Samfélagsmiðlar

Á heimavelli í Portland: Kieron Weidner

kieron 5

Þegar forsvarsmenn ferðamálaráðs Portland vilja sýna góðum gestum borgina þá er hóað í fararstjórann Kieron Weidner. Hann deilir hér með lesendum Túrista sínum uppáhalds stöðum í borginni og er með hugmynd að góðu ferðalagi um Oregon fylki.

Hvaða hlutar borgarinnar eru í mestu metum hjá þér?
Mín eftirlætis hverfi eru Division og Hawthorne í suðausturhluta Portland. Þar eru færri ferðamenn enda ekki eins auðvelt að koma sér þangað fyrir þá sem ekki þekkja til. Þarna upplifir maður ósvikna Portland stemningu og þess vegna bý ég á þessu svæði.
Hvað mega ferðamenn ekki láta framhjá sér fara í Portland?
Topplistinn minn lítur svona út: Mississippi stræti, NW 23rd Avenue til að versla, Powell bókabúðin, Pioneer Square, Saturday Farmer´s Market og svo verður að gera götumatnum og litlu kaffihúsunum og brugghúsunum eins góð skil og mögulegt er.
Hvar fær maður góðan kvöldmat?
Möguleikarnir eru ótakmarkaðir en í uppáhaldi hjá mér akkúrat núna eru Little Bird, Ox, Andina og Fish Sauce
En hvar er best að gista?
Í miðborginni eru mörg minni „boutique“ hótel en ég myndi mæla með Ace Hotel á vesturbakkanum eða Jupiter Hotel á austurbakkanum.
Hvert fer ég til að versla?
Fínu búðirnar eru á NW 23rd Avenue, við Union Way finnur maður Portland merkin og í Hawthorne (SE) eru góðar vörur í ódýrari kantinum og líka notað.
Portland og Oregon eru þekkt fyrir framúrskarandi kaffi, bjór og vín. En hvað matur er mest lókal?
Árstíðirnar stjórna því. Við erum þekkt fyrir besta lífræna matinn í landinu og hann kemur allur úr nágrenni borgarinnar. Sjávarfangið er frábært allt árið um kring en ef ég ætti að velja einn rétt sem er í mestu uppáhaldi hjá borgarbúum þá verð ég að nefna beikonið.
Hvernig er uppskriftin að góðum eftirmiðdegi í Portland?
Fá sér kaffi á Stumpton á Ace hótelinu, setjast svo í lobbíið og fylgjast með fólkinu. Kíkja í búðarglugga við Union Way og sökkva sér í bækurnar í Rare book herberginu í Powell bókabúðinni. Því næst ganga um Pearl District og setjast niður á Clyde Commons og fá sér drykk á „Happy hour“. Svo er ljómandi að enda rúntinn með því að kíkja á óháða kvikmynd í Living Room Theater eða á tónleika í Doug Fri. Dinner og njóta útsýnisins yfir Departure Lounge.
Þú hefur mikla reynslu af því að skipuleggja ferðir um Oregon fylki. Ertu með hugmynd að stuttu ferðalagi um fylkið?
Ég myndi mæla með sveig um Portland. Dagur 1: Fara austur til Columbia Gorge og njóta fossanna þar yfir daginn en gista við Hood ána. Dagur 2: Keyra suður til Hood River Valley og heimsækja vínframleiðendur, skoða aldingarða og fara svo í göngu eða klifur í Smith Rock State Park. Síðan kíkja á bjórhúsin og gista í Bend. Dagur 3: Heimsækja Crater Lake og halda svo í vestur inní Willamette Valley og eyða kvöldinu og nóttinni á Wine County svæðinu. Dagur 4: Fara enn vestar í átt að ströndinni og fara í hvalaskoðun eða jafnvel á brimbretti eða bara borða góða sjávarrétti. Keyra svo í norður og gista við Cannon Beach eða Manzanita. Dagur 5: Morgunganga í Ecola State Park og svo fara í austur eftir vegi 26, stoppa við Camp 18 og borða risastórar pönnukökur og halda svo ferðinni áfram til Portland.

Kieron Weidner rekur leiðsögufyrirtækið First Nature Tours og þar má finna úrval af ferðum um Portland, Oregon og aðra hluta norðvesturparts N-Ameríku. Icelandair hóf áætlunarflug til Portland í vor.

Túristi heimsótti Portland í boði Icelandair og ferðamálaráðs Portland og Oregon

Nýtt efni

Biðinni er brátt lokið og eftirvæntingarfullir aðdáendur írska rithöfundarins Sally Rooney getað andað léttar því að í liðinni viku var tilkynnt af The Wylie Agency, umboðsskrifstofu rithöfundarins, að ný bók væri væntanleg frá henni þriðjudaginn 24. september 2024.  Alex Bowler, talsmaður Faber & Faber, enska forlags rithöfundarins, sendi líka frá sér tilkynningu í tilefni af væntanlegri  …

Farþegar á Keflavíkurflugvelli gátu að jafnaði valið á milli nærri 10 brottfara á dag til höfuðborgar Bretlands í síðasta mánuði. Þetta er viðbót um eina ferð frá sama tíma í fyrra ef tillit er tekið til þess að nú er hlaupaár. London var sú borg sem oftast var flogið til frá Keflavíkurflugvelli í febrúar samkvæmt …

Það er bannað að auglýsa vín á Íslandi - nema auðvitað í amerískum samfélagsmiðlum og þeim erlendu vefsíðum sem íslenskir lesendur heimsækja. Áfengisauglýsingar eru hinsvegar mikilvæg tekjulind fjölmiðla í löndum allt í kringum okkur enda býr áfengisiðnaðurinn yfir miklu fjármagni og vill viðhalda áhuga neytenda á öllum aldri á þessum viðurkennda en varasama vímugjafa. FF7 …

Með hjálp málgreiningarforrits og athugun á orðanotkun hefur Lapo Lappin komist að því að tvær af vinsælustu bókum Camillu geta varla verið skrifaðar af höfundinum sjálfum og bendir Lappin á að textinn líkist mjög textum eftir annan rithöfund, Pascal Engman. Sjálf neitar Camilla (og það gerir Pascal einnig) öllum ásökunum og telur þær vera ávöxt öfundar …

Stundum fer rás atburða í hring. Flugvélasmiðja Spirit í Wichita var sett á stofn af Stearman Aircraft árið 1927 en tveimur árum síðar eignaðist United Aircraft and Transport Corporation fyrirtækið og rak til ársins 1934. Þá tók Boeing við rekstrinum og í heimsstyrjöldinni síðari, árið 1941, varð Spirit deild innan Boeing. Þannig hélst fyrirkomulagið til …

„Ég er búinn að vera í björgunarsveit í að verða 15 ár og í öllum útköllum tók ég Beef Jerky, þurrkað nautakjöt frá Bandaríkjunum, með mér sem nesti í neyð. Ég gekk til dæmis einu sinni þvert yfir landið, frá Reykjanestá yfir á Langanes og fyrir þá ferð gerði ég mikla leit að góðu, íslensku …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …