Samfélagsmiðlar

Íslenskir flugmenn tilbúnir til aðstoða í kjarabaráttu skandinavískra starfsbræðra

norwegian vetur

Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir félagsmenn sína tilbúna til að hjálpa starfsbræðrum sínum í Skandinavíu verði eftir því óskað. Verkfall ríflega sjö hundrað flugmanna Norwegian hefur staðið yfir í fimm daga og deiluaðilar gagnrýna hvorn annan harkalega í fjölmiðlum. Hafsteinn Pálsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir félagsmenn tilbúna til að hjálpa starfsbræðrum sínum verði eftir því óskað. Túristi ræddi við Hafstein um stöðu flugáhafna í ljósi þess að lausamennska og verktakasamningar eru að verða algengari í fluggeiranum í Evrópu.

Það er talið að um hundrað þúsund farþegar norska lággjaldaflugfélagsins Norwegian hafi orðið strandaglópar í vikunni þar sem nærri allt flug félagsins innan Skandinavíu hefur verið fellt niður. Áætlanaferðir félagsins til annarra landa, þ.m.t. Íslands, hefur farið fram samkvæmt áætlun. Forsvarsmenn flugmanna hafa sakað stjórnendur Norwegian um að ætla að fremja verkfallsbrot með því að kalla til erlenda flugmenn til að fljúga vélum félagsins. Hafa þeir hótað að vélarnar verði stöðvaðar út í heimi ef erlendir flugmenn verði fengnir til að ganga inn í störfin. Hafsteinn Pálsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA), segir félagsmenn sína reiðubúna til að leggja flugmönnum Norwegian lið verði þess óskað. „Við munum hjálpa þeim eins og okkur er unnt innan ramma laganna. Við höfum þegar sett í gang vinnu til að vera við öllu búin. Við getum aðstoðað þau með ýmsum hætti til dæmis að hafa samband við önnur stéttarfélög og láta vita ef um ólögleg flug, verkfallsbrot, er að ræða. Þá er hægt að stöðva afgreiðslu þessara fluga í gegnum Norræna- og Alþjóða flutningamannasambandið.“ 

Forstjórar ráða ekki öllu 

Norwegian er næststærsta flugfélag Norðurlanda og þriðja umsvifamesta lággjaldaflugfélag Evrópu. Forsvarsmenn SAS, stærsta norræna flugfélagsins, hafa tjáð sig um deiluna og sagði forstjóri SAS að hann teldi engar líkur á öðru en hefðbundnir ráðningasamningar heyri sögunni til hjá flugmönnum lággjaldaflugfélaga. Þeir verði hér eftir ráðnir inn tímabundið eða sem verktakar. Hafsteinn telur þetta ekki vera rétt mat hjá forstjóranum. „Það má ekki gleyma því að forstjórarnir ráða þessu ekki einhliða þó að þetta sé draumur margra þeirra. Í þarsíðustu viku kynnti ESB nýja rannsókn þar sem verktakamennska er átalin og sagt að hún sé bein ógn við flugöryggi. Í Bandaríkjunum er orðið bannað með lögum að flugmenn séu verktakar. Það er í raun og veru ómögulegt. Verktaki skaffar tæki og tól og vinnur vinnuna þegar honum hentar og það getur aldrei átt við flugmann. Ég held að þegar stjórnvöld í Evrópu átta sig á flugöryggisþættinum og öllum skattaundaskotunum þá verð þetta bannað hér líka.“

Oftast flugfélög sem standa illa sem grípa til verktakasamninga

Í byrjun febrúar sakaði miðstjórn ASÍ stjórnendur íslenska flugfélagsins Primera Air um að byggja starfsemi sína og flug frá Íslandi á félagslegum undirboðum gagnvart áhöfnum og var skorað á íslensk stjórnvöld að stöðva starfsemi félagsins. Forsvarsmenn Primera Air hafna þessum ásökunum og segja áhafnir flugfélaga ekki sjálfkrafa falla undir lög eða reglur þeirra landa þar sem tímabundin bækistöð eða starfsemi flugfélags er hverju sinni. Formaður FÍA segist ekki óttast að íslensk flugfélög fari í auknum mæli út á þessar brautir. „Nýjasta dæmið er WOW air sem hefur farið af stað með að ráða flugmenn sem launamenn. Eitt sem styður þetta er að það stefnir í flugmannaskort miðað við fjölda á framleiddum flugvélum og það þýðir að kjör yfirleitt batna. Það sem Primera Air er að gera eru hlutir sem félög gera yfirleitt ekki nema þau standi orðið illa. Þar lítur úr fyrir að verið sé að fara á svig við íslensk lög.“

Greiða helst ekki skatta til að komast af

Ryanair, stærsta lággjaldaflugfélag Evrópu, er þekkt fyrir að bjóða áhöfnum sínum verri kjör en gerist og gengur og ótryggt starfsumhverfi. Jens Stoltenberg, þáverandi forsætisráðherra Noregs, lét hafa það eftir sér að hann myndi aldrei fljúga með félaginu vegna þess hvernig staðið væri að ráðningasamningum starfsfólks. Hafsteinn segir að Ryanair eigi orðið í vandræðum með að manna flug sín og að síðastliðið sumar hafi margar af vélum þess staðið ónotaðar vegna þess að félagið hafði ekki flugmenn til að fljúga þeim. „Ég held að þegar upp er staðið sé það öllum samfélögum fyrir bestu að allir þegnar þess taki þátt í því að greiða skatta. En það er langur vegur frá því að þessir verktakar í flugheiminum séu að gera það því þeim eru ekki greidd nægjanleg laun til þess að geta það. Stór hluti af því að komast af sem verktaki er að greiða helst ekki skatta.“

Í dag verður samningafundum haldið áfram í Ósló til að finna lausn á deilu flugmanna Norwegian. Samkvæmt frétt Dagens Næringsliv í Noregi er reiknað með að tuttugu þúsund farþegar Norwegian komist ekki á áfangastað í dag vegna ástandsins. 
SJÁ EINNIG: HINAR FLJÚGANDI STÉTTIR EIGA Í VÖK AÐ VERJAST

Nýtt efni

Heldur færri beiðnum um vegabréfsáritun var hafnað á Schengen-svæðinu 2023 miðað við árið á undan, 1,6 milljónum eða 15,8 prósentum af heildarfjölda áritana í stað 17,9 prósenta. Flestum beiðnum var að venju hafnað í Frakklandi eða 436.893, samkvæmt frétt SchengenNews, en Frakkar taka líka við flestum beiðnum. Þau ríki sem koma næst á eftir á …

Þegar nýtt íslenskt flugfélag fer í loftið þá er Kaupmannahöfn ávallt meðal fyrstu áfangastaða. Þannig var það í tilfelli Iceland Express, sem þó var ekki fullgilt flugfélag, Wow Air og Play. Hjá öllum þremur var stefnan ekki sett á Stokkhólm fyrr en fleiri þotur höfðu bæst í flotann. Play fór sína fyrstu ferð til sænsku …

Árið 2023 varð landsvæði sem nam tvöfaldri stærð Lúxemborgar eldum að bráð í Evrópu - meira en hálf milljón hektara gróðurlendis eyðilagðist. Samkvæmt upplýsingum Evrópska upplýsingakerfins um gróðurelda (European Forest Fire Information System - EFFIS) voru 37 prósent umrædds lands þakin runnum og harðblaðaplöntum en á 26 prósentum óx skógur.  Auk gríðarlegs tjóns vistkerfisins fylgdu …

Kopar er nú meðal eftirsóttustu hráefna í iðnaði og verð á honum hækkar ört - svipað og gerðist með hráolíuna á áttunda áratugnum eftir að olíuframleiðendur í Arabalöndunum settu viðskiptabann á Bandaríkin og bandalagsríki þeirra vegna stuðnings við Ísrael í Yom Kippur-stríðinu. Mikil hækkun á verði kopars á mörkuðum skýrist raunar að hluta af auknum …

Ísland komst fyrst á kortið hjá United Airlines vorið 2018 þegar félagið hóf áætlunarflug hingað frá New York. Síðar bætti bandaríska flugfélagið við ferðum hingað frá Chicago og í báðum tilvikum voru brottfarir í boði frá frá vori og fram á haust. Í fyrra varð ekkert út Íslandsflugi United frá New York en í lok …

Ferjan Sæfari leggst að bryggju í Sandvík, þorpi Grímseyjar, um hádegisbil eftir um þriggja klukkustunda siglingu frá Dalvík. Ferjan stoppar ekki lengi í eyjunni í þetta sinn heldur leggur aftur af stað frá Grímsey klukkan 14. Dagsferðalangar í Grímsey á veturna stoppa því aðeins í tæpar tvær klukkustundir í eyjunni en leggja á sig meira …

Mótun ferðamálastefnu fyrir Ísland til ársins 2030 var sett á ís þegar Covid-faraldurinn hófst en þráðurinn var tekinn upp að nýju í fyrra. Þá skipaði ráðherra ferðamála, Lilja Alfreðsdóttir, sjö starfshópa til að fara í verkið og komu meira en 100 manns að þeirri vinnu. Drög að tillögu til þingsályktunar voru birti í febrúar og …

Þrátt fyrir takmarkað framboð á flugi innan Evrópu þá eru fargjöld ekki á uppleið og verðþróunin er neytendum í hag nú í sumarbyrjun að sögn forstjóra og fjármálastjóra Ryanair sem kynntu nýtt ársuppgjör félagsins nú í morgun. Reikningsár þessa stærsta lágfargjaldaflugfélags Evrópu lauk í lok mars sl. og þar var niðurstaðan hagnaður upp á 1,9 …