Samfélagsmiðlar

Vilja meiri upplýsingar um flugfarþega

kaupmannahof farthegar

Innan nokkurra missera gætu ríki ESB farið að deila ítarlegum upplýsingum um flugfarþega. Innan nokkurra missera gætu ríki ESB farið að deila ítarlegum upplýsingum um flugfarþega. Hryðjuverkin í París í byrjun árs urðu til þess að rykið var dustað af hugmyndum um sameiginlegan evrópskan gagnagrunn um ferðalög fólks.
Hvar sastu í flugvélinni, hversu mikinn farangur tókstu og hvernig borgaðirðu fyrir flugmiðann? Svörin við þessum spurningum og fleiri verða að finna í gagnagrunni sem hluti þingmanna á Evrópuþinginu vill að aðildarríki ESB komi sér upp sem fyrst. Málið fór á flug eftir hryðjuverkin í París í janúar en áður var ekki verið mikill stuðningur við hugmyndir um safna saman upplýsingum um alla þá farþega sem eiga leið um evrópska flugvelli.

Geyma gögnin í fimm ár

Verði gagnagrunnurinn að veruleika þá geta yfirvöld í aðildarríkjum ESB leitað þangað eftir margvíslegum upplýsingum. Þar verða til að mynda heimilisföng farþega, greiðslukortaupplýsingar og listar yfir allar flugferðir. Einnig verður haldið upp á gögn um farangur fólks, séróskir hvað varðar flugvélamat og hvar viðkomandi hefur setið í hverri flugferð. Það verður því hægt að fá mjög skýra mynd af ferðalögum allra þeirra sem ferðast með flugi innan Evrópu og til og frá álfunni en gagnrýnendur frumvarpsins hafa bent á að ekkert af þessum upplýsingum hefðu komið í veg fyrir þau hryðjuverk sem framin hafa verið í Evrópu sl. áratug.
Gert er ráð fyrir að upplýsingarnar í gagnagrunninum verði geymdar í allt að fimm ár samkvæmt þeim drögum sem nú eru uppi.

Bandaríkjamenn slaka á

Mörg evrópsk ríki safna saman sambærilegum upplýsingum nú þegar og deila þeim jafnvel með nágrannaþjóðum sínum og líka bandarískum yfirvöldum. Með sameiginlegum ESB grunni á hins vegar að verða einfaldara að bera saman gögn mismunandi landa. Það virðist hins vegar ekki vera tilgangurinn með þessu að flýta fyrir afgreiðslunni í vopnaleitinni líkt og gert hefur verið vestanhafs. Í Bandaríkjunum geta farþegar nefnilega komist á lista yfir örugga farþega með því að gefa aðgang að upplýsingum um ferðalög sín. Sá hópur farþega þarf ekki að fara í gegnum eins ítarlega vopnaleit á flugvöllum vestanhafs en þessi leið er ekki til skoðunar á Evrópuþinginu. Þá staðreynd hafa margir gagnrýnt enda hefur umfang öryggisgæslu á evrópskum flugvöllum aukist gífurlega frá aldarmótum. Í umfjöllun Politiken er bent á að hægt væri að minnka biðtíma í öryggisleit með því að nota bandarísku aðferðina og einnig ef evrópskir flugvallastjórar færu eftir reglunum í stað þess að ýkja þær. Til að mynda kveða evrópskar reglur aðeins á um að skór farþega skuli skannaðir ef öryggishliðin pípa en samt er bróðurpartur farþega látinn fara úr skóm. Einnig þykir tímabært að endurskoða reglur um vökvabann því eins og einn viðmælandi Politiken segir þá geta allir sprengjusérfræðingar útbúið hættulegan vökva sem kemst í ílát sem eru minna en 100 ml.

Nýtt efni

Kínverjar eru leiðandi í smíði rafbíla, sem taldir eru mikilvægir vegna nauðsynlegra orkuskipta í samgöngum. Hinsvegar er Kína enn mjög háð brennslu kola, nærri 60% rafmagns í landinu er framleitt með kolum og það er enn verið að auka kolanám í landinu. Auk þess sem flutt er inn mikið af olíu og gasi. Jafnhliða er …

Það vour 1.299 bílar skráðir nýir á götuna hér á landi fyrstu þrjár vikurnar í júní og þar af 986 á vegum bílaleiga. Það jafngildir því að 24 prósent nýrra ökutækja fór til einstaklinga en á sama tíma í fyrra var hlutfallið 38 prósent samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins sem ná til 23. júní. Þessar fyrstu þrjár …

Það voru þrjú norræn alþjóðaflugfélög sem hófu flugrekstur í Covid-faraldrinum. Hér á landi var það Play en Flyr og Norse í Noregi. Öll þrjú leigðu árið 2021 þotur á lægra verði en áður hafði þekkst og efndu til hlutafjárútboða meðal fagfjárfesta og almennings. Í byrjun síðasta árs varð Flyr gjaldþrota en rekstur þess byggði á …

Ein árangursríkasta loftslagsaðgerð síðari ára á Íslandi er líklega sú að banna urðun lífræns úrgangs. Þetta bann tók gildi í upphafi árs 2023 og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Smám saman hafa jákvæðar tölur verið að berast, sem gefa tilefni til bjartsýni. Það er semsagt hægt að ná árangri í loftslagsmálum, þótt margir …

Barselóna er ein vinsælasta ferðamannaborg Evrópu en óþol íbúa vegna ágangsins hefur farið vaxandi á síðustu árum - ekki síst vegna húsnæðisvanda ungs fólks sem ekki getur keppt við ferðaþjónustuna í leiguverði. Fyrri borgaryfirvöld hættu útgáfu nýrra leyfa til útleigu og lokað mörgum ferðamannaíbúðum en nú eru í farvatninu enn meiri breytingar. Airbnb og öðrum …

Í Svíþjóð kalla sumarsólstöður, eða Midsommar, á mikil hátíðarhöld þar sem síld og snaps hafa lengstum verið í aðalhlutverki. Sölutölur sænskra kaupmanna sýna þó að vinsældir síldarinnar dala ár frá ári og nú er svo komið að salan hefur helmingast frá árinu 2008. Frá þessu greinir Sænska ríkisútvarpið. Skýringin á þessari þróun liggur í bragðlaukum …

Ferðahópur á Þingvöllum

Alþingi hefur samþykkt tillögu til þingsályktunar, sem ferðamálaráðherra lagði fram í apríl, um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030. Öðlast þingsályktunin þegar gildi en mótun stefnunar var sett á ís þegar Covid-faraldurinn hófst en þráðurinn var tekinn upp að nýju í fyrra. Þá skipaði ráðherra ferðamála, Lilja Alfreðsdóttir, sjö starfshópa til að fara í verkið og komu meira …

Ásgeir Baldurs, framkvæmdastjóri Arctic Adventures

Arctic Adventures er eitt stærsta fyrirtæki landsins í ferðaþjónustu og hefur verið að stækka starfssvið sitt, síðast með kaupum á Special Tours, sem sinnir skoðunarferðum á slóðum hvala og lunda, auk þess að reka Hvalasafnið (Whales of Iceland) í Reykjavík.  Ásgeir Baldurs tók við starfi forstjóra Arctic Adventures fyrir rúmu ári, þegar margir bundu vonir við …