Samfélagsmiðlar

Bjóða flug til London á 5.055 krónur í allan vetur

british airways

Í byrjun vetrar hefur breska flugfélagið British Airways flug til Íslands frá Heathrow í London. Lægstu fargjöld félagsins eru mun ódýrari en hjá samkeppnisaðilunum. Í byrjun vetrar hefur breska flugfélagið British Airways flug til Íslands frá Heathrow í London. Lægstu fargjöld félagsins eru mun ódýrari en hjá samkeppnisaðilunum. Þeir sem eru á leið langt í austur geta líka fundið ódýra farmiða.
Framboð á flugi héðan til London hefur nærri þrefaldasta síðustu ár og Bretar eru langstærsti hópur ferðamanna hér á landi utan háannatíma. Í vetur verða í boði allt að 56 ferðir í viku frá Keflavíkurflugvelli til fjögurra flugvalla í nágrenni við London en þær voru 19 í viku fyrir þremur árum. Hingað til hefur Icelandair hins vegar verið eitt um flug héðan til Heathrow, stærsta flugvallar Evrópu, en á því verður breyting í lok október þegar British Airways hefur Íslandsflug á ný eftir sjö ára hlé. Félagið mun fljúga þrisvar í viku en Icelandair fer þessa leið tvisvar á hverjum degi.

Mikill verðmunur, með og án farangurs

Yfir vetrarmánuðina lætur nærri að fimmta hver þota, sem tekur á loft frá Keflavíkurflugvelli, taki stefnuna á höfuðborg Bretlands. Umferðin til annarra áfangastaða er mun minni og samkeppnin líka. En af fargjöldunum að dæma þá ætla forsvarsmenn British Airways að veita hinum félögunum harða samkeppni í flugi til London og bjóða þeir í dag mun lægri fargjöld en easyJet, Icelandair og WOW air. Þannig má finna farmiða með breska félaginu, aðra leiðina, frá Íslandi á 5.055 krónur á fjöldamörgum dagsetningum í vetur. Það er þó án farangursheimildar en til samanburðar kostar þess háttar farmiði að minnsta kosti 8.867 krónur hjá easyJet og 9.999 með WOW air samkvæmt athugun Túrista. Hjá WOW air bætist reyndar 999 króna bókunargjald ofan á allar pantanir og því ekki hægt að fá miða á auglýstu verði. Icelandair er eina félagið sem er með farangursheimild í sínu lægsta fargjaldi og kostar það 17.455 krónur. Það er jafn mikið og ódýrustu miðarnir kosta, báðar leiðir, með British Airways í vetur því félagið selur flugið frá London til Íslands á hærra verði en fluglegginn frá Íslandi. Þess má geta að framboð á þessum ódýrstu farmiðum er langmest hjá íslensku félögunum tveimur en minnst hjá easyJet.

 Flugfélag Ódýrustu farmiðar án farangurs Ódýrustu farmiðar með farangri
British Airways5.055 kr.8.155 kr.
easyJet8.867 kr.12.414 kr. 
Icelandair17.455 kr.17.455 kr. 
WOW air10.998 kr.14.997 kr. 

Til Dubai fyrir 57 þúsund krónur

Með Íslandsflugi British Airways opnast flugfarþegum hér á landi sá möguleiki að fljúga héðan, yfir vetrarmánuðina, til fjöldamargra áfangastaða í Asíu, Afríku, Eyjaálfu og S-Ameríku með sama flugfélaginu og á einum miða. Farþegar eru þá á ábyrgð flugfélagsins ef seinkanir verða til þess að þeir missa af framhaldsflugi. Í dag er t.a.m. hægt að bóka miða héðan, báðar leiðir, með British Airways til Dubai á rúmar 57 þúsund krónur, ódýrustu miðarnir til Hong Kong eru á 95 þúsund en þeir sem ætla til Ríó de Janeiro eða Sydney borga að lágmarki 130 til 155 þúsund. 
Þeir sem vilja hafa flugið héðan og tengiflugið á einum miða geta líka keypt miða hjá Icelandair, SAS eða ferðaskrifstofum en þurfa þá í flestum tilfellum að fljúga með tveimur mismunandi flugfélögum.
SMELLTU TIL AÐ GERA VERÐSAMANBURÐ Á HÓTELUM ÚT UM ALLAN HEIM og BÍLALEIGUBÍLUM

Nýtt efni

Þegar stjórnendur Easyjet ákváðu að hefja flug til Keflavíkurflugvallar árið 2012 gerðu þeir aðeins ráð fyrir áætlunarflugi hingað yfir sumarmánuðina frá London. Viðtökurnar voru hins vegar það góðar að þeir bættu strax við vetrarflugi. Segja má að sú viðbót hafi valdið straumhvörfum í íslenskri ferðaþjónustu því í kjölfarið komu hingað miklu fleiri breskir ferðamenn yfir …

Stærsti bílaframleiðandi heims lætur ekki haggast þó hann hafi mætt nokkru andstreymi að undanförnu. Hluthafafundur Toyota endurnýjaði traust sitt á 10 manna stjórn fyrirtækisins í dag, þar á meðal á formanninum, Akio Toyoda, sem verið hefur í forystusveit fjölskyldufyrirtækisins frá aldamótum. Hann vék úr starfi forstjóra fyrir rúmu ári og varð stjórnarformaður. Nú hefur þessi …

Hér á landi hefur fjöldi erlendra vegabréfa við vopnaleitina á Keflavíkurflugvelli verið helsti mælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustunni. Á hinum Norðurlöndunum er ekki hægt að stunda svona talningu á flugvöllum enda margir sem koma landleiðina. Gistinætur útlendinga eru því aðalmælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustunni hjá frændum okkar og samtals voru þær 15,3 milljónir …

Búist er við að 38 prósenta hækkun tolla á innflutta rafbíla frá Kína hægi á sókn framleiðenda þar inn á Evrópumarkað. Hins vegar verður það aðeins tímabundið. Kínverskir framleiðendur hafa þegar náð sterkri stöðu í tæknimálum og getu til að framleiða á hagkvæman hátt - þeir ráða yfir allri aðfangakeðju framleiðslu sinnar. Að auki munu …

Fyrstu helgina í júní stefndi í verkfall flugmanna Norwegian í Noregi en samningar tókust á elleftu stundu. Flugfélagið hafði áður samið við danska og spænska flugmenn en þeir norsku kröfðust hlutfallslega meiri hækkunar og vísuðu til þess að laun þeirra stæðust ekki samanburð við starfsbræður sína í Evrópu vegna þess hve veik norska krónan er. …

„Það umfangsmikið verkefni að opna nýja álmu við flugstöð. Byggingin þarf að uppfylla fjölmargar kröfur yfirvalda , m.a. um innréttingar, eldvarnir, umhverfiskröfur og vinnuaðstæður. Það þarf líka að setja upp flókinn tækjabúnað, sem þarnast sérhæfðrar þekkingar og margra stunda þjálfun ef hann á að skila sínu hlutverki. Það gildir um nýjan öryggisbúnað flugvallarins," segir í …

Suður-kóreski bílaframleiðandinn Hyundai veðjar á fjórða stærsta bílamarkað heims, Indland. Stærstu markaðirnir eru Kína, Bandaríkin og Japan - en Indlandsmarkaður vex hratt og mikil sala er í litlum og sparneytnum gerðum bíla. Á síðasta ári keypti dótturfélag Hyundai á Indlandi verksmiðjur General Motors í Maharashtra í vestanverðu landinu með það fyrir augum að auka framleiðslu …