöðum þá getur verið kostur fyrir ferðamenn að hafa aðgang að eigin eldhúsi í borginni. Flest fjölskyldufólk þekkir það til dæmis hversu mikilvægt er að geta boðið yngstu ferðalöngunum upp á morgunmat strax í upphafi dags og mörgum þykir spennandi að kaupa í matinn í sælkerabúðum borgarinnar. Þeir sem vilja búa á hóteli í París en engu að síður hafa möguleika á að útbúa einfalda máltíð upp á herbergi eru vel settir á Residence Nell í níunda hverfi Parísar. 

Herbergin

Það eru sautján íbúðir og stúdíó í húsi Residence Nell og allar vistaverur eru innréttaðar á nýmóðins hátt og öll eldhúsáhöld frá hinu ítalska Alessi. Baðherbergin eru nokkuð stór og þar eru þægilegir sloppar og inniskór fyrir gestina. Í stærri herbergjunum eru tvö sjónvörp og frítt net er í öllu húsinu.

Maturinn

Það er hægt að panta morgunmat upp á herbergi og kemur þá karfa með alls kyns brauði, áleggi og mjólkurvörum upp á herbergi á þeim tíma sem beðið er um. Starfsmenn hótelsins þekkja líka vel inn á heimsendingaþjónustu veitingahúsanna í hverfinu fyrir þá sem vilja borða heima. Kaffivél er á herbergjunum.

Verðið

Ódýrustu herbergin kostar að minnsta kosti 175 evrur og minnstu íbúðirnar 220 evrur. Verðið getur þó verið nokkur hærra á vinsælum tímabilum. Þeir sem bóka beint á heimasíðu hótelsins fá stundum sérkjör, til dæmis 10 prósent afslátt. 

Staðsetningin

Residence Nell er á horni tveggja fjölfarna gatna og stórborgarniðurinn fer ekki framhjá gestunum. Þeir sem vilja minna ónæði ættu því að biðja um herbergi á eftir hæðunum. Metrókerfi Parísar teygir anga sína víða í borginni og því alls staðar hægt að nýta sér almenningssamgöngur. 
Sjá heimasíðu Residence Nell
residencenell

Nýtt efni

„Samstarf fólks um allt land er forsenda þess að þróunin verði Grænlandi í hag. Ferðamenn virða ekki sveitamörk heldur eru með hugann allan við að njóta áfangastaða sinna. Þess vegna er svo brýnt að við sem áfangastaðurinn Grænland vinnum saman að því að bjóða upp á óaðfinnanlega og heildstæða upplifun - og náum saman, bæði …

Biðinni er brátt lokið og eftirvæntingarfullir aðdáendur írska rithöfundarins Sally Rooney getað andað léttar því að í liðinni viku var tilkynnt af The Wylie Agency, umboðsskrifstofu rithöfundarins, að ný bók væri væntanleg frá henni þriðjudaginn 24. september 2024.  Alex Bowler, talsmaður Faber & Faber, enska forlags rithöfundarins, sendi líka frá sér tilkynningu í tilefni af væntanlegri  …

Farþegar á Keflavíkurflugvelli gátu að jafnaði valið á milli nærri 10 brottfara á dag til höfuðborgar Bretlands í síðasta mánuði. Þetta er viðbót um eina ferð frá sama tíma í fyrra ef tillit er tekið til þess að nú er hlaupaár. London var sú borg sem oftast var flogið til frá Keflavíkurflugvelli í febrúar samkvæmt …

Það er bannað að auglýsa vín á Íslandi - nema auðvitað í amerískum samfélagsmiðlum og þeim erlendu vefsíðum sem íslenskir lesendur heimsækja. Áfengisauglýsingar eru hinsvegar mikilvæg tekjulind fjölmiðla í löndum allt í kringum okkur enda býr áfengisiðnaðurinn yfir miklu fjármagni og vill viðhalda áhuga neytenda á öllum aldri á þessum viðurkennda en varasama vímugjafa. FF7 …

Með hjálp málgreiningarforrits og athugun á orðanotkun hefur Lapo Lappin komist að því að tvær af vinsælustu bókum Camillu geta varla verið skrifaðar af höfundinum sjálfum og bendir Lappin á að textinn líkist mjög textum eftir annan rithöfund, Pascal Engman. Sjálf neitar Camilla (og það gerir Pascal einnig) öllum ásökunum og telur þær vera ávöxt öfundar …

Stundum fer rás atburða í hring. Flugvélasmiðja Spirit í Wichita var sett á stofn af Stearman Aircraft árið 1927 en tveimur árum síðar eignaðist United Aircraft and Transport Corporation fyrirtækið og rak til ársins 1934. Þá tók Boeing við rekstrinum og í heimsstyrjöldinni síðari, árið 1941, varð Spirit deild innan Boeing. Þannig hélst fyrirkomulagið til …

„Ég er búinn að vera í björgunarsveit í að verða 15 ár og í öllum útköllum tók ég Beef Jerky, þurrkað nautakjöt frá Bandaríkjunum, með mér sem nesti í neyð. Ég gekk til dæmis einu sinni þvert yfir landið, frá Reykjanestá yfir á Langanes og fyrir þá ferð gerði ég mikla leit að góðu, íslensku …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …