Samfélagsmiðlar

Skera niður flug milli Íslands og Sviss

basel vetur

Í vetur hefur í fyrsta skipti verið boðið upp á áætlunarflug héðan til Sviss og hefur fjöldi svissneskra ferðamanna þrefaldast. Í vetur hefur í fyrsta skipti verið boðið upp á áætlunarflug héðan til Sviss og hefur fjöldi svissneskra ferðamanna þrefaldast. Ekki verður hins vegar framhald á þessum áætlunarferðum nema að litlu leyti.
Fyrir ári síðan hóf breska lággjaldaflugfélagið easyJet að fljúga hingað til lands tvisvar í viku frá Basel í Sviss og í október sl. bættust við jafn margar ferðir frá Genf. Til stóð að starfrækja þessar flugleiðir allt árið um kring en líkt og Túristi greindi frá í gær er ekki lengur hægt að bóka flug héðan til Genfar frá lokum október á heimasíðu easyJet.

Farþegar fá endurgreitt

Forsvarsmenn flugfélagsins höfðu hins vegar ekki tilkynnt um breytingar á áætlun til Genfar og í gær var svo ekki lengur mögulegt að panta far héðan til Basel yfir háveturinn líkt og hægt var á daginn áður. Eftir ítrekaðar tilraunir staðfestir Carinne Heinen, upplýsingafulltrúi easyJet, í svari til Túrista að frá og með október nk. muni easyJet aðeins fljúga til Íslands frá Genf yfir sumarmánuðina og flugið frá Basel verði lagt niður frá lokum nóvember og fram í febrúar. „Haft verður samband við alla þá farþega sem áttu bókuð sæti og þeim boðin full endurgreiðsla. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta veldur“, segir í svari Heinen til Túrista. Það sem af er ári hefur easyJet verið næst umsvifamesta flugfélagið á Keflavíkurflugvelli og boðið upp á rúmlega hundrað ferðir í mánuði.

Þrefalt fleiri Svisslendingar

Eins og áður segir er easyJet fyrsta flugfélagið sem býður upp á áætlunarflug héðan til Sviss yfir vetrarmánuðina og hefur fjöldi svissneskra túrista hér á landi þrefaldast síðustu fimm mánuði. Alls hafa 4.745 Svisslendingar komið til landsins síðan að flugið frá Genf bættist við leiðakerfi easyJet í lok október. Veturna tvo þar á undan voru svissnesku ferðamennirnir á bilinu fimmtán til sextán hundruð.
Flugvellirnir í Basel og Genf liggja báðir við landamæri Frakklands og Sviss og áætlunarflugið til borganna tveggja er því líklega ein ástæða þess að frönskum túristum hefur fjölgað um 45 prósent í ár samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Flugvöllurinn í Basel er einnig skammt frá þýsku landamærunum.
Auk easyJet þá býður Icelandair upp á áætlunarflug til Genfar yfir sumarmánuðina og vélar íslenska félagsins fljúga allt að fimm sinnum í viku til Zurich frá vori og fram á haust. 
SMELLTU TIL AÐ SJÁ HVERT ÞÚ GETUR FLOGIÐ BEINT Í VOR, SUMAR OG HAUST.

Nýtt efni

Gott símasamband í höfuðborg Bretlands byggði lengi á hinum 177 metra háa BT Tower sem kenndur var við eigandann, British Telecom. Turninn varð hæsta mannvirkið í London þegar hann var reistur af símafyrirtækinu árið 1964. Það var ekki fyrr en 16 árum síðar að annað mannvirki í London fór upp fyrir þetta símamastur sem einnig …

Velta í ferðaþjónustu í nóvember og desember í fyrra var nærri óbreytt miðað við sama tíma árið 2022 eða rúmlega 121 milljarður króna. Ef veltan hefði verið í takt við verðbólgu og fjölgun gistinátta ferðamanna þá hefði hún verið um 13 milljörðum kr. hærri. Af undirgreinum ferðaþjónustunnar þá var veitingareksturinn sá eini sem hélt í …

Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Bain Capital Credit varð langstærsti hluthafinn í Icelandair í júní 2021 og á nú 17,2 prósenta hlut. Sjóðurinn hefur fjárfest fyrir 10,4 milljarða króna í flugfélaginu en fengi rétt 7,5 milljarða fyrir hlutinn í dag. Mismunurinn nemur nærri 3 milljörðum króna en gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um 18 prósent frá því …

Tölur sem Kóperníkus, lofthjúpsvöktunaþjónusta Evrópusambandsins, og ítölsku umhverfisverndarsamtökin Legambiente kynntu nýlega sýna að í Mílanó mælist svifryk og önnur loftmengun áfram hvað mest í allri Evrópu. Nú er loks rætt um það af yfirvöldum í Mílanó og nærliggjandi borgum og bæjum á Langabarðalandi að grípa einhverra aðgerða - eins og að takmarka notkun á mest …

Þátttaka hins opinbera í rafbílakaupum landsmanna er nú með breyttu sniði. Í stað skattaafsláttar upp á 1,3 milljónir króna, sem dreginn var frá söluverði nýrra rafbíla, þá verða kaupendur bílanna að greiða fullt verð í umboðinu og sækja svo um 900 þúsund króna styrk hjá Orkustofnun í framhaldinu. Þessi breyting var gerð um síðustu áramóti …

Sá sem kaupir ódýrasta fargjaldið hjá Icelandair, Economy Light, þarf að borga aukalega fyrir innritaðan farangur. Áður var töskugjaldið 5.280 krónur en nú þarf að borga allt að 6.600 krónur undir farangurinn aðra leið. Hækkunin nemur 25 prósentum og svo mikil eru hún líka ef innrita á skíði. Flutningur á þeim kostar núna allt að …

Sérstakar ívilnanir fyrir kaupendur rafbíla voru felldar úr gildi um síðustu áramót og nú leggst fullur virðisaukaskattur á kaupverðið. Skattaafslátturinn nam áður allt að 1,3 milljónum króna og í flestum tilfellum hækkuðu bílaumboðin verðið á rafbílunum um þessa upphæð. Önnur biðu með að gefa út nýja verðskrá og það var tilfellið hjá Vatt ehf. sem …

Stjórn Play kynnti 8. febrúar sl. áform sín um að selja nýtt hlutafé í flugfélaginu fyrir þrjá til fjóra milljarða króna til styrkja lausafjárstöðu þess. Tilkynning um hlutafjárútboðið kom í tengslum við birtingu á uppgjöri félagsins fyrir síðasta ár. Nú liggur fyrir að stærstu hluthafar flugfélagsins hafa skráð sig fyrir nýju hlutafé upp á 2,6 …