Sala á klámmyndum hefur lengi verið tekjulind hótela út um víða veröld. Nú ætlar hins vegar ein stærsta hótelkeðja í heimi að losa sig við grófa efnið. Sala á klámmyndum hefur lengi verið tekjulind hótela út um víða veröld. Nú ætlar hins vegar ein stærsta hótelkeðja í heimi að losa sig við grófa efnið.
Á fjöldamörgum hótelum geta gestir keypt aðgang að bíómyndum og oft eru klámmyndir hluti að úrvalinu. Forsvarsmenn Hilton gististaðanna ætla hins alfarið að hætta dreifingu á þess háttar efni í nánustu framtíð. Í tilkynningu sem hótelkeðjan sendi frá sér segir að í dag séu fullorðinsmyndir ekki í boði á fjöldamörgum Hiltonhótelum og fljótlega verði það sama uppi á teningnum á þeim öllum. Þessi breyting er meðal annars sögð byggja á óskum viðskiptavina og eins þykir stjórnendunum það ekki samræmast framtíðarsýn hótelanna að hafa þess háttar efni á boðstólum.
Í tilkynningunni er einnig tekið fram að gestir Hilton eigi áfram að geta tengst þráðlausu neti og þannig stýrt vali sínu á afþreyingarefni á meðan á dvöl þeirra stendur. Þess má geta að á mörgum gististöðum Hilton er aðgangur að neti frír en hins vegar þarf að borga aukalega fyrir hraðari tengingu. Í ferðapressunni er ýjað að því að tekjur Hilton af þessa háttar netsambandi gætu aukist í kjölfar minna úrvals af bíómyndum í afþreyingarkerfi hótelanna.
SMELLTU TIL AÐ GERA VERÐSAMANBURÐ Á HÓTELUM ÚT Í HEIMI
Dagar klámsins taldir hjá Hilton
26. ágúst 2015
